Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Undanúrslit í bikarkeppni karla í
knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, hefj-
ast í kvöld þegar KR heimsækir FH í
Hafnarfjörðinn. Úrslitaleikurinn fer
fram á Laugardalsvelli hinn 14. sept-
ember næstkomandi en á morgun
mætast Víkingur Reykjavík og
Breiðablik á Víkingsvelli í Fossvogi.
Á meðan Víkingar hafa verið að berj-
ast í neðri hluta úrvalsdeildarinnar í
allt sumar hafa Blikar verið í harðri
toppbaráttu. Bæði lið hafa einu sinni
fagnað sigri í bikarkeppninni, Vík-
ingar árið 1971 en Breiðablik vann
titilinn 2009, en liðið hafnaði í öðru
sæti bikarkeppninnar síðasta sumar.
„Það eru allir í Víkinni mjög
spenntir fyrir leiknum gegn Breiða-
bliki. Við spiluðum síðast til undan-
úrslita í bikarkeppninni árið 2014
þegar við töpuðum í vítaspyrnu-
keppni fyrir Keflavík. Við höfum ekki
komist langt í bikarnum á und-
anförnum árum þannig að þú getur
rétt ímyndað þér hvernig stemningin
í Fossvoginum er þessa dagana,“
sagði Halldór Smári Sigurðsson,
næstleikjahæsti leikmaður í sögu
Víkinga, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Heyrt um gullaldarárin
„Eftir að Óttar Magnús Karlsson,
Kári Árnason og Kwame Quee komu
inn hefur leikur liðsins batnað mjög
mikið og Óttar Magnús gefur liðinu
þvílíkt mikið fram á við. Hann er
kominn með þrjú mörk í tveimur
leikjum og með hann þarna frammi á
móti Breiðabliki sem dæmi líður okk-
ur mjög vel og ég tel okkur eiga alveg
jafn mikla möguleika og hin liðin sem
eftir eru til þess að landa þeim stóra í
september.“
Halldór Smári fæddist árið 1988 og
var því þriggja ára þegar Víkingar
unnu síðast stóran titil árið 1991 þeg-
ar liðið varð Íslandsmeistari en varn-
armaðurinn man lítið eftir þeim tím-
um.
„Ég hef bara heyrt talað um gull-
aldarárin hjá gömlu körlunum niðri í
Vík. Síðan ég byrjaði að æfa með fé-
laginu hefur þetta verið upp og niður
hjá klúbbnum. Frá árinu 1991 til árs-
ins 2013 rokkaði félagið mikið á milli
efstu og næstefstu deildar. Þetta var
bara upp og niður og aldrei neinn
möguleiki þannig á að vinna ein-
hverja titla og þess vegna er kominn
tími á alvörutitil í Fossvoginn.“
Tölfræðin hliðholl KR
KR er sigursælasta íslenska fé-
lagsliðið frá upphafi í bikarkeppninni
en alls hefur liðið fjórtán sinnum orð-
ið bikarmeistari. Fyrst árið 1960 og
síðast árið 2014. Það ár var Rúnar
Kristinsson þjálfari liðsins og hann er
einnig þjálfari þess í dag. Rúnar
stýrði KR á árunum 2010 til 2014 og á
þeim tíma unnu Vesturbæingar fimm
stóra titla; tvo Íslandsmeistaratitla
og þrjá bikarmeistaratitila.
FH hefur átta sinnum orðið Ís-
landsmeistari frá aldamótum en lið-
inu hefur einungis tvívegis tekist að
fagna sigri í bikarkeppninni, árin
2007 og 2010. Liðið hefur fjórum
sinnum leikið til úrslita, síðast árið
2017, þar sem það tapaði 1:0 fyrir
ÍBV í úrslitaleik. Ólafur Helgi Krist-
jánsson er þjálfari FH í dag en hann
hjálpaði Blikum að landa sínum
fyrsta og eina bikarmeistaratitli árið
2009 þegar hann var þjálfari liðsins.
Löngu kominn tími
á titil í Fossvoginn
Sigursælasta bikarliðið mætir í Hafnarfjörðinn í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Víkingur Halldór Smári Sigurðsson er næst leikjahæstur í sögu Víkinga.
„Þetta var orðið þægilegt í KR og
einfalt fyrir mig,“ segir Pavel Er-
molinskij, landsliðsmaður í körfu-
bolta, sem í gær skrifaði undir
samning til tveggja ára við Val.
Pavel varð Íslandsmeistari sex síð-
ustu ár í röð með KR.
„Mitt hlutverk hefur ekki breyst
mikið í Vesturbænum og það er í
raun ein af ástæðum þess að ég
ákvað að prófa eitthvað nýtt. Mig
langar að setja meiri pressu á sjálf-
an mig og gera betur og standa
mig. Þetta snerist ekki um peninga
og ég er mjög sáttur við samning-
inn sem ég fékk á Hlíðarenda. Við-
ræður við KR fóru aldrei það langt
að þetta var enginn samanburður
þannig séð, ég tók bara ákvörðun á
ákveðnum tímapunkti að fara,“
sagði þessi 32 ára gamli leikmaður
við mbl.is í gær.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur Valur einnig gert
tveimur öðrum goðsögnum úr
DHL-höllinni í Vesturbæ, Jóni
Arnóri Stefánssyni og Helga Má
Magnússyni, tilboð um að koma á
Hlíðarenda. Óvíst er með framtíð
þeirra beggja. bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Bjarni
Valsari Pavel Ermolinskij er kominn í Val sem endaði í 9. sæti í vor.
Var orðið þægilegt
og einfalt í KR
EM U16 karla
B-deild í Svartfjallalandi:
C-riðill:
Ísland – Úkraína....................................65:64
Hvíta-Rússland – Sviss.........................67:39
Svartfjallaland – Danmörk...................62:71
Lokastaða: Danmörk 10, Svartfjallaland
8, Ísland 8, Úkraína 6, Hvíta-Rússland 6,
Sviss 4. Ísland leikur um sæti 9-16 og hefst
sú keppni á morgun.
Almar Orri Atla-
son, drengja-
landsliðsmaður í
körfuknattleik
úr KR, hefur
skrifað undir
samning við
Stella Azzurra í
Róm á Ítalíu. Al-
mar vakti athygli
á móti í Dan-
mörku þar sem
U15 ára landsliðin léku og var einn-
ig valinn besti leikmaðurinn í IMG
Academy körfuboltabúðum í
Bandaríkjunum.
Almar Orri heldur utan í lok
mánaðarins og flytur ásamt for-
eldrum sínum, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá KR. Þess má geta
að Almar er yngri bróðir Darra
Freys Atlasonar, þjálfara meist-
araliðs kvenna hjá Val.
sport@mbl.is
Almar samdi
við ítalskt lið
Almar Orri
Atlason
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni karla, Mjólkurbikar:
Kaplakrikavöllur: FH – KR ......................18
2. deild kvenna:
Vivaldivöllurinn: Grótta – Leiknir R. ..19.15
4. deild karla:
Víkingsvöllur: Mídas – Ýmir .....................20
Leiknisvöllur: KB – Úlfarnir.....................19
HANDKNATTLEIKUR
UMSK-mót kvenna:
Kórinn: Afturelding – Grótta ....................18
Kórinn: HK – Stjarnan ..............................20
UMSK-mót karla:
Kórinn: HK – Stjarnan ..............................18
Kórinn: Afturelding – Grótta ....................20
Ragnarsmót karla:
Hleðsluhöllin: ÍBV – Fram...................17.45
Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur ..............19.30
Í KVÖLD!
Knattspyrnu-
maðurinn Kol-
beinn Birgir
Finnsson mun
ganga í raðir
þýska stórliðsins
Borussia Dort-
mund á næstu
dögum, sam-
kvæmt frétt á
netmiðlinum
433.is. Mun hann
skrifa undir þriggja ára samning, að
því er fram kemur í fréttinni.
Kolbeinn er 19 ára og samnings-
bundinn Brentford á Englandi.
Hann lék þrettán leiki með Fylki í
sumar og skoraði í þeim tvö mörk er
hann var að láni frá Brentford en
þar hefur hann enn ekki leikið með
aðalliðinu. Kolbeinn hefur leikið tvo
A-landsleiki en hann var áður hjá
Groningen í Hollandi.
Langt er síðan Íslendingur lék
með Dortmund en Atli Eðvaldsson
og Magnús Bergs gerðu það
snemma á níunda áratugnum.
sport@mbl.is
Kolbeinn til
Dortmund?
Kolbeinn Birgir
Finnsson
Þór Akureyri hefur neyðst til þess að
draga meistaraflokk kvenna úr
keppni í 1. deildinni í körfuknattleik
fyrir næsta tímabil. Þetta kemur
fram á heimasíðu Þórs.
Þar segir að þessi staða sé mikil
vonbrigði þar sem liðið hafi séð á eftir
mörgum leikmönnum og hópurinn
því orðinn mjög fámennur. Frá síð-
asta tímabili hefur liðið misst a.m.k.
fimm lykilleikmenn úr litlum leik-
mannahópi. Horfa skuli til framtíðar.
„Í yngri flokkum kvenna er að
finna margar efnilegar stúlkur sem í
framtíðinni eiga eftir að taka við kefl-
inu en eru enn fullungar til að taka á
sig þá ábyrgð sem því fylgir að spila í
meistaraflokki. Því hefur körfuknatt-
leiksdeild Þórs ákveðið að fara af stað
með stúlknaflokk og þannig horfa til
framtíðar með uppbyggingu yngri
flokka kvenna að leiðarljósi. Búið er
að ráða Jón Inga Baldvinsson til að
stýra því verkefni,“ segir í tilkynning-
unni.
Þór dregur lið
sitt úr keppni