Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 27
lýsti stjórnunarstíl hennar. Stefna Breiðagerðisskóla um ár- ganginn sem eina heild og aukin tækifæri nemenda til að kynnast öðrum nemendum árgangsins spruttu upp úr slíku grasrótar- starfi. Stundum fylgdu þessum breytingum einhver átök eins og gengur en jákvæðni og glaðværð Guðbjargar gerðu hlutina auð- veldari. Guðbjörg sýndi starfsfólki skólans alltaf velvilja og áhuga. Ef eitthvað bjátaði á var hægt að leita til hennar og gerði hún það sem í hennar valdi stóð til að leysa úr málum, hvort sem það tengdist vinnunni eða einka- málum fólks. Við getum með sanni sagt að óhefðbundnari skólastjóra en Guðbjörgu var ekki að finna. Við erum ríkari að hafa átt hana sem vin og sam- starfsmann. Guðbjörg lét af störfum langt fyrir aldur fram sökum þeirra veikinda sem leiddu til andláts hennar. Fyrir hönd samstarfsfólks Guðbjargar í Breiðagerðisskóla vottum við Einari, Þóru Karítas og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð. Blessuð sé minning Guðbjarg- ar Þórisdóttur. Guðrún Ingimundardóttir og Guðlaug Ólafsdóttir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Það var gott og lærdómsríkt að starfa með Guðbjörgu Þóris- dóttur og fyrir þann tíma er ég þakklát. Ég votta börnum hennar og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Systkinum hennar votta ég einnig samúð. Steinunn Þórhallsdóttir. Guðbjörg Þórisdóttir var að öðrum ólöstuðum besti kennari sem ég hef haft. Fyrir ríflega þrjátíu árum sat ég íslenskutíma hjá henni, þá ríflega þrítugri. Minnist ég þess ávallt hve áköf og lífleg hún var við kennsluna. Einkum var Guðbjörg uppnumin og innblásin þegar hún fjallaði um þá góðu bók, Sjálfstætt fólk. Það var fölskvalausri og smitandi ástríðu hennar að þakka að ég meðtók innihaldið og skynjaði fegurðina, óharðnaður og lítt les- inn unglingurinn, þá harla áhugalaus um annað en íþróttir, rokkmúsík og Pac-Man. Þessi stutta grein er sumpart endursögn úr tölvupósti sem ég sendi Guðbjörgu fyrir nokkrum árum, þegar ég stóð í því að koma syni mínum í skilning um snilld sömu bókar. Rifjuðust þá upp kennslustundirnar með henni og fann ég mig knúinn til að senda þakkarlínu, þótt við hefðum haft lítil sem engin sam- skipti frá því að leiðir skildu í Kvennó á sínum tíma. Gladdi pósturinn hana mjög. Eftir að ég fregnaði af andláti Guðbjargar leiddi ég hugann að því að slíkar þakkar- eða hvatn- ingarlínur ætti maður að senda oftar til þeirra sem veitt hafa manni innblástur með einum eða öðrum hætti, jafnvel fólki sem maður þekkir ekki beinlínis. Stefna með öðrum orðum að því að kvarta minna og kveina, en vera duglegri við að þakka og hrósa, ekki síst þeim sem leggja fyrir sig kennslu- og stuðnings- störf af ýmsu tagi. Aðstandendum Guðbjargar færi ég hugheila samúðarkveðju. Stefán Hilmarsson tónlistarmaður. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 ✝ Guðjón Þor-kelsson fædd- ist í Reykjavík 2. október 1945. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 23. júní 2019. Foreldrar hans voru þau Ósk Guð- mundsdóttir, f. 16.11. 1916, d. 13.12. 1995, og Þorkell Guð- jónsson, f. 1.10. 1913, d. 29.1. 1970. Guðjón átti eina systur, Ásthildi Kristínu, f. 5.12. 1943. Guðjón giftist hinn 1.10. 1966 Ingibjörgu Sívertsen 1971, maki hans er Gígja Gunnarsdóttir, f. 26.11. 1973, börn þeirra eru Guðjón, f. 30.11. 2011, og Sól, f. 24.10. 2013. 3) Elísabet Ósk, f. 24.5. 1983, maki hennar er Ingi- mundur Sverrir Sigfússon, f. 5.11. 1981, dætur hans eru Kristjana Guðrún, f. 8.8. 2007, og Rannveig Freyja, f. 23.3. 2011. Guðjón ólst upp á Skóla- vörðuholtinu, n.t.t. Frakkastíg 24, en bjó lengst af í Þúfuseli 1. Guðjón stundaði nám í Austur- bæjarskóla og starfaði hjá Guðmundi Jónssyni hf. og síð- ar Vélum og verkfærum hf. Guðjón gerðist frímúrari í október 1982. Útför Guðjóns hefur farið fram í kyrrþey. Jónsdóttur, f. 5.2. 1947 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón Svein- björnsson, f. 16.4. 1922, d. 31.8. 2014, og Margrét Sívertsen, f. 18.8. 1923, d. 2.4. 1999. Börn Guðjóns og Ingibjargar eru: 1) Margrét Ósk, f. 1.10. 1967. Maki hennar er Sigurður Ben Guðmundsson, f. 22.3. 1962, synir þeirra eru Guðjón Ingi, f. 28.2. 1991, og Bjarki Rúnar, f. 2.7. 1997. 2) Þorkell, f. 11.12. Það er svo þungt að missa, tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt, angist fyllir hugann, örvæntingin og umkomuleysið er algjört, tómarúmið hellist yfir, tilgangsleysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er svo gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. Gráttu: „Því að sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ Sælir eru þeir sem eiga von á Kristi í hjarta því að þeir munu lífið erfa, og eignast framtíð bjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíldu í friði, þín Ingibjörg (Inga). Elsku pabbi minn. Það var svo sárt að horfa á þig svona veikan en ég trúi því að þú sért kominn á betri stað. Ég ætla að skilja hérna eftir ljóðið sem þú kenndir mér og við sungum saman þegar ég var lít- il. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaði síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk – þú ert óskin mín. (Þórarinn Guðmundsson/Gestur) Elísabet Ósk. Elsku pabbi minn. Það er sárt að kveðja þrátt fyrir að í nokk- urn tíma hafi legið fyrir í hvað stefndi. Þú sem ávallt varst svo hraustur og heilbrigður, mynd- arlegur, heiðarlegur og dugleg- ur fékkst grimman sjúkdóm í heimsókn rétt undir starfslokin sem á endanum lagði þig að velli. Eins vægðarlaus og sjúk- dómurinn var þá man ég ekki eftir að hafa heyrt þig kvarta. Þess í stað spurðir þú ávallt um þína nánustu, fyrst um mömmu og síðan var gengið á línuna. Minningarnar eru margar og ljúfar. Margar þeirra tengjast húsinu sem þið mamma byggðuð af svo miklum myndarskap á tímum sem það hefur örugglega ekki verið auðvelt. Húsinu þar sem börnin þín fengu stærri herbergi með hækkandi aldri og á endanum séríbúð þar sem við systkinin gátum öll byrjað okk- ar búskap. Nú hafa börnin mín sitt eigið herbergi í húsinu ykk- ar – það sama og ég fékk fyrst til umráða forðum. Þú hefur ávallt staðið með mér og stutt mig í því sem ég hef verið að gera. Þú kenndir mér mikilvægi iðjuseminnar og svo ótal margt fleira. Ég er þakklátur fyrir fjölmargar ferð- ir á listmunauppboð í Súlnasaln- um og ferðir í Gallerí Borg áður til þess að skoða það sem átti að bjóða upp, ferðir í Listasafn Einars Jónssonar, Ásmundar- salinn og Listasafn Íslands svo eitthvað sé nefnt. Þið mamma gáfuð mér fyrsta listaverkið og með þér keypti ég mér fyrsta verkið á uppboði. Þú varst líka duglegur að kynna mig fyrir annars konar forvitnilegri hönn- un, m.a. með ferðum í Sölu varn- arliðseigna, til Valda koppasala og á fleiri áhugaverða staði. Fyrir þína tilstuðlan gekk ég í frímúrarana en ég hafði alltaf verið forvitinn um þennan fé- lagsskap sem þú sóttir frá því ég var 11 ára en máttir lítið segja mér um. Ég held vinnunni áfram þar ásamt bræðum þínum og vinum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst uppeldisheimili þínu á Skólavörðuholtinu þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu eða ég í pössun á meðan þið mamma voruð að klára vinnudaginn. Vegna þín hef ég ávallt haft sterka tengingu við miðborgina, fyrst með eigin búsetu í henni og hin síðari ár með heimilis- haldi í göngufæri við hana. Son- ur okkar Gígju og alnafni þinn fæddist í miðbænum eins og þú og var skírður eins og Sól systir hans í Hallgrímskirkju; kirkj- unni þinni. Þrátt fyrir ungan aldur þeirra systkina urðu kynni ykkar þannig að þín verður sárt sakn- að og ávallt minnst með hlýju og ást. Við Gígja munum hjálpa þeim að minnast þín, m.a. með gönguferðum í miðbæinn, upp á Skólavörðuholtið, framhjá Frakkastíg 24, líta inn í Hall- grímskirkju og benda þeim á orgelið sem þú áttir þinn þátt í að varð að veruleika. Takk fyrir allt. Þorkell. Elsku pabbi. Þú hefur nú kvatt þennan heim. Það hefur verið erfitt að horfa upp á þig missa heilsuna síðustu ár og verða öðrum háður. Þú varst mikill dugnaðarfork- ur í því sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var að byggja sumarbústað eða húsið ykkar í Þúfuseli. Þegar þú fórst út að vinna í lóðinni dugði ekki bara að taka til hendinni í lóð og garði heldur hættir þú ekki fyrr en þú varst búinn að þvo bílinn, gluggana, tröppurnar, sópa stéttina meðfram húsinu vel út í götuna og hana jafnvel að hluta til líka. Þú varst svo hugulsamur um líðan annarra og vildir allt fyrir þína gera. Þú sóttir um og fékkst lóð í Hafnarfirði svo börnin þín gætu byggt sér hús. Þú varst alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd og gauka að okkur ein- um og einum innkaupapoka. Þú varst myndarlegur og ávallt unglegur. Ég minnist þess þegar við fórum saman í bank- ann þar sem ég ætlaði að taka út pening en starfsmaðurinn mein- aði mér úttektina þar sem hann taldi þig vera kærastann minn sem væri að plata mig til að taka út reiðufé til eigin nota. Þá var ég 16 ára og þú 38. Ég á eftir að sakna þess að fá hringingu frá þér þar sem þú spyrð mig um það hvernig drengirnir mínir hafi það. Þú varst oftar en ekki maður fárra orða en þegar þú talaðir komu skemmtileg gullkorn frá þér sem við gátum hlegið að og gert grín að okkur sjálfum í okk- ar seinheppni. Þú hefur lent í áföllum á lífs- leiðinni en það fór ekki mikið fyrir því að þú kvartaðir, þú hafðir alltaf meiri áhyggjur af öðrum. Þú varst frímúrari og varst duglegur í snóker- og taflklúbb- unum þínum með fjölmörgum félögum þínum sem þú eignaðist á lífsleiðinni. Takk fyrir allt elsku pabbi. Góða ferð. Þín pabbastelpa, Margrét Ósk. Guðjón Þorkelsson, góður vinur minn til margra ára, er látinn aðeins 73 ára, en við höfð- um þekkst frá 12 ára aldri og verið góðir félagar síðan. Guðjón var duglegur og bar hann út blöð og seldi Þjóðviljann og Vísi þegar hann var yngri. Guðjón bjó á Frakkastíg en ég á Kárastíg svo að stutt var á milli og margt var brallað á þeim tíma. Við fórum oft í bíó. Ferða- lögin voru mörg með rútu bæði á Þingvelli og í Þórsmörk. Fórum einnig í Þórsmörk með Litla ferðaklúbbnum sem Hilmar frændi Guðjóns rak. Guðjón byrjaði 14 ára gamall að vinna hjá Vélum og verkfærum (Guð- mundi Jónssyni) þar sem hann vann sem sendill og síðan sem skrifstofumaður í 46 ár. Einni ferð gleymi ég ekki sem við Guð- jón fórum í ásamt Elíasi Ein- arssyni (Ella) upp í Borgarfjörð á gömlum ryðguðum Rambler- bíl sem pabbi Ella átti. Daginn eftir spurði pabbi Ella Guðjón og mig hvort við hefðum verið með Ella að rúnta í bænum og svöruðum við því játandi. Þá var spurt hvernig stæði á því að bíll- inn væri svona rykugur að inn- an, það vissum við ekki. Þegar við urðum 17 ára feng- um við bílprófið og þá breyttist margt. Við Guðjón fórum í nokkrar sumarferðir ásamt stórum hópi af vinum okkar, þeim Magnúsi, Þóri, Sigurjóni, Bebba, Arnóri, Gylfa, Ævari, Erni og nokkrum til viðbótar, á fjórum bílum. Það var farið í Þjórsárdalinn í þá frægu ferð. Í einni ferðinni gistum við í tjaldi við Hvítárvallaskála og fórum í sund í Andakíl þar sem Magnús fór í laugina í öllum fötunum en tapaði veskinu sem fannst svo. Peningarnir hans voru settir á gaddavírsgirðingu til þerris við þjóðveginn og gleymdust þar til morguns. Svo var haldið á Siglu- fjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og á Atlavíkurmótið, þar var mikið fjör. Árið á eftir bættum við Raufarhöfn við. Ein af góðum ferðum okkar Guðjóns var í tjaldútilegu í Bjarkarlundi, alls tíu vinir og nokkrar kærustur. Þar vorum við klæddir í hvítar skyrtur með svört mjó bindi og á ég skemmtilegar myndir og minningar úr þeirri ferð. Við fórum á mörg sveitaböll, þar á meðal Hlégarð, Hellu, Hvols- völl, Þjórsárver, Ölver og ekki má gleyma Stapanum í Keflavík. Margar ferðir var farið í biljard á kvöldin á Klapparstíg, Vitastíg og í Fenin. Guðjón tefldi mikið og var góður skákmaður, þar sem hann vann mig oftast. Það var margt sem breyttist eftir að við fórum að búa en fjöl- skyldur okkar hafa alltaf haldið góðu sambandi, konur okkar vinkonur og elstu dætur okkar eru einnig vinkonur. Þegar við fórum að eldast hittumst við þrisvar í útlöndum en fórum einnig saman í margar ferðir innanlands. Við vinirnir fórum oft í biljard meðan heilsa Guð- jóns leyfði. Margar ferðir fórum við út að borða og minnisstæðar eru skötuveislur á Þorláks- messu á Þremur frökkum hjá Úlfari. Hvíl í friði, kæri vinur. Við vottum Ingibjörgu, börn- um og fjölskyldu ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Ingvar Kristófersson og Ósk Davíðsdóttir. Guðjón Þorkelsson ✝ Guðbjörg Ás-geirsdóttir fæddist á Ísafirði 12. júní 1950. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 26. júlí 2019. Foreldrar Guð- bjargar voru Sig- ríður Brynjólfs- dóttir, f. 29. maí 1931, d. 21. maí 2009, og Ásgeir Guðbjartsson, f. 31. júlí 1928, d. 22. febrúar 2017. Systkini Guðbjargar eru 1) Guðbjartur, m. Ragnheiður Hákonardóttir, 2) Kristín Hjör- dís, m. Flosi Kristjánsson, og 3) Jónína Brynja, m. Flosi Valgeir Jakobsson. Guðbjörg giftist Páli Mar- íssyni, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Ásgeir Guðbjartur Páls- son, f. 1968, m. Gyða Hrönn Ás- geirsdóttir, f. 1973, eiga þau Ásgeir Pál, f. 1997, og Guðrúnu Björgu, f. 2006, og með Fjólu Hall- dóru Jónsdóttur á hann soninn Stein- ar Hermann Ás- geirsson, f. 1985. Dóttir Steinars og Louisu Christinu Á Kósini er Rakel Sara Stein- arsdóttir, f. 2009. 2) Siggi, andvana f. 1968, og 3) Guðrún Guðbjargardóttir, f. 1969. Guðbjörg var fædd og uppal- in á Ísafirði og bjó þar nánast alla ævi. Hún vann í Íshúsfélagi Ísfirðinga í mörg ár, byrjaði þar sem verkakona en var verkstjóri lengi vel. Einnig vann hún sem stuðningsfulltrúi fatlaðra hjá Ísafjarðarbæ. Útför Guðbjargar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Fyrir hátt í 30 árum kynntist ég eiginmanni mínum og með hon- um græddi ég stórkostlega stór- fjölskyldu þar sem tengdamóðir mín var fremst í flokki. Ég var nú bara um 16 ára gömul þegar þetta var og varð Gugga mín fljótt mamma mín númer tvö, eins og ég kallaði hana mjög oft, og vernd- arengillinn okkar. Við áttum mjög sérstakt samband, samband sem var ekki bara tengdamóðir og tengdadóttir, heldur móðir og dóttir, bestu vinkonur. Á tæpum 30 árum hefur auðvit- að margt verið brallað. Þótt börn- in okkar væru bæði fædd um há- vetur lét hún sig aldrei vanta í barnaafmælin; alveg sama hvern- ig viðraði þá mætti mín mær. Man sérstaklega eftir einu skiptinu þegar hún kom, réttum mánuði fyrir jól, allt í snjó, miðstöðin í bílnum bilaði á miðri leið svo hún klæddi sig í kraftgallann sem var meðferðis og hélt áfram, varð m.a.s. að hafa smá opna rúðuna svo hún sæi út, hún kom í bæinn til okkar frosin og hlæjandi, alveg ótrúleg. Hún var æðisleg amma, hún dýrkaði barnabörnin sín þrjú. Ekkert símtal hjá okkur kláraðist án þess að hún fengi af þeim frétt- ir, bað fyrir kveðju og koss, ég endaði öll símtöl hjá okkur á því að kalla hér um „ammý bað að heilsa öllum“ og við Gugga töluðum yf- irleitt saman á hverjum degi. Þó svo að hún byggi langt í burtu heimsótti hún leikskólann hjá krökkunum, skólann, mætti á æf- ingar og allt sem hún gat gert, dekraði við þau eins og okkur öll. Hún var frábær amma. Þeir voru fáir dagarnir sem við Gugga töluðum ekki saman og gátum við hlegið mikið. Síðustu tvö árin voru henni erfið en loks- ins þegar átti að fara að njóta lífs- ins gaf heilsan sig, frá áramótum bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og voru þau símtölin oft á kvöldin „þegar þær voru búnar að ganga frá henni“, þetta sagði hún alltaf við mig því hún vissi að alltaf myndi ég hlæja og svo hló hún með. Mikið sakna ég símtala okkar, sem voru svo stór og góður hluti af mínum dög- um. Ekki átti ég von á því að ég myndi strax kveðja elsku Guggu mína, ég hélt að tíminn yrði lengri en hún reyndi oft að segja mér þetta, ég hlustaði ekki á það. Ég vildi óska að tíminn okkar hefði getað orðið lengri, hún barðist og reyndi en líkaminn vildi ekki gegna henni. Nú hefur hún fengið hvíldina, hún fylgir okkur öllum, passar upp á okkur. Alla daga mun ég hugsa til hennar, minningarnar ylja og hjálpa okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Guð blessi minningu tengda- móður minnar, Guggu Geira. Gyða Ásgeirsdóttir. Guðbjörg Ásgeirsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.