Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 D ragdrottningin Gógó Starr stendur uppi á stól og fiktar í ljósabúnaði. Hún er í fullum skrúða, með pastelappelsínu- gula hárkollu, gerviaugnhár, rauðan varalit og klædd í fúksíubleikan glimm- ersamfesting. Við höfðum mælt okkur mót á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Gógó stendur fyrir tveimur drag-sýningum í mánuði: annars vegar tilraunasýningunni Drag-Lab og hins vegar hinum geysivinsæla Drag-Súg. Hún heilsar með risastóru brosi og stígur niður af stólnum. Gógó er dragpersóna og hlið- arsjálf Sigurðar Starr Guðjónssonar. Ég hafði rætt við Sigurð nokkrum dögum áður en ég var hingað kominn til að ræða sérstaklega við Gógó Starr. Gógó er frumkvöðull í dragsenu Reykjavíkur, eftir að hafa verið krýnd drag- drottning Íslands árið 2015 kom hún á fót fjöl- listasýningunni Drag-Súg, sem veitti drag- og hinseginsenu Reykjavíkur nýtt líf. Frá Lady Gaga til Mr Bean Gógó kom fyrst fram á dragsýningu sam- takanna Hinsegin Suðurland þar sem hún flutti tvö lög eftir poppdívuna Lady Gaga. „Þetta var einhvern veginn grunnhyggið og sexí atriði með dönsurum og fíflalátum. Það gekk mjög vel og ég vann keppnina,“ segir Gógó. „Siggi hafði farið í drag áður en þetta var fyrsti fullmótaði karakterinn sem talaði og gerði skemmtilega hluti. Ég fattaði það ekki fyrr en einhver spurði hvernig ég hefði fengið nafnið Gógó að þetta var óvart vísun í Lady Gaga. Ég hugsaði strax að nafnið þyrfti að virka í útlöndum en ég vildi samt íslenskt nafn. Þannig að það er Gógó.“ Fyrst um sinn kom hún fram undir einnefn- inu Gógó en fljótlega bættist eftirnafnið Starr við. „Það sem ég geri í dag myndi ég segja að væri nær Mr. Bean heldur en Lady Gaga,“ segir Gógó. „Ég elska „slapstick comedy,“ grín sem er líkamlegt og óútreiknanlegt. Að labba inn sem sjálfsöruggur, kynþokkafullur kven- maður og gera síðan eitthvað allt annað. Að taka hluti úr samhengi og leika sér að kven- leikanum og karlmennskunni og brjóta niður veggina á milli þeirra.“ Gógó segir atriði sitt hafa breyst og þrosk- ast með tímanum. „Ég er mjög grínmið- aður „performer“ núna sem ég var ekki þegar ég byrjaði. Þá snerist þetta meira um að vera kven- leg, eða að vera sannfær- andi stelpa. Núna veit ég að ég get gert það mjög vel þannig að mig langar að gera eitthvað meira spennandi. Hver sem er getur í rauninni klætt sig sem hitt kynið en það sem ég dýrka við þetta er að taka það aðeins lengra og leika mér með þessi hugtök.“ Vondur kall Gógó segist að miklu leyti draga innblástur frá internet- og poppmenningu. Hún segir mér frá nýju atriði sem hún er að vinna í sem sækir innblástur í Glanna glæp og lagið bad guy eftir poppstjörnuna Billie Eilish. Í atriðinu segist hún kenna fólki hvernig á að vera vondur kall. Er Gógó vondur kall? spyr ég og Gógó hlær. „Gógó er með marga fronta sem fröken full- komin. Hún er mjög næs og indæl inni við beinið en getur alveg verið svolítið mikil tík: á mjög skemmtilegan og kærleiksríkan hátt,“ svarar Gógó. „Ég dýrka og þykir ótrúlega vænt um alla aðra í dragsenunni af því þetta er eitthvað sem var ekki til fyrir stuttu og mér finnst magnað að sjá hvað við erum komin langt á stuttum tíma. Mér finnst að við ættum öll að styðja hvert við annað en það þýðir ekki alltaf að við þurfum að vera súper næs hvert við annað.“ Þú ert eina dragdrottning landsins í fullu starfi. Hvernig ferðu að því? „Með því að vera mjög nísk og lifa á núðl- um,“ svarar Gógó og hlær. „Það er bara að „hössla“. Að komast í eins mörg gigg og maður getur. Ef einhver heldur því fram að hann geti gert drag til að þéna mikla peninga þá er verið að ljúga að þér. Ég þarf að nýta mér alls konar tilefni sem ég get skemmt við, brúðkaup, steggjanir, gæsanir, afmæli, árshátíðir, en síð- Gógó Starr var ríkjandi dragdrottning Íslands á árunum 2015 til 2019. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hef tekið líkamann í sátt Dragdrottningin Gógó Starr er skærasta stjarnan í dragsenu Reykjavíkur. Hún er forsprakki fjöllistasýningarinnar Drag-Súgs sem hún stofnaði í kjölfar þess að vera krýnd dragdrottning Íslands árið 2015. Gógó ræddi við blaðamann Sunnudagsblaðsins um dragið, ferilinn og framtíðina. Pétur Magnússon petur@mbl.is ’Mér finnst að við ættumöll að styðja við hvertannað en það þýðir ekkialltaf að við þurfum að vera súper næs við hvert annað. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.