Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA * Litur á palli EJLINGE • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* Edinborg hefur löngum gengiðundir auknefninu Aþena norð-ursins og skal engan undra í ljósi þess mikla fjölda hugsuða og vís- indafólks sem búið hefur og starfað í borginni í gegnum tíðina. Meðal þeirra má nefna heimspekinginn David Hume, hagfræðinginn Adam Smith og rithöfundinn Walter Scott. Þegar gengið er um Edinborg verður fljótt ljóst að sagan leynist við hvert fótmál og margt hægt að skoða. Fyrst ber þar auðvitað að nefna sjálfan Edinborgarkastalann sem gnæfir hátt yfir borginni, en þar má meðal annars sjá hvers konar vist föngum var boðið upp á 17. og 18. öld og herbergið þar sem María Skota- drottning fæddi son sinn Jakob, sem síðar varð konungur Skotlands, Eng- lands og Írlands. Frá kastalanum má ganga beina leið í gegnum gamla bæinn að Holyrood-höllinni þar sem María bjó um tíma. Beina leiðin milli bygginganna er nefnd Royal Mile eða Konunglega mílan, sem helgast af því að umrædd vegalengd er rétt rúm míla og tekur því um tuttugu mínútur að ganga hana sé ekkert stoppað. Margt er hins vegar að sjá á leiðinni. Má þar meðal annars nefna safnið Camera Obscura sem á fimm hæðum býður upp á skemmtilegar sjónhverf- ingar sem gleðja gesti á öllum aldri; Real Mary King’s Close, þar sem fræðast má um sögu borgarinnar og ganga um þröng stræti sem lentu neðanjarðar þegar byggt var ofan á þau um miðja 18. öldina sökum skorts á byggingarlandi innan borgarmúr- anna; Museum of Childhood sem helgað er gömlum leikföngum; Skoska þinghúsið og safnið Our Dynamic Earth þar sem náttúru- vísindi eru í hávegum höfð. Skammt frá minnismerkinu um rit- höfundinn Walter Scott á Princes Street má finna Skoska ríkislista- safnið á The Mound sem er vel þess virði að skoða. Aðgangurinn er ókeypis, líkt og á öðrum ríkissöfnum. Enginn ætti að láta Skoska þjóð- minjasafnið, sem er á Chambers Street, framhjá sér fara, en auðvelt er að eyða heilum degi í safninu sem er einstaklega barnvænt, enda sýn- ingar að hluta gagnvirkar. Þar má sjá sérsýningu um sögu Skotlands og stórar sýningar helgaðar bæði tækninni og dýrum, auk þess sem safnið rúmar gripi frá Egyptalandi hinu forna og hljóðfæri frá ýmsum heimshlutum svo fátt eitt sé nefnt. Um helgar má rekast á hina ýmsu matar- og bændamarkaði í Edinborg. Alla laugardaga ársins milli kl. 9 og 13.30 má ganga að einum slíkum vís- um á Castle Terrace. Að lokum má mæla með hálandaferðum, en mörg fyrirtæki bjóða upp á dagsferðir þar sem tækifæri gefst meðal annars til að skoða Stirling-kastala sem er ein- staklega glæsilegur. Morgunblaðið/Silja Björk Huldudóttir Perla í norðri Edinborg sameinar sögu, menningu og náttúru með skemmtilegum hætti. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kastalinn gnæfir tignarlega yfir Edinborg og sést langt að. Uglan Hazel á sína eigin facebooksíðu þar sem vegfarendur deila gjarnan flottum myndum sínum með henni. Ungur sekkjapípuleikari á Princes Street fyrir framan minnismerki Walters Scott sem reist var 1840-44. Einn frægasti íbúi Edinborgar er án efa María Skotadrottning sem ríkti 1542-67. Frænka hennar, Elísabet I. drottning Englands og Írlands, fyrir- skipaði aftöku hennar árið 1587. María fæddi son sinn, Jakob, í Edinborgarkastala sumarið 1566. Stytta til heiðurs James Young Simp- son sem fyrstur lækna notaði klóró- form til að svæfa sjúklinga sína.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.