Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þingflokksformenn ákváðu á fundi sínum í gærmorgun að samkomulag sem gert var síðasta vor um af- greiðslu þriðja orkupakka Evrópu- sambandsins stæði. Er því ætlunin að klára umræðuna um þingsálykt- un utanríkisráðherra um samþykkt orkupakkans að kvöldi 28. ágúst næstkomandi. Sjálfstæðismenn á landsbyggð- inni virðast margir nokkuð jákvæð- ir í garð þriðja orkupakkans, að því er fram kemur í máli nokkurra for- manna svæðisfélaga og fulltrúaráða sjálfstæðismanna sem Morgun- blaðið tók tali. „Við höfum rætt þetta okkar á milli. Ég og þessi hópur höfum ekki sett okkur upp á móti þessu og erum ekki að fara í þessar undirskriftir sem eru í gangi,“ segir Samúel Karl Sigurðs- son, formaður fulltrúaráðs Fjarða- byggðar, en segir að skiptar skoð- anir hafi auðvitað verið uppi. „Við búum það vel í Sjálfstæðisflokknum að þar rúmast alveg fleiri en ein skoðun. Fólk þarf ekkert alltaf að vera sammála um allt í öllu.“ Skilur áhyggjur félaganna „Það hafa verið skiptar skoðanir hér eins og annars staðar. Ég er sjálfur hlynntur orkupakkanum, mér finnst þetta ekki vera þetta stórmál eins og margir félagar mín- ir vilja meina, en ég hef fullan skilning á áhyggjum þeirra,“ segir Jónas Þór Birgisson, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar, og ítrekar að ekki séu allir á sama máli og hann. „Það eru ólíkar skoðanir uppi. Það er alveg klárt.“ Um und- irskriftasöfnun þá sem í gangi er meðal flokksbundinna sjálfstæðis- manna, sem er ætlað að knýja fram almenna kosningu meðal flokks- manna um orkupakkamálið, segir Jónas: „Mér finnst þetta að sumu leyti sniðugt, því þetta ýtir við for- ystunni og sýnir henni að mörgum finnst ekki rétt staðið að málum.“ Ólafur Pálsson, formaður Sjálf- stæðisfélags Mýrasýslu, segir orku- pakkamálið hafa komið til tals á nánast hverjum einasta fundi fé- lagsins seinasta vetur. Fjölmargir úr framlínu flokksins hafi sótt fund- ina og sé stefið í Mýrasýslu það sama og annars staðar að Ólafs sögn; „skiptar skoðanir“. „Ég hef ekki orðið var við mikla óánægju í mínu félagi,“ segir hann og segir spurður um eigin afstöðu að hann sjái ekki að það sé „einhver dóms- dagur að færast yfir“. „Mjög tvístígandi“ „Ég er bara mjög tvístígandi í þessu,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, formaður fulltrúaráðs Fjallabyggð- ar, spurð um afstöðu hennar til orkupakkamálsins. Segir hún að ýmsar skoðanir hafi verið uppi og segir spurð um ofannefnda at- kvæðagreiðslu: „Þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart. Fólk er margt mjög heitt á móti þessu og þá reynir það eðlilega að stoppa þetta.“ „Kannski meira sáttir en ósáttir finnst mér,“ segir Jón Daníel Jóns- son, formaður Sjálfstæðisfélags Skagafjarðar, spurður um afstöðu félagsmanna hans til orkupakka- málsins og segir um eigið álit: „Mér finnst þetta bara allt í lagi.“ Í Vestmannaeyjum hafa menn svipaða sögu að segja. Páll Marvin Jónsson, formaður sjálfstæðis- félagsins þar, segir: „Menn hafa verið svolítið á báðum áttum.“ Segir hann sjálfsagt að leyfa flokks- mönnum að kjósa um málið innan flokksins, „því það eru klárlega skiptar skoðanir“. „Ég skynja að fleiri en færri séu jákvæðir,“ segir Sigurgeir Hös- kuldsson, formaður Sjálfstæð- isfélags Húsavíkur, sem segir orku- pakkamálið „alls ekki“ hafa verið hitamál þar nyrðra. „Þarf ekki alltaf að vera sammála“  „Skiptar skoðanir“ er viðkvæðið þegar spurt er um afstöðu til orkupakkans Morgunblaðið/Hjörtur J. Guðmundsson Fundur Formenn þingflokka í gærmorgun. Þar var sett sú áætlun að þingsályktunartillaga um samþykkt orku- pakkans yrði afgreidd fyrir lok mánaðarins. Nokkur ólga hefur verið í Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Yfirskattanefnd hefur fallist á rök húseiganda sem óskaði eftir lækkun fasteignagjalda vegna tjóns af völd- um veggjatítlu. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umræddri beiðni. Kærandi krafðist þess að henni yrði veitt ívilnun vegna tjóns af völd- um rakaskemmda og veggjatítlu í fasteign sem hún keypti árið 2012. Skemmdirnar komu í ljós árið 2017. Yfirskattanefnd féllst ekki á að skemmdir á fasteigninni af völdum raka, sem raktar voru til mislukk- aðra framkvæmda, gætu talist til eignatjóns. Hins vegar var fallist á að virða bæri tjón kæranda vegna skemmda af völdum veggjatítlu „sem óvenjulegar skemmdir fjár- muna sem talist gætu til eignatjóns“. Var til þess tekið að skemmdir á inn- viðum fasteigna af völdum veggja- títlu gætu myndast án þess að um- merki þeirra kæmu fram fyrr en löngu síðar. Fagaðilar hefðu metið aðstæður svo að veggjatítlan hefði hafst við í húsnæðinu jafnvel um ára- tugaskeið. Í kæru húseigendans kemur fram að kaupverð fasteignarinnar hafi verið 34 milljónir króna en fasteigna- mat hafi verið lækkað um ríflega 25 milljónir króna í rétt rúmlega fimm milljónir króna. Eignin sé nú skráð sem íbúðarhúslóð en ekki einbýlis- hús þar eð húsið sé ónýtt og hafi ver- ið afskrifað sem slíkt. Kærandi höfð- aði mál gegn seljendum hússins en því máli lauk með 500.000 króna rétt- arsátt. Yfirskattanefnd felldi úrskurð rík- isskattstjóra úr gildi og fól honum málið til meðferðar á ný og upp- kvaðningar nýs kæruúrskurðar. Málskostnaður að upphæð 90 þús- und krónur skal greiddur úr ríkis- sjóði. hdm@mbl.is Gjöld lækkuð vegna veggjatítlu  Yfirskattanefnd sneri við úrskurði Morgunblaðið/Eggert Viðhald Veggjatítla kom í ljós við framkvæmdir. Myndin er úr safni. Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum hefur verið tryggð til 31. október, þegar þjónustusamningar dýra- lækna í dreifðum byggðum landsins renna út. Sigríður Inga Sigurjóns- dóttir, dýralæknir á Ísafirði, hefur dregið uppsögn sína til baka og mun gegna starfinu þar til þjón- ustusamningurinn rennur út, sam- kvæmt frétt frá Matvælastofnun. Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um þjón- ustu þessara dýralækna og vakt- þjónustu dýralækna. MAST hefur auglýst þjónustusamninga dýra- lækna lausa til umsóknar. Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði þau hafa lagt tillögur að breytingum á vinnuumhverfi dýralækna í dreifð- um byggðum fyrir landbúnaðar- ráðherra í júlí. Hún sagði mikil- vægt að tveir eða fleiri dýralæknar gætu starfað saman í dreifbýlinu vegna afleysinga og erfiðra verk- efna sem gætu komið upp. Char- lotta sagði að dýralæknar hefðu áhuga á breyttu kerfi. Stefnt er að því að starfshópurinn skili af sér í október. gudni@mbl.is Nefnd um dýra- lækna í dreifbýli Dýralæknir Charlotta Oddsdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. Í samtali við Morgunblaðið segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, að ef forysta Sjálfstæðisflokksins myndi ákveða að skeyta ekki um niðurstöðu atkvæðagreiðslu innan flokksins um orku- pakkamálið væri líklegt að það yrði „einhver kurr“. Eins og greint var frá á mbl.is um helgina sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að atkvæða- greiðsla sem nú væri verið að safna undirskriftum fyrir yrði einungis ráðgefandi. „Þetta er náttúrlega leið sem er viðurkennd í skipulagi flokksins en það getur vel verið að forystan mæti það þannig að hún vildi bara halda sínu striki. Hún segist hafa farið mjög vel yfir þetta og ætli ekki að breyta neinu þar um. Það er ein leið í þessu,“ segir Grétar og bætir við: „En ef þau fara þá leiðina þá mun það ekki verða síð- asta orðið um það innan flokksins, hverjar svo sem afleiðingarnar verða.“ UNDIRSKRIFTASÖFNUN FYRIR ATKVÆÐAGREIÐSLU Grétar Þór Eyþórsson Myndi ekki vera „síðasta orðið“ Aðstæður í Jökulsárhlaupinu sl. helgi voru afar erfiðar, kalt og blautar hlaupaleiðir. Fyrir vikið voru tímamörk rýmkuð um tuttugu mínútur. Af þeim 440 manns sem í upphafi voru skráðir voru um 100 sem mættu ekki til þátttöku. Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hlaupsins, segir þetta í fyrsta sinn sem svo leiðinlegt veður hittir á Jökulsárhlaup. „Það var norðan- slagveður sem gerði alla vinnuna í kringum þetta dálítið erfiðari, en hlaupið gekk ótrúlega vel upp“. Um hundrað manns hættu við þátttöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.