Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 14

Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau óvæntutíðindi urðuum helgina, að Mauricio Macri, forseti Argentínu, laut í lægra haldi fyrir Alberto Fernández í sér- stökum forkosningum, en kosið verður um bæði forseta og þing í október næstkomandi. Forkosn- ingunum er ætlað að skera niður fjölda frambjóðenda til embætt- isins, en þar sem allir kosn- ingabærir menn eru skyldaðir til þátttöku þykja þær einnig gefa sterka vísbendingu um hvert stefnir í kosningunum sjálfum. Hin óvæntu úrslit hafa eink- um verið skýrð með því að hinn almenni Argentínubúi sé orðinn þreyttur á aðhaldsaðgerðum sem ríkisstjórn Macris hefur ráðist í, en efnahagur landsins hefur ekki beinlínis staðið styrk- um fótum á undanförnum árum. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðirnar, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur kallað eftir, er landið enn fast á samdráttarskeiði, og gjaldmiðillinn hefur gefið eftir gagnvart bandaríkjadal á árinu vegna mikillar verðbólgu. Engu að síður hafa fjárfestar í Argentínu talið Macri vænlegri kost til að rétta skútuna af en Fernández, sem er Peronisti og sat í ríkisstjórnum þeirra Ne- stors Kirchners heitins og síðar eiginkonu hans, Christinu Fern- ández de Kirchner, sem býður sig nú fram sem varaforsetaefni Fernández. Ríkisstjórnar henn- ar er einkum minnst fyrir stór- tæk og misheppnuð inngrip ríkis- valdsins inn í efna- hagslíf þjóðarinnar og urðu úrslit helg- arinnar til þess að koma af stað miklu áhlaupi á hlutabréfa- og gjaldeyrismark- aði Argentínu, og þar með var ýtt enn undir hið alvarlega efna- hagsástand sem landið glímir við. Þá hefur staðan vakið ótta um að landið muni ekki geta staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum. Enn er langt til forsetakosn- inganna sjálfra, en bilið milli þeirra Macris og Fernández var um 15 prósentustig. Þá hlaut Fernández rúm 47% atkvæða, sem myndu duga honum til þess að vinna embættið án þess að kjósa þyrfti í seinni umferðinni. Macri hefur því verk að vinna til þess að snúa löku gengi sínu við, og hefur því jafnvel verið velt upp að hann muni leita til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um leyfi til að létta á aðhaldsgerðunum. Hvort það dugi til er alls óvíst, en takist honum að tryggja sér endurkjör gæti vel verið að efna- hagurinn hafi hlaupið endanlega frá honum. Hvað Fernández snertir er hann nú undir þrýstingi að út- skýra frekar tillögur sínar í efnahagsmálum, í þeirri von að hann geti róað fjárfesta. Dugi það ekki til gæti hann sömuleiðis hafa unnið Pyrrhosarsigur þeg- ar atkvæðin verða talin í októ- ber. Óvænt úrslit í forkosningum skekja Argentínu} Pyrrhosarsigur í vændum? Það hefur vakiðundrun, svo ekki sé meira sagt, að forysta Sjálf- stæðisflokksins gefur til kynna að hún muni hunsa beiðni flokksfólks- ins um endur- skoðun á stórfelldri eftirgjöf fullveldis þjóðarinnar með gjörningnum sem kallaður er Orkupakki 3. Formaður flokks- ins sagði við þjóðina úr ræðu- stól Alþingis að orkupakkaað- gerðin væri óskiljanleg! Beiðni flokksfólksins, sem á að hunsa, er með hliðsjón af þröngri reglu sem núverandi forysta hafði frumkvæði að 2011. Ef þúsundir flokksbund- inna óska eftir því að ákvörðun sem gengur gegn opinberum yfirlýsingum formannsins og ákvörðunum Landsfundar sé endurmetin er sjálfsagt að verða við því, hvað sem nýrri reglu líður. ESB blindingjar í Íhaldsflokknum breska full- yrtu að þjóðin sæi eftir ákvörð- uninni í þjóðaratkvæði. Ekkert bendir til þess. Jón Magnússon lög- maður og fyrrver- andi alþingismaður flokksins segir: Í nýrri skoð- anakönnun, sem gerð var fyrir stór- blaðið „The Daily Telegraph“ kemur fram, að 54% kjósenda í Bretlandi styðja áform forsætisráðherra landsins um útgöngu Breta úr ESB án samnings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyrir að þingmenn stoppi útgöngu Breta úr því. Í þessari sömu skoðanakönnun kom einnig fram, að níu af hverjum 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sambandi við al- menning í landinu og 89% telja að flestir þingmenn virði ekki óskir kjósenda sinna en fari sínu fram í Brexit málum. Það er skaðlegt þegar full- trúalýðræðið er komið á það stig, að meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna.“ Í Bretlandi hafði myndast gjá á milli forystu Íhalds- flokksins og kjósenda hans.} Gjá á milli flokks og forystu N ú þegar hillir undir lokaátök um 3ja Orkupakkann grípa meðmælendur hans til þekktra vopna í baráttu sinni fyrir erlenda hags- muni. Nú sem fyrr er klifað á því sem gert var eða ekki gert fyrir 6 árum eins og það skipti sköpum um ákvarðanir dagsins í dag. Enn sem fyrr er hræðslu- áróðurinn dreginn fram um að EES samn- ingurinn sé fyrir bí verði OP 3 hafnað. Hvort tveggja er alrangt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru í keppni um hver þeirra getur niðurlægt grasrót sína mest. Sjálfstæðismenn eru boðaðir til fundar til þess eins að formaður flokksins geti sagt þeim að þeim komi þetta mál ekkert við og að undirskriftir þeirra, þúsundir, skipti ekki máli. Þingflokkurinn sé með málið. Bætt er um betur og sagt að þingflokkurinn geti ekki sveiflast eftir óánægjuröddum í flokknum enda er „alltaf þægilegast að vera svoleiðis stjórnmálamaður að hlusta bara á sjálfan sig og taka tillit til eigin sam- visku í þessu málum“. (SÁA) Engum sögum fer af því í hvers umboði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins situr. Það mun samt á endanum koma í ljós. Ritari flokksins lætur ekki sitt eftir liggja og afneitar öll- um varnaðarorðum sem fram hafa komið af höndum færustu lögspekinga um áður óþekkt valdaafsal, um að stjórnarskráin sé þanin til hins ýtrasta og að s.k. lagalegir fyrirvarar séu ekki pappírsins virði. Enda „er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við það hefur sprottið upp og stórar full- yrðingar sett-ar fram um meintar skelfi- legar afleiðingar þess.“ (ÁAS) Utanrík- isráðherrann og „wannabe“ formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þó kannski komið sterkastur inn með stærstu frétt- irnar. Hér á Íslandi eiga að hafa verið flokkar norskra flugumanna (m.a. úr norska Miðflokknum) til að stunda hér undirróður. „Við Íslendingar eigum sjálf- ir að ráða okkar málum“ segir utanrík- isráðherrann „og þess vegna skulum við samþykkja OP3 frá Brüssel.“ RUV kran- inn lekur þessu gagnrýnislaust en með athyglisverðum myndskreytingum. Norskir stjórnmálamenn og samtök hafa rekið mál vegna hluta innleiðingar OP3 í Noregi. Það verður tekið fyrir eftir nokkrar vikur fyrir stjórnlagadómstóli í Noregi en hví getum við ekki beðið niðurstöðu hans áður en við undirgöngumst OP3? Hví getum við ekki staldr- að við og gaumgæft þau málaferli vegna meintrar rangrar innleiðingar sem í gangi eru? Við gætum örugglega margt lært af þeirri lesningu en í staðinn gengur ríkisstjórnin ákveðin í spori að bjargbrún- inni og mun ekki láta þar staðar numið. Lokaspurn- ingunum er þó enn ósvarað! Hví liggur svo á að inn- leiða OP3? Hverra hagsmunir kalla á innleiðingu pakkans? Þorsteinn Sæmundsson Pistill Hroki og hleypidómar Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. thorsteinns@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Þjónustan sem Trappa ráð-gjöf á Akureyri veitir erfyrst og fremst sér-fræðiþjónusta til starfs- fólks, kennara, skólastjóra og sveit- arstjórnarmanna. Við sinnum einnig fjarkennslu fyrir sjötta til tí- unda bekk og í Reykjavík sinnir Trappa talþjálfun í fjarþjónustu,“ segir Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu ráð- gjafar, en 15 manns starfa undir merkjum fyrirtækisins. Tinna Sigurðardóttir, tal- meinafræðingur og framkvæmda- stjóri Tröppu í Reykjavík segir fyrirtækið stofnað 2014. „Við byrjuðum með einn tal- meinafræðing en nú eru þeir fimm. Skjólstæðingum okkar sem skiptast jafnt milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hefur fjölgað um 76% frá stofnun Tröppu og nú þjónustum við 10% af markaðnum,“ segir Tinna sem bætir við fjarþjón- usta frá sérfræðingum fari fram í gegnum Köru connect sem er fjar- fundarbúnaður fyrir sérfræðinga vottaður af landlækni. Tinna segir að skortur á tal- meinafræðingum og flókið samspil greiðsluþátttöku ríkisins og sveit- arfélaga hafi komið í veg fyrir ásættanlega þjónustu sérstaklega í dreifðari byggðum. Nú sé hins veg- ar talmeinafræðingum að fjölga eft- ir að námið hófst hér á landi. Tinna segir Tröppu einblína fyrst og fremst á að veita hjálp sem allra fyrst í stað þess að horfa á biðlista. „Á síðasta ári var þjónusta tal- meinafræðinga, námsráðgjafa og atferlisráðgjafa að meðaltali 266 tímar á mánuði hjá Tröppu. Tinna segir að í þjónustu- könnunum sem sé hluti af gæða- mati hafi komið fram að 84% þjón- ustuþega Tröppu telji sig læra aðferðir sem þeir geti nýtt í starfi, 72% hafi nýtt efni sem þeim hefur verið bent á. 94% telji gott eða mjög gott að eiga samskipti við sérfræðing og 100% vilji halda þjónustunni áfram. Tinna segir tíðni afboðana í fjarþjónustu á einkareknum stofum vera almennt 25% en hjá Köru sé hún 6%. Bæta þarf almenna kennslu „Við sjáum um fjarkennslu í sjötta til tíunda bekk í þremur fá- mennum skólum. Öll kennsla fer fram í gegnum vefinn. Kennarinn er aldrei á staðnum en hittir nem- endur einu sinni til tvisvar á ári,“ segir Kristrún og bætir við að Trappa ráðgjöf hafi þróað starfs- hætti í kennslu sem geri nem- endum kleift að stunda fjarnám án aðstoðar á staðnum. Kristrún segir Tröppu ráðgjöf leggja áhersluna á að styðja og fræða þá sem koma að kennslu og einblína á að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nem- enda á öllum skólastigum. 15 sveit- arfélög nýta sér nú þjónustu Tröppu á öllum skólastigum. Krist- rún segir að fram komi í skýrslunni „Menntun fyrir alla á Íslandi“ að meirihluti fjármagns fari í sér- kennslu í stað þess að styðja þá sem koma að kennslunni í því skyni að auka gæði kennslunnar. Sér- kennslu þurfi að minnka og al- menna kennslu þurfi að bæta. Kristrún telur að foreldrar eiga að fá að taka markvissari þátt í skóla- starfi. Að mati Kristrúnar þarf nám að breytast frá því að fara fram eingöngu í gegnum skólabæk- ur í ljósi þess að í dag geti nem- endur náð sér í fræðslu alls staðar. Styðja og fræða þá sem koma að kennslu Sérfræðingar Tinna Sigurðardóttir og Kristrún Lind Birgisdóttir, fram- kvæmdastjórar Tröppu, sinna bæði fjarþjálfum og sérfræðiþjónustu. „Við eigum að breyta starfs- háttum úr eyðufyllingum og kaflaskilum yfir í skapandi starfshætti. Það þýðir að kennsla á að byggjast á því sem nemandinn kann, getur og hefur áhuga á. Við þurfum að koma okkur inn í starfshætti nútímans og nota öll tæki og tól til að byggja upp einstaklingsmiðaðra nám þar sem horft er á vöxt hvers barns frekar en að bera þau saman,“ segir Kristrún Lind Birgisdóttir, sem bendir á að við- miðun í námi ætti að vera líkari vaxtarkúrfu ungbarna þar sem eðlilegt þyki að börn geti bæði verið yfir henni eða undir, en það eina sem skipti máli sé hvort vaxtarlína barnsins sé samfelld og ef ekki þá sé gripið til að- gerða. Kristrún segir að sömu viðmið eigi að vera í skólastarfi. Nám eigi að vera náttúrulegt og skemmtilegt samstarfsverkefni þar sem barnið þekki markmið sín og kennarinn leiðbeini. Náttúrulegt og skemmtilegt NÝIR KENNSLUHÆTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.