Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 33
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg
Guðmundsson telur að það muni
taka leikmenn smátíma að venjast
nýrri myndbandsdómsgælu í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
þessari leiktíð. Jóhann var á skot-
skónum með Burnley um síðustu
helgi þegar liðið vann 3:0-
heimasigur gegn Southampton í
fyrstu umferð ensku úrvalsdeild-
arinnar á Turf Moor í Burnley en
Jóhann viðurkenndi í samtali við
Morgunblaðið í gær að það hefði
orðið ansi vandræðalegt fyrir sig
ef markið hefði ekki fengið að
standa enda fagnaði Íslendingurinn
eins og óður maður.
„Þetta var frábær byrjun hjá
okkur og það er alltaf ákveðin
spenna í manni þegar nýtt tímabil
hefst. Þetta er aðeins öðruvísi
byrjun en síðasta sumar þegar við
tókum þátt í undankeppni Evr-
ópudeildarinnar þar sem við vorum
búnir að spila nokkra alvöruleiki
áður en tímabilið í ensku úrvals-
deildinni hófst. Við mættum mjög
tilbúnir til leiks og fyrstu leikirnir
eru alltaf ákveðin prófraun á það
hvar við stöndum sem lið en það
gefur augaleið að menn voru mjög
jákvæðir eftir að leik lauk.“
Mikilvægt að byrja vel
Tímabilið 2016-17 kom Burnley
mjög á óvart og hafnaði í sjöunda
sæti deildarinnar og tryggði sér
um leið Evrópusæti. Á síðustu leik-
tíð fór liðið hins vegar illa af stað
og var liðið í bullandi fallbaráttu
allt tímabilið en endaði að lokum í
fimmtánda sæti deildarinnar.
„Það var mikið álag á mönnum á
síðustu leiktíð og hópurinn kannski
höndlaði það ekki nægilega vel. Við
enduðum í sjöunda sæti tímabilið
2017-18, sem var ótrúlegur árang-
ur, og kannski fóru menn að slaka
aðeins á og halda að þeir væru
betri en þeir voru eftir gott gengi.
Grunnatriðin voru einfaldlega ekki
nógu góð og byrjunin á síðasta
tímabili var þess vegna mjög lær-
dómsríkur kafli fyrir okkur. Við
hrukkum í gang seinni hluta síð-
asta tímabils, sem var of seint, og
þess vegna var mjög mikilvægt
fyrir okkur að fara vel af stað á
þessari leiktíð sem við og gerðum.
Þetta er auðvitað bara einn leikur
en við áttum mjög gott undirbún-
ingstímabil sem var að sama skapi
mjög erfitt og menn eru því í frá-
bæru formi. Þetta hefur verið sami
leikmannakjarni hjá liðinu und-
anfarin ár og við höfum ekki bætt
við okkur mörgum nýjum leik-
mönnum í gegnum árin. Við höfum
ekki heldur misst marga þannig að
við erum auðvitað farnir að þekkja
hver annan mjög vel. Mér finnst
líka meira hungur í leikmanna-
hópnum núna en á síðustu leiktíð
og menn vilja gera betur en síðast.
Það sást í þessum fyrsta leik en að
sama skapi erum við ekki að missa
okkur í gleðinni yfir þessum úrslit-
um. Þetta var bara fyrsti leikur í
deildinni gegn Southampton á
heimavelli sem við teljum okkur
eiga að vinna en við eigum erfiðari
leiki eftir en þetta, það er alveg á
hreinu. Við höfum ekki sett okkur
neitt sérstakt markmið sem lið fyr-
ir tímabilið en við förum að sjálf-
sögðu inn í hvern einasta leik til
þess að vinna hann og teljum okk-
ur vera með gott lið. Við vitum það
hins vegar að enska úrvalsdeildin
er gríðarlega erfið og það er ekk-
ert grín að halda sér í þessari
deild þótt okkur hafi tekist það á
undanförnum árum. Við erum með
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
stærri markmið en að
halda okkur í deildinni,
það er alveg klárt, því
við teljum okkur betri
en það, en fyrsta mark-
mið liðsins er að halda sér í
deildinni. Persónulega tel ég
okkur vel geta verið um miðja
deild eða í efri hluta hennar.“
Síðasta tímabil tók á
Jóhann tók virkan þátt í undir-
búningstimabili Burnley og hann
vonar að það muni skila sér þegar
líða fer á ensku úrvalsdeildina.
„Mér líður mjög vel í líkamanum
og ég náði heilu undirbúnings-
tímabili með liðinu, sem er mjög
jákvætt fyrir mig. Ég hef haldist
heill og planið er að sjálfsögðu að
halda því áfram út tímabilið. Síð-
asta sumar var skrítið þar sem ég
var á HM í Rússlandi, maður fékk
svo stutt frí eftir mótið og mætti
svo beint inn í undankeppni Evr-
ópudeildarinnar með Burnley. Ég
fékk þess vegna ekki þennan
ákveðna grunn sem undirbúnings-
tímabilið gefur manni, hvorki
hlaupin né styrktaræfingarnar,
sem hjálpa manni í gegnum langt
tímabil og ég fann fyrir því. Síð-
asta tímabil var erfitt fyrir mig
persónulega og markmiðið er að
gera allt sem í mínu valdi stendur
til þess að eiga gott tímabil með
Burnley á þessari leiktíð.“
Sóknarmaðurinn hefur verið
lykilmaður í íslenska landsliðinu
undanfarin ár og spilaði stórt hlut-
verk með liðinu bæði á EM í
Frakklandi 2016 og HM í Rúss-
landi 2018. Jóhann viðurkennir að
álagið sem fylgir því að spila á
stórmóti hafi haft áhrif á feril hans
með Burnley.
„Seinni hluti síðasta tímabils var
erfiður fyrir mig en tímabilið þar á
undan spilaði ég í raun flestalla
leiki. Ég hef tekið eftir því að þeg-
ar ég hef farið á stórmót hefur það
setið aðeins í mér. Tímabilið eftir
EM 2016 var smá ströggl fyrir
mig, alveg eins og tímabilið eftir
HM 2018. Maður veit aldrei í þess-
um blessaða bolta og það er ekki
hægt að ganga að neinu vísu en
meiðslalega séð hafa tímabilin eftir
síðustu stórmót verið mér erfið.
Það er ákveðið álag og það kemur
kannski meira niður á manni þegar
aðrir leikmenn liðsins fá fulla
hvíld. Auðvitað vill maður samt
sem áður spila á þessum stórmót-
um fyrir Ísland og maður þarf
kannski aðeins að læra það, eftir
þessi mót, hvernig maður nær sér
aftur líkamlega.“
Jákvæð þróun á Englandi
Í ár munu dómarar í ensku úr-
valsdeildinni styðjast við mynd-
bandsdómsgæslu eða VAR í fyrsta
sinn. Jóhann fékk sjálfur smörþef-
inn af því hvernig VAR virkar í
ensku úrvalsdeildinni en Graham
Scott, dómarinn í leik Burnley og
Southampton um síðustu helgi, tók
sér góðan tíma í að skoða mark Jó-
hanns í leiknum áður en hann
dæmdi það löglegt.
„Það var tekinn góður dómara-
fundur fyrir tímabilið og það mun
taka einhvern smá tíma að venjast
þessu. Við munum sjá einhverjar
tafir á leikjunum til að byrja með
þar sem er verið að skoða einhvern
ákveðin atvik. Ég lenti í þessu
sjálfur um helgina þegar dómarinn
tékkaði sérstaklega hvort tækl-
ingin hjá mér, í aðdraganda
marksins sem ég skoraði, hefði
verið lögleg. Ég fagnaði náttúrlega
eins og óður maður og það hefði
þess vegna verið mjög vandræða-
legt ef þetta hefði verið tekið af
mér en sem betur fer gerðist það
ekki. Þetta er nýtt fyrir manni og
maður þarf að passa sig, sér-
staklega ef maður skorar, því það
eru meiri líkur nú en áður á að
markið verði tekið af manni.
Þetta er nýtt fyrir öllum en
markmiðið er að gera þetta
mun betur en á HM
kvenna sem dæmi,
þar sem allt tók
mjög langan
tíma, og
dómara-
sam-
tökin á
Englandi
hafa lagt mikla
áherslu á að þetta
hægi ekki á leiknum
og taki sem minnstan
tíma.“
Þrátt fyrir að VAR hægi á
leiknum telur Jóhann að þetta
sé fótboltanum til góðs og
þegar tæknin verður orðin
fullmótuð verði þetta jákvæð
þróun fyrir knattspyrnuna.
„Þetta er glæný tækni og
það eru kostir og gallar í
þessu eins og öllu öðru. Ef
þú skorar mark er strax hægt
að sjá hvort markið hafi verið
löglegt eða ekki þannig að það
er ekki hægt að tuða neitt yfir
því eftir á. Það er ekki hægt að
setja neitt út á dómgæsluna
eftir leik, þar sem öll vafaatriði
eru skoðuð, sem er jákvætt en
auðvitað er þetta skrítið líka
því maður er ekki alveg viss
hvort maður hafi skorað þeg-
ar maður kemur boltanum í
netið. Þegar allt kemur til
alls á ég samt von á því að
þetta verði jákvæð þróun
fyrir fótboltann, sér-
staklega ef þetta tekur
skjótt af og tekur ekki
taktinn og hraðann úr
leiknum sjálfum,“ sagði
Jóhann Berg í samtali
við Morgunblaðið.
Mark Jóhann Berg
Guðmundsson fagn-
ar fyrsta marki
sínu á leiktíð-
inni, sem jafn-
framt var
þriðja mark
Burnley í sigri
á Southamp-
ton í 1. umferð.
Stórmótin haft mikil áhrif á
meiðslasöguna með Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði sitt fjórða tímabil með Burnley á marki
AFP
Jóhannes Karl Guðjónsson,
þjálfari ÍA, tók leikmann út af fyr-
ir hlé á dögunum. Segist hafa
viljað breyta leikskipulagi. Sagð-
ist ætla að biðja leikmanninn af-
sökunar vegna þessa
Hvers vegna er þjálfari að
biðja leikmann afsökunar á því
að hann ætli að gera breytingar?
Jú vegna þess að í knattspyrn-
unni er löngu búið „að ákveða“
að ekki skuli skipta mönnum út
af fyrir hlé nema um meiðsli eða
veikindi sé að ræða.
Fyrir því er að sjálfsögðu eng-
inn vitsmunalegur rökstuðn-
ingur. Þetta er bara dæmi um
dellu sem getur orðið til í íþrótt-
unum og venjan er orðin sú að
leikmenn eru ekki teknir út af
fyrr en eftir hlé.
Fréttamaður RÚV sagði í
hlaðvarpi að þetta hafi verið nið-
urlægjandi fyrir leikmanninn.
Það kann vel að vera. Einmitt
vegna þess að þessu eiga menn
ekki að venjast. Knattspyrnu-
heimurinn er íhaldssamari en lá-
varðadeild breska þingsins.
Ég hef enga trú á öðru en að
snjallir þjálfarar sjái eftir 25 mín-
útur í leikjum hvort leikmenn séu
vel upplagðir eða ekki. Ef einhver
er það ekki, eða ræður ekki við
andstæðinginn sem hann á að
stöðva, hvers vegna að bíða með
skiptinguna? Svo framarlega
sem þjálfarinn hefur trú á vara-
mönnum sínum.
Þjálfari á að grípa inn í ef útlit-
ið er slæmt. Hann fer með valdið
en ekki leikmennirnir. Þjálfarinn
þarf svo að vera starfi sínu vax-
inn og gæta þess að leikmenn
missi ekki sjálfstraustið þótt
þeim sé skipt af leikvelli. Hvort
sem það er á 30. mínútu eða 60.
mínútu. Á hinn bóginn ætti það
að kveikja í varamönnum að
þeim sé treyst.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is