Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Page 12
Þ
að er vel við hæfi að hittast á kaffi-
húsi í Þjóðminjasafninu því eftir
að hafa spjallað við kvikmynda-
gerðarmanninn Grím Hákonarson
er ljóst að gömul íslensk gildi hafa
tekið sér bólfestu í hans gömlu sál. Grímur fær
sér tebolla og segir blaðamanni frá æskunni
sem var full af sveitaævintýrum, uppreisn-
argjörnum og frjóum unglingsárunum og kvik-
myndagerðarlistinni sem fann hann fljótt á
lífsleiðinni.
Grímur virðist vera með báða fætur á
jörðinni og er ekki að missa sig yfir vel-
gengninni en eftir Hrúta hefur hann verið
beðinn um að leikstýra kvikmynd í Banda-
ríkjunum eftir hans eigin handriti. Þessa
dagana er honum efst í huga að kynna nýj-
ustu mynd sína, Héraðið, sem frumsýnd
verður í næstu viku. Síðar meir fer hún á
kvikmyndahátíðir og verður sýnd í þrjátíu
löndum en fyrst munu Íslendingar fá að
berja hana augum.
Lífið í sveitinni
Bæði Hrútar og Héraðið segja sögur úr ís-
lenskri sveit enda þekkir Grímur það umhverfi
vel úr æsku. Pólitíkin var aldrei langt undan í
sveitinni hans Gríms.
„Foreldrar mínir, Unnur Stefánsdóttir og
Hákon Sigurgrímsson, eru bæði úr sveit; úr
Flóanum. Ég er kominn af miklu framsókn-
arfólki; móðir mín var varaþingmaður og
gjaldkeri hjá Framsóknarflokknum og pabbi
var að vinna í landbúnaðarpólitíkinni alla ævi,“
segir Grímur og segist hafa notað þá innsýn í
landsbyggðarpólitíkina sem hann drakk í sig
með móðurmjólkinni í handritum Hrúta og
Héraðsins.
„Mamma var frá Vorsabæ og ég var þar
mikið í sveit hjá afa mínum Stefáni Jas-
onarsyni. Ég er alinn upp í Kópavogi en vann
mikið sem vinnumaður í sveitinni þannig að ég
hef alltaf haft áhuga á lífinu í sveitinni. Ég hef
haft hag af því að hafa þessa innsýn í sveita-
lífið,“ segir Grímur.
„Ég var í sveit í Vorsabæ öll sumur til sex-
tán ára aldurs en mamma sendi mig líka á ann-
an bæ til að koma mér út úr þægindaramm-
anum hjá afa,“ segir hann og segist hafa
gengið í flest sveitastörf.
„Ég byrjaði að keyra traktor átta ára gamall
en þá voru engar reglur um slíkt. Ég var að
reka kýr og kindur en ég fann það fljótt að ég
var ekki mjög verklaginn. Enda er ég kvik-
myndagerðarmaður í dag; ég fann það að ég
var dálítið utan við mig og ekki mikið bónda-
efni. En ég kynntist þessu samfélagi og kar-
akterum úr sveitinni en bræðurnir í Hrútum
eru einmitt byggðir á persónum þaðan. Þarna
var til að mynda einsetumaður á næsta bæ
sem eldaði alltaf kjötsúpu fyrir vikuna,“ segir
hann.
„Handritið af Hrútum er eiginlega sprott-
ið úr tveimur hugmyndum. Annars vegar
þessi bræðrasaga; um bræður sem ekki tal-
ast við í fjörutíu ár en það er sönn saga sem
pabbi sagði mér. Hins vegar er það sam-
bandið við sauðkindina; hvernig það er að
missa allar kindurnar sínar á einu bretti. Ég
þekki fólk í Flóanum sem lenti í því,“ segir
Grímur.
Pönkari með hanakamb
Við spólum aðeins til baka því blaðamaður vill
heyra meira af æskunni og unglingsárum
Gríms sem mótuðu hann sem persónu og kvik-
myndagerðarmann. Sveitin setti sitt mark á
unga manninn en það voru ekki síst unglings-
árin sem mótuðu skoðanir hans í pólitík. Hann
segist hafa breyst úr framsóknarmanni í sósí-
alista þegar hann hóf nám við Menntaskólann
við Hamrahlíð.
„Ég frelsaðist þegar ég fór í MH og fór að
lesa Marx. Ég man að arðránskenning Marx
kveikti í mér; hvernig kapítalistinn arðrænir
verkamanninn og var það mikil uppvakning.
Ég varð aktívisti og var í pönkhljómsveit og
samdi róttæka texta. Ég gekk um í leð-
urfrakka og var með hanakamb en hljóm-
sveitin endaði alveg eins og alvörupönk-
hljómsveit endar oft; með slagsmálum á
hljómsveitaræfingu,“ segir Grímur og brosir.
„Ég skrifaði greinar í skólablöð og var um
skeið ritstjóri blaðs sem hét Testamentið. Ég
var aktívisti til svona 25 ára aldurs og gekk í
Alþýðubandalagið,“ segir Grímur.
Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þá en öll
reynslan er í farteskinu.
„Í dag sé ég hlutina meira út frá sjónarhorni
kvikmyndagerðarmannsins og trúi ekki lengur
á byltinguna en hef áhuga á að fjalla um hana.
Ég hef mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og
það má segja að í öllum mínum myndum sé
samfélagslegur vinkill.“
Grímur hafði byrjað strax í gagnfræðaskóla
að búa til stuttmyndir og hélt því áfram í MH.
Hann segist hafa gert upp hug sinn í tíunda
bekk og ákveðið að leggja kvikmyndagerð fyr-
ir sig en áður hafði hann gengið með leiklist-
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég segi
frá The Fence. Það eru nokkrir
þekktir leikarar að lesa handritið,“
segir kvikmyndagerðarmaðurinn
Grímur Hákonarson sem mun gera
kvikmynd í Bandaríkjunum. En fyrst
ætlar hann að frumsýna hina al-
íslensku kvikmynd Héraðið.
Morgunblaðið/Ásdís
Að koma af stað byltingu
’Við vorum bara fegnir aðkomast inn á Cannes en þettakom mjög mikið á óvart. Bæðiokkur og bransanum en ég var
þarna alveg óþekktur leikstjóri.
Ég man að þegar ég tók við verð-
laununum af Isabellu Rosselini
þá stífnaði ég upp.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson frumsýnir nýjustu mynd sína Héraðið miðvikudaginn 14. ágúst. Í
myndinni er fylgst með Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Grímur skaust upp á
stjörnuhimininn með mynd sinni Hrútar en sú mynd sópaði til sín verðlaunum víða um heim. Hollywood hefur bankað
upp á og verður The Fence hans næsta mynd en hún mun skarta þekktum Hollywood-leikurum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019