Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 4
Opnar augu fólks Í rúm tvö ár hefur Rauði kross Ís-lands starfrækt verkefni semgerir Íslendingum kleift að kynnast flóttafólki og aðstoða það með beinum hætti. Hægt er að sækja um að verða leiðsögumaður flótta- fólks og er þá viðkomandi paraður við flóttafólk; annaðhvort við fjölskyldu eða einstakling. Leið- sögumaðurinn skuldbindur sig til að hitta og hjálpa flóttafólk- inu sínu í eitt ár og er áætlað að fjórar til sex klukkustundir á mánuði fari í sjálfboðaliðastarfið. Markmið verkefnisins er að styðja hina ný- komnu til sjálfstæðis í nýju landi með því að gera þeim kleift að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Ís- landi. „Í byrjum sumars 2017 pöruðum við saman tíu pör en haustið 2017 bættum við um betur. Sumarið 2018 var komin eins árs reynsla á verk- efnið,“ segir Pimm Westra sem er ein tveggja verkefnastjóra verkefn- isins hjá Rauða krossinum. Hún seg- ir áhugann alltaf vera að aukast og sífellt fleiri velji að gerast leið- sögumenn flóttafólks. „Fleiri sjálfboðaliðar eru að skrá sig og það er greinilegt að þetta er að fréttast út á meðal flóttamanna. Þeir koma gjarnan hingað og biðja um íslenskan leiðsögumann því þeir vilja eignast vini og byggja upp ís- lenskt tengslanet,“ segir hún. Að treysta einhverjum „Það er mjög mikilvægt fyrir flótta- manninn að finna að hann hefur ein- hvern sem tengir hann við sam- félagið. Leiðsögumaðurinn er einhver sem þau geta treyst og leit- að til með spurningar sem kunna að vakna og oft myndast góður vin- skapur. Margir flóttamenn þekkja engan utan síns eigin hóps. Þetta er góð leið til að kynnast öðru fólki,“ segir hún. „Augljóslega reka flóttamenn sig á alls kyns flækjur varðandi prakt- ísk mál og getur þá leiðsögumað- urinn aðstoðað. Stundum er það eitt- hvað eins og að þýða bréf úr skóla barnanna eða hvernig á að fylla út skattaskýrsluna. En mikilvægastur er félagslegi þátturinn; að fólk teng- ist hvað öðru,“ segir Pimm og segir verkefnið komið til að vera. „Við erum alltaf að þjálfa nýja sjálf- boðaliða. Við fáum á milli 10 og 15 manns á tveggja mánaða fresti í þetta verkefni. Við bjóðum upp á tveggja kvölda námskeið og er næsta nám- skeið 20. og 21. ágúst og svo tökum við fólk í viðtöl og finnum einhvern sem passar við það. Stundum þarf flótta- fólk að bíða aðeins því við viljum vanda valið við að para fólk saman,“ segir Pimm. Auðgar lífið „Sjálfboðaliðarnir fá mikið út úr þessu. Oft tengjast fjölskyldur þeirra líka flóttafólkinu þar sem þeim er gjarnan boðið í fjöl- skylduboð hjá leiðsögumanninum. Við heyrum frá þeim að þetta auðg- ar þeirra líf líka. Þau læra margt um það hvernig það er í raun að vera flóttamaður á Íslandi og hvernig kerfið virkar fyrir fólk sem ekki tal- ar tungumálið. Þetta opnar augu fólks og staðalímynd flóttafólks hverfur þegar fólk kynnist þessu fólki af eigin raun. Það er oft allt öðruvísi en fólk gerði sér í hug- arlund. Þetta hjálpar mikið ef fólk hefur fordóma gagnvart flóttafólki því með þessu verkefni sér fólk hlut- ina frá öðru sjónarhorni,“ segir Pimm en nefnir að hún hafi alls ekki orðið vör við fordóma hjá þeim sem sækja um að komast í verkefnið. „Margir sjálfboðaliðar kynna börnin sín fyrir flóttafólkinu og eyk- ur það á víðsýni barnanna frá unga aldri,“ segir Pimm. hefur verið bæði skemmtilegt og fræðandi. „Það hefur gengið mjög vel og ef ég tala um seinni fjölskylduna þá held ég enn mjög góðu sambandi við hana þó svo að verkefninu sé lokið. Það hefur myndast góður vinskapur á milli okkar,“ segir Hulda. „Ég hef aðstoðað þau með ým- islegt; atvinnuleit, bílpróf og end- urnýjun á dvalarleyfi svo eitthvað sé nefnt. En svo höfum við líka farið á listasýningar, í grasagarðinn og í Perluna. En aðallega hef ég heim- sótt þau með mín börn en ég er ein- stæð móðir með tvö börn. Þau hafa verið með mér í þessu og hafa náð góðum tengslum við dæturnar í fjöl- skyldunni,“ segir Hulda. „Þetta hefur veitt mér ómælda gleði. Svo hef ég fengið sterkari inn- sýn í annan menningarheim og eign- ast nýja vini. Mér finnst líka að börn- in mín hafi haft óskaplega gott af þessu. Ég myndi hiklaust mæla með því að gerast leiðsögumaður flótta- fólks, þetta er algjörlega þess virði. Þetta krefst ekki mikils af þér og þú ert að láta gott af þér leiða en um leið að fá mikið út úr því. Ég hef í leiðinni öðlast betri skilning á íslensku sam- félagi og því flækjustigi sem þar er víða. Við sem ölumst upp með þessu áttum okkur ekki alltaf á því hversu flókin einföldustu mál geta orðið þegar þú þekkir ekki nógu vel til.“ Hulda Sólrún hefur haft mikla ánægju af því að kynnast og aðstoða Anifu og Ra- madan og þeirra börn í gegnum Leiðsögu- mannaverkefni Rauða krossins. Ljósmynd/Gabrielle Motola Rauði krossinn starfrækir verkefni sem parar sam- an flóttafólk við íslenska sjálfboðaliða. Í gegnum verkefnið nær flóttafólk að aðlagast betur íslensku samfélagi og eignast í leiðinni trausta íslenska vini. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Pimm Westra Ómæld ánægja Sálfræðingurinn Hulda Sólrún Guðmundsdóttir hefur verið leið- sögumaður flóttafólks frá upphafi verkefnisins og hefur því kynnst tveimur fjölskyldum og aðstoðað þær. Fyrri fjölskyldan er frá Afg- anistan og sú síðari frá Norður- Makedóníu. Hulda er afar ánægð að hafa tekið þátt í verkefninu sem Á þessum tveimur árum sem leiðsögumannaverk- efnið hefur verið starf- rækt hafa 112 „pör“ starfað saman á höfuðborgarsvæðinu. Í dag eru 47 „pör“ að hittast og telur það yfir hundrað manns. Fimmtíu Íslendingar eru nú leiðsögumenn flóttafólks en í sumum til- vikum hafa íslensk pör tekið að sér fjölskyldu eða einstakling. Af flóttafólki eru tutt- ugu fjölskyldur og 27 einstaklingar sem taka þátt í verkefninu af tuttugu þjóðernum en flestir eru frá Kúrdistan, Afganistan og Sýr- landi. Nýlega hóf Rauði krossinn að starfrækja sama verkefni á Suð- urnesjum. Til þess að gerast leiðsögumaður flóttafólks þarf fólk að uppfylla nokkur skilyrði; að tala íslensku og ensku, að vera orðin 24 ára eða eldri, að hafa 4-6 tíma aflögu á mánuði í heilt ár og að hafa áhuga á að kynnast fólki frá öðrum menningarheimum. Allar upplýsingar má finna á raudikrossinn.is. Frá tuttugu löndum Leiðsögumenn flóttafólks fá að kynnast flóttafólki sem hingað kemur. Ljósmynd/Gabrielle Motola HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.