Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 30
Í árdaga Sjónvarpsins Pétur á
skrifstofu sinni á Laugavegi 176.
vík en var síðar prófdómari í frönsku
á stúdentsprófum í MR og MH á
meðan það fyrirkomulag var við lýði.
Pétur var í stjórn Rótarýklúbbsins
Reykjavík-Austurbær 1975-1980, þar
af forseti 1978-1979. Hann tók mikinn
þátt í evrópsku og norrænu samstarfi
á sviði sjónvarpsmála og var formað-
ur Nordvision, samtaka norrænna
sjónvarpsstöðva, 1988-1991. Hann sat
í stjórn Norræna sjónvarpssjóðsins
frá stofnun hans 1987 og átti um tíma
sæti í alþjóðlegri dómnefnd Jean
d’Arcy-sjónvarpsverðlaunanna.
byggði Pétur upp erlent tengslanet
við seljendur sjónvarpsefnis. Eftir að
Sjónvarpið hóf útsendingar 30. sept-
ember 1966 sá Pétur einnig um dag-
skrárstjórn. Í samvinnu við Lands-
síma Íslands var jafnframt unnið að
uppbyggingu dreifikerfis Sjónvarps-
ins.
Pétur var framkvæmdastjóri Sjón-
varpsins allt til ársins 1996; var hann
þá skipaður útvarpsstjóri en fór á
eftirlaun árið 1997.
Á árunum 1968-1970 kenndi Pétur
frönsku í Menntaskólanum í Reykja-
P
étur Guðfinnsson er fædd-
ur 14. ágúst 1929 á Eski-
firði, þar sem foreldrar
hans bjuggu tímabundið,
en flutti ársgamall til
Reykjavíkur og ólst þar upp síðan,
fyrst í Mjóstræti 2, síðan á Hring-
braut 48 og loks á Víðimel 38. Auk
foreldra og systkina voru þeir jafnan
til heimilis með þeim Pétur Þórðar-
son, móðurafi Péturs, og Erlendur Ó.
Pétursson, móðurbróðir Péturs og
formaður KR. Pétur dvaldi fjögur
sumur í sveit hjá frændfólki, þar sem
hann komst í kynni við sveitabúskap
með gamla laginu. Annars vegar
dvaldi hann á Þursstöðum í Borgar-
hreppi og hins vegar þrjú sumur í
Álftagróf í Mýrdal.
Pétur var í Miðbæjarskólanum í
Reykjavík, Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga og tók stúdentspróf (stærð-
fræðideild) frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1949. Hann hélt til
náms í París haustið 1949 og stundaði
nám í frönsku og franskri menningu
og hlaut prófgráðuna Diplôme de
Civilisation Française vorið 1950.
Hann stundaði jafnframt nám í
stjórnmálafræði við Sorbonne-
háskóla í París og við háskólann í
Grenoble og lauk þar námi með Dip-
lôme d’Études Politiques vorið 1952.
Hann stundaði nám í hagfræði og
sögu við Kaupmannahafnarháskóla
1953-1954.
Pétur var ritari íslensku sendi-
nefndarinnar á þingi Evrópuráðsins
1953-1955 og starfaði jafnframt um
tíma í sendiráði Íslands í París. Hann
var starfsmaður Evrópuráðsins 1955-
1964 með aðsetur í Strassborg í
Frakklandi. Fyrst starfaði hann í
stjórnsýsludeild en síðan í félags-
máladeild ráðsins, sem sinnti ýmsum
samevrópskum verkefnum á sviði
félagsmála.
Hinn 1. desember 1964 var Pétur
skipaður fyrsti starfsmaður fyrir-
hugaðs Sjónvarps sem setja átti á
laggirnar innan vébanda Ríkis-
útvarpsins. Hann vann að stefnumót-
un fyrir hinn nýja miðil og að því að
finna starfslið og útvega því menntun
við hæfi og átti Sjónvarpið þar greið-
an aðgang að norrænum sjónvarps-
stöðvum. Jafnframt þurfti að finna
hentugt húsnæði Sjónvarpið. Þá
Pétur var fulltrúi Íslands í fjölmiðla-
nefnd Evrópuráðsins seinustu starfs-
árin.
Pétur er mikill áhugamaður um
ættfræði og var formaður ritnefndar
ritsins Engeyjarætt. Helsta áhuga-
mál Péturs er lestur góðra bóka og þá
hefur hann ávallt verið áhugasamur
um heilsurækt og hefur mestalla æv-
ina stundað bæði göngur og sund.
Pétur verður að heiman í dag.
Fjölskylda
Eiginkona Péturs var Stella Sigur-
leifsdóttir, f. 12. janúar 1928, d. 22.
apríl 2003, fulltrúi í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru hjónin
Sigurleifur Vagnsson, f. 18. júlí 1897,
d. 2. janúar 1950, bókhaldari á Bíldu-
dal og síðar starfsmaður Háskóla Ís-
lands, og Viktoría Kristjánsdóttir, f.
12. ágúst 1899, d. 21. apríl 1972, hús-
freyja.
Börn Péturs og Stellu: 1) Ólöf
Kristín Pétursdóttir, f. 28. desember
1954, þýðandi í Frakklandi. Maki:
Jóhannes Karlsson hagfræðingur; 2)
Áslaug Helga Pétursdóttir, f. 3. des-
ember 1957, d. 26. júlí 2002, kennari í
Barcelona. Maki: Luis Pena Moreno
kaupmaður; 3) Pétur Leifur Péturs-
Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarps- og sjónvarpsstjóri – 90 ára
Fjölskyldan Hjónin Stella Sigurleifsdóttir og Pétur Guðfinnsson með börnin sín fjögur. Efri röð frá vinstri: Elín
Marta, Pétur Leifur, Áslaug Helga og Ólöf Kristín. Myndin er tekin 1995.
Fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins
Í Strassborg 1962 Úr skírnarveislu
Péturs Leifs Péturssonar. Stella
heldur á Pétri yngri en sá eldri
stendur hjá.
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
FIGGJO LEIRTAU FYRIR
MÖTUNEYTI OG SKÓLA
Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði
60 ára Óskar er fædd-
ur í Reykjavík, ólst upp
í Kópavogi og býr í
Grafarholti. Hann er
bifreiðasmiður að
mennt og er viðskipta-
stjóri hjá VÍS, en hann
hefur unnið þar í 22 ár.
Maki: Heiða Björk Júlíusdóttir, f. 1961,
viðskiptastjóri hjá Securitas.
Börn: Kristján Örn, f. 1979, Fannar Andri,
f. 1986, og Júlíus Orri, f. 1993. Barna-
börnin eru orðin 6.
Foreldrar: Kristján Halldórsson, f. 1930,
d. 2017, verkstjóri hjá Osta- og smjör-
sölunni og Johan Rönning, og Agatha
Kristjánsdóttir, f. 1935, fyrrv. verkakona.
Hún er búsett í Kópavogi.
Óskar
Kristjánsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stattu fast á þínu, hver sem í hlut
á, öðru vísi getur þú ekki náð landi svo vel
fari. Hugaðu að heilsunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Gakktu úr skugga um að bíllinn sé í
lagi. Sýndu visku og velvild því áhrifum
fylgir mikil ábyrgð. Gættu þín á tungulipr-
um einstaklingi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu þátt í umræðum en
mundu að ef þú vilt ná eyrum annarra
þarft þú að vanda framkomu þína og mál-
far. Nú gefst tækifæri til þess að skipta al-
veg um stefnu í lífinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hristu af þér slenið og vertu já-
kvæð/ur og þá fara hlutirnir að gerast hjá
þér. Þú átt í einhverju basli með bílinn um
þessar mundir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stundum eru hlutirnir of góðir til
þess að vera sannir. Viljirðu ná málum
fram af einhverju viti þarftu að vera þolin-
móð/ur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki ljós þitt skína um of, því
það þreytir bara þá sem þig umgangast.
Ekki reyna að sigra heiminn á einum degi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Treystu á skapandi hæfileika þína.
Reyndu að beina vini inn á nýjar brautir.
Gerðu ekkert nema að vel athuguðu máli
og farðu þér hægt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er yndislegt að læra.
Reyndu að þjálfa hugann sem mest. Vinur
kemur til þín og biður um ráð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhverjar breytingar standa
fyrir dyrum sem gefa þér tækifæri til að
sýna hvers þú ert megnug/ur. Lestu smáa
letrið og vertu viss um hvað tilheyrir þér
og hvað ekki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert í góðu jafnvægi og átt
því að vera í stakk búin/n að sýna hvað í
þér býr. Þú sættir fólk með einstakri ráð-
snilld.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú kannt að líta svo á að þú
verðir að kaupa ákveðinn hlut í dag. Láttu
það eftir þér að stinga af frá öllu saman í
einn eða tvo daga ef þú mögulega getur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú glímir við meiriháttar áskoranir
í vinnunni. Vertu því varkár í umgengni
þinni við aðra.
50 ára Unnur er fædd
í Reykjavík, ólst upp í
Árbænum og býr þar.
Hún er með BA-próf í
uppeldis- og mennt-
unarfræðum frá HÍ
Hún vinnur á leikskól-
anum Rauðhól í Norð-
lingaholti.
Maki: Tryggvi Þorvaldsson, f. 1969, lyfja-
fræðingur hjá Coripharma.
Börn: Gylfi, f. 1995, Þorvaldur, f. 1998, El-
ín Arna, f. 2001, og Hanna Lára, f. 2007.
Foreldrar: Gylfi Felixson, f. 1939, d.
2007, tannlæknir, og Jóhanna Oddgeirs-
dóttir, f. 1940, fyrrv. skrifstofumaður á
tannlæknadeild HÍ. Hún er búsett í Kópa-
vogi.
Unnur
Gylfadóttir
Til hamingju með daginn
Vinirnir Ragnheiður Emma Einars-
dóttir, Þorvarður Daníel Einarsson,
Íris Anna Sigfúsdóttir, Magnús Ingi
Sigfússon, Aron Elvar Stefánsson
og Kristín Edda Stefánsdóttir söfn-
uðu servíettum í nokkrum götum og
föndruðu því næst skálar sem þau
seldu svo með því að ganga í hvert
einasta hús í Stykkishólmi.
Þau seldu fyrir 26.264 kr. sem þau
færðu Rauða krossinum í Stykkis-
hólmi. Rauði krossinn á Íslandi
þakkar þessum duglegu krökkum
fyrir þetta frábæra framtak til
mannúðarmála.
Hlutavelta