Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 LESBÓK MÁLMUR Skemmtiferðaskipið Norwegian Jewel legg- ur upp í óvenjulega siglingu frá Los Angeles 13. október næstkomandi en um borð verða fjölmörg málmbönd og aðdáendur þeirra. Gestgjafar verða hið gamalreynda þrassband Megadeth en meðal annarra banda um borð má nefna Anthrax, Lamb of God, Testament, Queens- ryche, Suicidal Tendencies og Overkill. Auk stífs tón- leikahalds verður boðið upp á afþreyingu af ýmsu tagi, svo sem málmquiz og vínsmökkun með Dave Mustaine, forsprakka Megadeth. Meðan á siglingunni stendur leggst skipið að bryggju bæði í San Diego í Kaliforníu og Ensenada í Mexíkó áður en snúið verður aftur til Los Angeles 19. október. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru örfáar káetur ennþá lausar. Siglt málmi þöndum Dave Mustaine á Nösu um árið. Morgunblaðið/Sverrir SJÓNVARP Bandaríska leik- og söngkonan Zendaya fær glimrandi dóma fyrir frammi- stöðu sína sem fíkill í sjálfseyðingarherferð í nýju unglingadrama, Euphoria, á efn- isveitunni HBO. Með leik sínum í þáttunum hefur Zendaya snarsnúið ímynd sinni en hingað til hefur hún verið þekktust sem barna- og unglingastjarna á vegum Disney. Í gagnrýni breska blaðsins The Guardian segir að frammistaða Zendaya í hlutverki hinnar vega- villtu Rue sé ekkert minna en stórkostleg og dá- leiðandi og að leikkonan hafi umturnað öllum hug- myndum fólks um hæfni hennar á leiklistarsviðinu. Zendaya hress í bragði á rauða dreglinum. AFP Æringinn Craig Ferguson. Hefði átt að deyja 1992 GÆFA Skoski háðfuglinn og sjón- varpsmaðurinn Craig Ferguson viðurkennir í samtali við breska blaðið The Guardian að hann sé stálheppinn að hafa ekki verið jarð- sunginn fyrir 27 árum, árið 1992. Bakkus hafði þá farið ómjúkum höndum um Ferguson og valið var einfalt: annaðhvort að deyja eða þurrka sig upp. Hann valdi seinni kostinn og hefur verið duglegur að miðla af reynslu sinni og hjálpa fólki í neyð. Ferguson stýrði lengi vinsælum spjallþætti í Bandaríkj- unum en kveðst vera feginn að vera hættur enda sé spaugið á þeim vett- vangi orðið alltof pólitískt eftir að Donald Trump settist í stól forseta. Hefur umturnað hugmyndum fólks Leikið fyrir landann Popparinn Ed Sheeran frá Halifax í Bretlandi mun slá aðsóknarmet þegar hann kemur fram á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli um helgina. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp nokkra fjölsótta tónleika í sögunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rúmlega 16.000 manns sóttu tónleika bandaríska popparans Justins Tim- berlakes í Kórnum í Kópavogi sumarið 2014. Söngvarinn lék á als oddi á tón- leikunum og sagði m.a. að Ísland væri með fallegustu stöðum á jörðinni. Morgunblaðið/Eggert Bandaríska málmbandið Guns N’ Roses, með W. Axl Rose í broddi fylkingar, rauf 20.000 áhorfenda múrinn á Laugardalsvellinum í fyrrasumar og sýndi og sannaði að hægt er að halda tónleika af þessari stærðargráðu á Íslandi. Morgunblaðið/Valli Fyrstu alvöru rokktónleikar Íslands- sögunnar fóru fram í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík árið 1970 þeg- ar breska rokkbandið Led Zeppel- in tróð upp fyrir troðfullu húsi. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í miklu úrvali í Vélum og verkfærum. Öryggi í sumarbústaðnum Blaupunkt SA2700 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Fullkominn GSM hringibúnaður • Hægt að stjórna með Connect2Home-appi • Boð send með sms eða tali • Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir Verð: 39.990 kr. OLYMPIA 9030 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Mjög einfalt í uppsetningu/notkun • Fyrir farsímakort (GSM) • Hringir í allt að 10 símanúmer • Allt að 32 stk. skynjarar • 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir • Fáanlegir aukahlutir: viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar, svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar. Verð: 17.670 kr. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16 Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is Bekkur 45.900 kr. Borð 79.000 kr. Eldstæði 39.500 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.