Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Aukin umhverfisvitund ungs fólks hvetur það til þess að kaupa sér frekar skiptibækur, þ.e. notaðar bækur, en nýjar bækur, að mati Sigurborgar Þóru Sigurðardóttur, verslunarstjóra A4 í Skeifunni. „Það er bara eins með þetta og annað, fólk er farið að reyna að nýta hlutina sína betur,“ segir Sigurborg. Í verslun A4 í Skeifunni er einn af stærstu skiptibókamörkuðum landsins og voru nemendur í óða- önn að skipta bókum og kaupa sér ritföng þegar blaðamaður hringdi í Sigurborgu í gær. Aðspurð segir Sigurborg að nem- endur geti sparað miklar fjárhæðir á því að kaupa skiptibækur fremur en nýjar bækur, jafnvel tugi þús- unda í einhverjum tilvikum. „Svo skipta nemendur bókunum sínum og fá innleggsnótu í staðinn sem þeir geta notað upp í skipti- bækur, svo að þetta getur verið mjög hagkvæmt,“ segir Sigurborg. Skólahald hefst í flestum skólum allra skólastiga í næstu viku. Nemendur í grunn-, framhalds- og háskólum sýna umhverfisvitund í verki Velja grænni kostinn Morgunblaðið/Eggert Skiptibækur Hér má sjá litríkan skiptibókamarkað Eymundsson í Smáralindinni. Á slíkum mörkuðum er hægt að finna ýmsar bækur fyrir öll skólastig. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tíu íslenskar grágæsir bera tæki sem senda staðsetningu þeirra í rauntíma með SMS. Þá eru 20-30 heiðagæsir úr íslenska stofninum með slíka senda. Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýra- vistfræðingur hjá Verkís, heldur ut- an um grágæsaverkefnið. Hann sagði að tvær merktu gæsirnar hefðu skilað sér heim í vor. Einnig komu til baka sendar af gæsum sem voru skotnar í Bretlandi. „Það bættust við tveir nýir sendar í vor sem voru settir á grágæsir í Þingvallaþjóðgarði. Þeir eru styrktir af Landsneti og Þór hf. Gæsirnar sem þá bera heita Stefnir og Þór,“ sagði Arnór. „Á Blönduósi eru fjórar gæsir með senda. Tvær komu til baka í fyrra, nafni minn Arnór sem er á Blönduósi og er styrktur af Sindra vinnufötum og Sjókallinn á Norðfirði, styrktur af MultiTask ehf. Svo var nýr Jónas merktur á Blönduósi í staðinn fyrir gæs með því nafni sem var skotin, en hann er styrktur af Hlað ehf. Ég fékk fjóra uppgerða senda frá Bretlandi, tveir voru settur á gæsir á Blönduósi og fékk önnur nafnið Jón Sigurðsson í höfuðið á fréttaritara Morgunblaðs- ins og sérstökum verndara gæsanna þar. Hinir þrír eru enn nafnlausir, þar af tvær gæsir á Norðfirði. Ef ein- hver vill styrkja verkefnið fær hann að ráða nafninu.“ Þá er ný Anna úr Svarfaðardal með sendi sem Rann- sóknarþjónustan Sýni ehf styrkir. Hægt er að sjá kort af ferðum grá- gæsanna hér https://gps.verkis.is/ gaesir18/ Arnór fór að fylgjast með varp- árangri gæsa þegar hann vann hjá Veiðistjóraembættinu 1993 og síðan Náttúrufræðistofnun frá 1995. Hann hætti þar og verkefnið lagðist af í tvö ár þar til Arnór tók þráðinn upp að nýju 2003 og mældi ungahlutföll byggt á vængjasýnum af veiddum gæsum og öndum. Þetta gerði hann þar til í fyrra. Einnig skoðaði hann ungahlutfall hjá blesgæs á vettvangi. Veiðikortasjóður styrkti verkefnið. Grágæsum fækkar á Bretlandi „Ég hætti alveg í fyrra því ég fékk ekki lengur styrki í verkefnið. Síðan er í raun ekkert vitað um ungafram- leiðsluna. Það er komið mikið af breskum grágæsum á vetrarstöðv- unum á Bretlandseyjum. Þeir geta ekki greint hverjar eru breskar og hverjar íslenskar og því er ekkert að marka ungahlutföllin þar varðandi íslenska stofninn,“ sagði Arnór. Talningar benda til að grágæs hafi fækkað á Bretlandi. Erfitt er að túlka það því ungahlutfallið hér er ekki lengur vitað. „Síðasta áratug síðustu aldar fækkaði grágæs og hún lenti á válista. Þá var ungahlutfallið í veiðinni um 40% að meðaltali. Eftir aldamótin fór grágæsastofninn að styrkjast þegar ungahlutfallið fór yf- ir 45% að meðaltali. Það virðist eins og ungahlutfallið þurfi að vera nokk- uð yfir 40% til þess að stofninn standi undir veiðiálaginu.“ Náttúrustofa Austurlands merkti fimm heiðagæsir með sendum í sam- vinnu við Arnór. Einnig settu Bretar senda á heiðagæsir. „Þá komu í ljós náttstaðir sem menn höfðu ekki vit- að um. Gæsir þar hafa ekki verið taldar og stofninn gæti því hafa verið vantalinn,“ sagði Arnór. Merktir voru um 250 helsingjar með plastmerkjum á svæðinu frá Kvískerjum og að Reynivöllum í Suðursveit um miðjan júlí. Þetta var gert í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Wildfowl and Wetland Trust og styrkt af Náttúru- verndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups . Fylgst með ferðum íslenskra gæsa Ljósmynd/Gunnhildur Óskarsdóttir Blönduós Arnór lengst til vinstri. Jón Sigurðsson heldur á nafna sínum.  Sjálfvirk staðsetningartæki á gæsum hafa upplýst um nýja náttstaði  Rannsókn á ungahlutfalli gæsa fær ekki lengur styrk  Ekki er lengur vitað um viðkomu gæsanna og hvort grágæsin þolir veiðiálagið Bláa lónið fær ekki hnekkt skrán- ingu vörumerkisins My Lagoon. Fyrirtækið Árnason Faktor ehf. andmælti, fyrir hönd Bláa lónsins, skráningu vörumerkisins fyrir ári. Andmælin byggðust á ruglings- hættu við tilgreind merki í eigu and- mælanda. Nú hefur Einkaleyfastof- an úrskurðað forsvarsmönnum My Lagoon í vil og skal skráning merk- isins My Lagoon halda gildi sínu. Eigandi vörumerkisins, frum- kvöðullinn Geir Sigurður Gíslason, segir að það hafi bæði komið sér í opna skjöldu að Bláa lónið skyldi andmæla skráningunni og að and- mælum fyrirtækisins hafi verið hafn- að. „Ég var búinn að sætta mig við að tapa þessu. Það voru nokkrir lög- fræðingar í þessu fyrir Bláa lónið en ég var ekki með lögfræðing svo þetta var smá eins og Davíð og Golíat.“ Geir segist hafa ákveðið að standa á sínu þótt það væri erfitt. „Ég vissi að ég yrði fúll út í sjálfan mig ef ég fylgdi þessu ekki eftir.“ „Vildu að ég bakkaði út“ Geir hafði komið með hugmyndina að My Lagoon inn á borð hjá Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, áður en hann ákvað að skrá vöru- merkið. „Þá var þetta önnur hug- mynd en þetta er í dag. Fyrst um sinn var hugmyndin hönnuð fyrir Bláa lónið en þeir höfðu ekki áhuga svo ég ákvað að breyta henni,“ segir Geir sem getur ekki greint frá hug- myndinni í smáatriðum á þessu stigi málsins. „Hugmyndin var áður til þess gerð að bæta rekstur lónsins. Þeir geta enn notið góðs af nýju hug- myndinni en hún er ekki beinlínis ætluð Bláa lóninu, hún er ætluð fleir- um,“ segir Geir. Lögfræðingar Bláa lónsins herj- uðu á Geir persónulega. „Það var ekki gert í gegnum Einkaleyfastofu heldur sendu þeir mér pósta per- sónulega. Þeir vildu að ég bakkaði út og sögðu að þetta gæti haft afleið- ingar fyrir mig, til dæmis mikinn kostnað, en ég vildi bara að þetta færi rétta leið, ekki að þetta væri eitthvað baksviðs.“ Inngrip Bláa lónsins hafa haft áhrif á áform Geirs. „Ég var kominn á fullt í byrjun en á meðan þetta stóð yfir setti ég verkefnið bara í dvala. Fyrir mjög stuttu tók ég þetta aftur upp á teikniborðið og er nú að íhuga næstu skref og funda með nokkrum aðilum innan ferðaþjónustunnar,“ segir Geir. ragnhildur@mbl.is „Eins og Davíð og Golíat“  Fær að halda vörumerki þrátt fyrir andmæli Bláa lónsins Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.