Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 29
11.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 MÁLMUR Núna, sex árum síðar, viðurkennir gítarleikarinn Jim Ro- ot að rétt hafi verið að reka hann úr Stone Sour, þar sem hann starfaði ásamt félaga sínum úr Slipknot, söngvaranum Corey Taylor, og fleiri mönnum. Root blótaði Stone Sour í sand og ösku lengi á eftir en játar nú, í viðtali við Metal Ham- mer, að hefði hann verið um kyrrt í sveitinni hefðu þeir Taylor líklega drepið hvor annan. Þeir eru báðir enn þá í Slipknot og kemur mun betur saman í dag, að sögn Roots. Hefðu drepið hvor annan Corey Taylor í ham með Slipknot. AFP BÓKSALA 31.7. - 6. 8. Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sapiens Yuval Noah Harari 2 Svört perla Liza Marklund 3 Annabelle Lina Bengtsdotter 4 Feilspor Maria Adolfsdotter 5 Independent People Halldór Laxness 6 Qaanaaq Mo Malø 7 Sagas of The Icelanders 8 Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson 9 Iceland – Visual Explorer Guide Chris McNab 10 Iceland in a Bag 1 Í alvöru ekki opna þessa bók Andy Lee 2 Gagn og gaman, 2. hefti Helgi Elíasson/Ísak Jónsson 3 Litli prinsinn Antoine de Saint-Exupéry 4 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 5 Gagn og gaman Helgi Elíasson/Ísak Jónsson 6 Þín eigin saga – Piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 7 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 8 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 9 Orri óstöðvandi Bjarni Fritzson 10 Risastóri krókódíllinn Roald Dahl Allar bækur Barnabækur Í seinni tíð hef ég verið því marki brennd að byrja á bókum og hætta við þær og því lítið um línulega framvindu í bóklestri. Fyrst má nefna Fire and Fury: In- side the Trump White House eftir Michael Wolff og Trump in the White House eftir Bob Woodward. Hvorug þeirra telst nokkur skemmtilesning og önnur sýnu umdeildari en hin sakir óná- kvæmni. Má segja að þær hafi báðar lent á lestrarlistanum sak- ir forvitni og af skyldurækni við líðandi stund. Af bókum sem hafa ratað til mín óvænt að und- anförnu má nefna ljóðabók- ina Hryggdýr eft- ir Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem er einstaklega sniðug og áhrifamikil eins og við var að bú- ast og segja má að dragi fram ýmsa forvitnilega fleti á hlutskipti manneskjunnar. Einnig fékk ég ný- lega gefins bókina Women and Po- wer: A Manifesto eftir menning- arrýninn Mary Be- ard, sem rekur slóð kvenfyrirlitn- ingar aftur til daga Ódysseifskviðu Hómers og fram til vorra daga og Elizabethar Warren, Angelu Merkel og The- resu May, svo dæmi séu nefnd, og er bæði snjöll og skemmtilega kaldhæðin. Undanfarin misseri hef ég ver- ið búsett í Brussel og hef oft furðað mig á hversu hátt Leo- pold II. Belgakon- ungi 1865-1909 er enn gert undir höfði, þrátt fyrir blóði drifna fortíð sína sem drottnara yfir Fríríkinu Kongó. Því er alltaf á stefnuskránni að lesa King Leo- pold‘s Ghost eftir Adam Hochsc- hild, sem gerir þessu hryllilega tímabili í sögu Belgíu skil. Nú í sumarfríinu er ég einkum með tvær bækur í farteskinu, annars vegar 1913: The Year Before the Storm eftir Florian Illies, og hins vegar Glæpur við fæð- ingu eftir Trevor Noah, í þýðingu Helgu Soffíu Ein- arsdóttur. Sú fyrri dregur upp svip- myndir af árinu fyr- ir upphaf fyrri heimsstyrjald- arinnar, mánuð fyr- ir mánuð, og fléttar saman merkum augnablikum í listum, vísindum og stjórnmálum á frumlegan hátt. Í bókinni Glæpur við fæð- ingu lýsir Trevor Noah á kóm- ískan en áhrifamikinn máta upp- vaxtarárum sínum á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður- Afríku og vísar titillinn til þess að samneyti foreldra hans var ólög- legt þar sem þau voru ekki með sama húðlit. HELGA ER AÐ LESA Úr einu í annað Helga Kristín Einarsdóttir starfar hjá EFTA í Brussel. Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber fyllti Kórinn ekki bara einu sinni heldur tvisvar árið 2016. Talið er að um 19.000 manns hafi verið á fyrri tónleikunum og upp undir annað eins á þeim síðari. Morgunblaðið/Ófeigur Tónleikar bandaríska þrassbandsins Metallica í Egilshöll sumarið 2004 voru langfjölmennustu rokktónleikar Íslandssögunnar á þeim tíma en Metallica lék fyrir tæplega 18.000 manns. Sem þykir þó fámennt á þeim bænum. Morgunblaðið/ÞÖK Um 16.000 gestir sóttu tónleika þýsku rokksveitarinnar Rammstein í Kórn- um vorið 2017. Mikið var lagt í tónleikana sem þóttu sjónarspil hið mesta. Morgunblaðið/Ófeigur ALLTAF KLÁRT Í ÞRIFINAJAX NÚ FÆRÐU AJAX með matarsóda og sítrónu og AJAX með ediki og eplum Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi hreint

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.