Morgunblaðið - 12.08.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
England
Crystal Palace – Everton .......................... 0:0
Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Everton
fram á 79. mínútu.
Burnley – Southampton ............................ 3:0
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði
þriðja mark Burnley og lék allan leikinn.
West Ham – Manchester City................... 0:5
Bournemouth – Sheffield Utd ................... 1:1
Watford – Brighton..................................... 0:3
Tottenham – Aston Villa ............................ 3:1
Leicester – Wolves...................................... 0:0
Newcastle – Arsenal ................................... 0:1
Manchester United – Chelsea ................... 4:0
B-deild:
WBA – Millwall ........................................... 1:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill-
wall á 74. mínútu.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Verl – Augsburg......................................... 2:1
Alfreð Finnbogason er að jafna sig af
meiðslum og lék ekki með Augsburg.
Oberneuland – Darmstadt ........................ 1:6
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á hjá
Darmstadt á 69. mínútu.
Kaiserslautern – Mainz ............................. 2:0
Andri Rúnar Bjarnason var ekki með
Kaiserslautern vegna meiðsla.
Frakkland
Dijon – Saint-Étienne ................................ 1:2
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon.
Rússland
CSKA Moskva – Sotsjí ............................... 0:0
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan
leikinn fyrir CSKA Moskvu en Arnór Sig-
urðsson fór meiddur af velli á 28. mínútu.
Krasnodar – Rubin Kazan ........................ 1:0
Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekk
Krasnodar.
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
fyrir Rubin Kazan.
Holland
RKC Waalwijk – AZ Alkmaar.................. 0:2
Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ
Alkmaar á 79. mínútu.
B-deild:
Excelsior – Jong Utrecht .......................... 2:0
Elías Már Ómarsson kom inn á hjá Ex-
celsior á 81. mínútu.
Belgía
Oostende – Club Brugge ........................... 0:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir
Oostende.
B-deild:
Lokeren – Lommel..................................... 0:0
Kolbeinn Þórðarson kom inn á hjá Lom-
mel á 46. mínútu. Stefán Gíslason þjálfar lið-
ið.
Roeselare – Beerschot............................... 1:1
Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare.
Kasakstan
Aktobe – Astana ......................................... 2:3
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan
leikinn fyrir Astana, skoraði eitt og lagði upp
annað.
KNATTSPYRNA
ENGLAND
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Þegar Romelu Lukaku kom til Man-
chester United sumarið 2017 var
ljóst hver ætti að vera aðalframherji
liðsins næstu árin. Hinn 19 ára
gamli Marcus Rashford yrði að bíða
þolinmóður, sem og fleiri. Hlutirnir
voru hins vegar fljótir að breytast
þegar Ole Gunnar Solskjær tók við
stjórnartaumunum, Lukaku féll aft-
ar í goggunarröðina og í allt sumar
var ljóst að hann færi frá félaginu
eins og að lokum varð raunin. Norð-
maðurinn ætlar Rashford hins veg-
ar algjört aðalhlutverk og miðað við
4:0-sigurinn á Chelsea í gær stendur
enski framherjinn undir því að vera
aðalmarkaskorari sigursælasta liðs
ensku deildarinnar.
Rashford skoraði tvö mörk, Ant-
hony Martial eitt og nýi maðurinn
Daniel James eitt. Meðalaldur
þríeykisins er rúmlega 22 ár enda
ljóst að Solskjær ætlar sér að
treysta á unga leikmenn til að rétta
við arfaslakt gengi United í fyrra.
Allir búa þeir yfir miklum hraða og
sprengikrafti, sem var lykillinn að
mörkunum fjórum gegn brothættri
vörn Chelsea í fyrsta leiknum undir
stjórn Frank Lampard.
„Ákefðin var í hæsta gæðaflokki
hjá okkur. Þetta gekk ekki alltaf
upp, sérstaklega á fremsta þriðjungi
vallarins og sérstaklega í fyrri hálf-
leik, en við héldum alltaf áfram,“
sagði Rashford við MUTV.
„Það búa alltaf mörk í þessu liði
en þetta snýst bara um hve mikinn
stöðugleika við sýnum. Í því felst
munurinn á góðu liði og heims-
klassaliði, í stöðugleikanum sem þau
sýna,“ sagði Rashford. United getur
sem sagt spilað feikivel, en hve oft?
Með Harry Maguire í hjartanu
leit vörn United talsvert betur út í
gær en á mjög löngum köflum síð-
asta vetur, og hinn nýi maðurinn í
vörninni, Aaron Wan-Bissaka,
stimplaði sig einnig vel inn.
„Við lítum mun meira traustvekj-
andi út í varnarleiknum og það sést
hvað við höfum lagt mikla áherslu á
það í sumar. Maður finnur að maður
er öruggari,“ sagði Rashford.
Rashford er einn af fimm upp-
öldum United-mönnum sem Sol-
skjær tefldi fram á miðjunni og í
framlínu liðsins í gær. Hann var sjö
ára gamall kominn inn í akademíu
United og fékk fyrsta tækifæri sitt í
byrjunarliði aðalliðsins undir stjórn
Louis van Gaal, 18 ára gamall, þeg-
ar hann skoraði tvö mörk í 5:1-sigri
á danska liðinu Midtjylland í Evr-
ópudeildarleik. Hann skoraði einnig
tvö mörk í sigri á Arsenal í fyrsta
deildarleik sínum, eitt mark í fyrsta
Manchester-slagnum sínum, mark í
fyrsta deildabikarleiknum og mark
eftir þrjár mínútur í fyrsta lands-
leiknum sínum af 32 hingað til. Það
ætti því kannski ekki að koma á
óvart að þessi efnilegi en þegar góði
framherji, sem dáði og dýrkaði hinn
brasilíska Ronaldo í æsku, hafi skor-
að í fyrsta leik þessa tímabils.
Jóhann Berg Guðmundsson
kórónaði 3:0-sigur Burnley á South-
ampton með laglegu marki og lék
allar 90 mínúturnar í fyrsta leik liðs-
ins á tímabilinu, eftir að hafa misst
sæti sitt í byrjunarliðinu seinni
hluta síðustu leiktíðar. Markið skor-
aði Jóhann eftir að Ashley Barnes
hafði skorað í tvígang í seinni hálf-
leik: „Okkur tókst að brjóta þá niður
með mjög góðu marki frá Barnesy.
Seinna markið hans var einnig mjög
gott, uppspilið og yfirvegunin í fær-
inu, og svo bættist við gott mark frá
Jóhanni,“ sagði Sean Dyche, stjóri
Burnley.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar
í Everton voru heldur líklegri til að
skora gegn Crystal Palace þar til að
Morgan Schneiderlin fékk sitt ann-
að gula spjald og þar með rautt
korteri fyrir leikslok, eftir klaufa-
legt brot. Gylfa var skipt af velli
skömmu síðar en ekkert mark var
skorað.
Næst verður spilað í deildinni á
laugardag en þá mætast meðal ann-
ars Manchester City og Tottenham
sem fóru vel af stað um helgina. Ra-
heem Sterling gerði þrennu í 5:0-
sigri City á West Ham.
Rashford rauk strax í gang
Góð fyrirheit United-manna í fyrsta leik Ungt þríeyki með fjögur mörk
gegn Chelsea Rashford finnur meira öryggi með nýjum varnarmönnum
AFP
Byrjar vel Marcus Rashford fagnar seinna marki sínu sem hann skoraði eftir magnaða sendingu Paul Pogba.
Ísland vann til gullverðlauna í Evrópubikar lands-
liða í frjálsum íþróttum í Skopje í Norður-Makedón-
íu um helgina. Íslenska liðið stóð uppi sem sigurveg-
ari í þriðju deildinni og fer því eitt liða upp um
deild. Íslendingar stóðu uppi sem sigurvegarar í
fimm greinum og náðu öðru sæti 12 sinnum. Liðið
var í öðru sæti eftir fyrri keppnisdaginn en lauk að
lokum keppni efst með 430 stig, þremur stigum
meira en Serbía sem hafði forystuna eftir fyrri dag-
inn.
Hulda Þorsteinsdóttir bar sigur úr býtum í stang-
arstökki og Ásdís Hjálmsdóttir kastaði spjóti lengst
allra á laugardaginn. Þá vann íslenska liðið bæði í karla- og kvenna-
flokki í 4x100 metra boðhlaupi. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann svo
til gullverðlauna í 200 metra hlaupi í gær.
Ísland er því komið upp úr neðstu deild og mun leika í annarri deild
næst þegar keppnin verður haldin, árið 2021.
Ísland vann gull í Skopje
Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir
Magni frá Grenivík vann bráðnauð-
synlegan sigur á Haukum í fallbar-
áttunni í Inkasso-deild karla í fót-
bolta um helgina. Haukar komust
yfir í leiknum, á sínum heimavelli,
með marki Þórðar Jóns Jóhann-
essonar um miðjan seinni hálfleik.
Á síðustu sex mínútum leiksins
tryggðu Kristinn Þór Rósbergsson
og Louis Aaron Wardle hins vegar
Magna 2:1-sigur.
Magni er enn í fallsæti en nú að-
eins stigi á eftir Haukum, og tveim-
ur stigum fyrir ofan Njarðvík.
Magnamenn
áfram á lífi
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Mikilvægt Arnar Geir Halldórsson
og félagar unnu dísætan sigur.