Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2019, Blaðsíða 10
Drag-Súgur er dragsýning sem hefur ver- ið haldin mánaðarlega síðan í nóvember 2015. Sigurður Starr Guðjónsson setti sýninguna upp ásamt fleira áhugasömu fólki eftir að hliðarsjálf Sigurðar, Gógó Starr, var krýnd dragdrottning Íslands. Drag-Súgur er ekki hefðbundin drag- sýning, heldur koma þar fram drag- drottningar í bland við dragkónga, sirk- uslistamenn, grínista, töframenn og alls kyns hinsegin listamenn, en sýning- arform Drag-Súgs dregur innblástur í svokallaðar kabarett-fjöllistasýningar. Drag-Súg var afar vel tekið þegar sýn- ingin hóf göngu sína en svo hratt óx sýn- ingin og aðsókn var svo mikil að setja þurfti upp aðra mánaðarlega dragsýn- ingu sem fékk nafnið Drag-Lab. Drag-Lab er opin öllum sem hafa áhuga á að koma fram í dragi en auk þess koma þar fram vanari drag- listamenn sem vilja prófa sig áfram með nýtt efni. Stærsti Drag-Súgur ársins fer fram á Gauknum í næstu viku þar sem Hinsegin dögum verður fagnað. Drag-Súgur VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2019 an eru það líka þessar sýningar sem ég skipu- legg. Ég hef náð svolítið að búa til mín eigin tækifæri. Án þeirra held ég í fyrsta lagi að ég væri ekki þar sem ég er. Ég held að það sé mjög mikilvægur punktur í því sem ég geri að skapa þessi tækifæri og opna þessi svið fyrir mig og fyrir aðra.“ Gógó hefur einnig haldið til útlanda og farið á bæði Bandaríkja- og Evróputúra, þar sem hún skemmti á mörgum af rótgrónustu burles- que- og dragstöðum heims. Berskjölduð í burlesque Gógó segist ekki aðeins vera draglistamaður, heldur sé burlesque stór partur í atriðum hennar. „Ég myndi segja að burlesque væri þekkt sem ákveðið stripp, skemmtiform, þar sem er verið að leika sér að lík- amanum á áhugaverðan hátt. Atriðin snúast yf- irleitt um að fara úr föt- unum á skemmtilegan hátt, oft er verið að segja einhverja sögu með því eða koma einhverjum skilaboðum á framfæri,“ segir Gógó. „Mér finnst aðalmunurinn vera að í burlesque ertu á vissan hátt að opinbera þig með nektinni, að fagna líkama þínum og leyfa áhorfendum að fagna líkamanum þínum. Það talaði mikið til mín. Þegar ég byrjaði í dragi fannst mér svo æðislegt að geta falið mig. Ég var með farða svo ég þyrfti ekki að sýna á mér andlitið, ég var með hárkollu, þannig að ég gat falið ljóta háralitinn minn, ég var með eitthvað yfir bringuna á mér svo ég þurfti ekki að sýna litlu bringuna á mér. Allt var gervi, það var grínið. Allt er fáránlega ýkt óraunverulegt. En í bur- lesque fer maður úr fötunum, maður getur ekki falið sig,“ segir Gógó. „Þetta hjálpaði mér ótrúlega mikið því ég fæddist með holbringu þannig að bringan á mér hefur alltaf litið skringilega út. Ég hef far- ið í aðgerð til að láta laga það en ég er með ör og bringan á mér er mjög flöt eftir þetta. Ég var alltaf sjúklega feiminn með þetta og mér hafði verið strítt út af þessu en í gegnum bur- lesquið tókst mér að fagna því og sjá annað fólk dýrka það og hrósa mér yfir hvernig ég leit út, það hjálpaði mér rosalega mikið að taka líkama minn í sátt. Eins og með dragið, að sleppa öllu út og vera þú sjálfur, koma ein- hverju skapandi frá þér. Þú tekur þig svo mik- ið í sátt.“ Fjallkonan Gógó Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2018, vatt Gógó sér í hlutverk fjallkonunnar. „Svo það sé á hreinu, þá voru tvær fjallkonur. Ég var bara fjallkonan í skrúðgöngunni, sem er svona fjallkona B, en samt sem áður, hvílíkur heiður,“ útskýrir Gógó. „Mér fannst fjallkonan vera ótrúlega fallegt og virðulegt og skemmti- legt fyrirbæri, þetta var eitthvað sem mig langaði alltaf að gera. Mér finnst það mjög stórt skref í samþykki fyrir hinsegin fólk. Það má stundum leyfa sér að brjóta hefðir og hafa gaman af þeim, taka þær ekki of alvarlega og gera eitthvað nýtt.“ Ég fékk svakalega jákvæð viðbrögð þegar kom í ljós að ég myndi verða fjallkona en það kom líka svakaleg neikvæðni. Kommentakerf- in voru í logum. Margir voru ósáttir með að það væri verið að brjóta íslenskar hefðir og að karlmaður myndi vera fjallkona þegar það væri fullt af fallegu íslensku kvenfólki. En nei- kvæðnin vakti líka mikilvæga umræðu. Það er líka mikilvægt að gera stundum eitthvað sem ýtir virkilega á fólk, ekki endilega til að þjóna þínu upprunalega markmiði heldur líka til að sýna hversu margir standa enn þá á móti því. Fólk má ekki sofna á verðinum. Við verðum að halda áfram allri mannréttindabaráttu.“ Tapar kórónunni Þessa dagana eru Hinsegin dagar haldnir há- tíðlegir en hátíðin í ár markar að 50 ár eru liðin frá Stonewall-uppreisninni sem og 20 ára af- mæli Hinsegin daga. Gleðigangan fer fram laugardaginn 17. ágúst og mun Gógó eflaust vera áberandi á vagni sínum. Drag-Súgur verður með sinn eigin vagn sem Gógó segir sækja inn- blástur í teiknimyndir og tölvuleiki. „Vagninn sjálfur sækir mjög inn- blástur í Maríó og Disney og alls konar fleira. Þetta á eftir að verða svaka smíði en ég hlakka til að sjá hvernig þetta á eftir að koma út,“ segir Gógó „Gleðigangan er besta nafn á Pride-göngu sem ég veit um. Auðvitað er þetta kröfuganga og við erum að láta vita af okkur en það er líka mikilvægt að við séum að fagna því sem við er- um,“ segir Gógó. Í ár verður Dragkeppni Íslands endurvakin en keppnin hefur ekki verið haldin síðan árið 2015 þegar Gógó bar sigur úr býtum. Gógó hefur því verið ríkjandi dragdrottning Íslands frá 2015. Keppnin var haldin föstudaginn 9. ágúst, en þegar Sunnudagsblaðið fór í prentun lá ekki fyrir hver myndi hreppa titlana drag- drottning og dragkóngur Íslands en þar sem Gógó er ekki meðal keppenda er ljóst að kór- ónan er komin í nýjar hendur. „Ég er ótrúlega spennt að sjá hvernig þetta fer. Þegar þetta kemur út verður nýbúið að krýna nýja dragdrottningu og dragkóng Ís- lands. Allir í keppninni eru svo efnilegir. Þetta er allt fólk sem hefur komið upp í gegnum Drag-Lab og Drag-Súg þannig að ég þekki þau öll að einhverju leyti og hef séð þau áður og ég veit að allir munu standa sig vel og gera þetta frábærlega,“ segir Gógó en hún er meðal skipuleggjenda keppninnar. „Þegar ég vann ákvað ég að nýta mér titilinn til að búa til Drag-Súg og glæða dragsenuna lífi. Ég vona að því verði haldið áfram þannig að ég skora á nýkrýnda sigurvegara að halda þessu áfram.“ Dragbólan Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég sé ótrúlega mikið af tækifærum núna,“ segir Gógó, en hún segir drag vera ákveðna bólu. „Drag hefur poppað upp hér og þar í gegnum söguna, það poppaði upp á níunda áratugnum og síðan hvarf það og síðan kom annað stórt dragtímabil nýlega. En þetta mun dofna og fólk mun byrja að fylgjast með ein- hverju öðru en síðan mun þetta springa upp aftur eftir nokkur ár,“ segir Gógó. „Ég veit ekki hvort ég mun gera drag að ei- lífu, líklega ekki, en ég ætla að gera þetta eins lengi og ég get. Ég vil alla vega setja upp við- burði, ég vil skemmta fólki og gera eitthvað spennandi.“ ’Mér fannst fjallkonanvera ótrúlega fallegt ogvirðulegt og skemmtilegt fyr-irbæri, þetta var eitthvað sem mig langaði alltaf að gera. S igurður Starr Guðjónsson tók á móti blaðamanni í íbúð sinni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að mikið sé um að vera í undirbúningi Hinsegin daga, ekki aðeins mynda- tökur eða æfingar fyrir sýningar, sem krefjast þess oft að hann sé í dragi, heldur líka mikil skrifstofuvinna sem Sigurður sinnir í íbúð sinni. Sigurður hafði boðið blaðamanni heim til að sjá hina hliðina af glamúrlífi dragdrottning- arnar Gógó Starr, en í sínu daglega lífi er Sig- urður framleiðandi og framkvæmdastjóri. Sigurður ólst upp á Akureyri og flutti til Reykjavíkur 21 árs gamall til að hefja nám við Margmiðlunarskólann. Hann hafði fiktað við leiklist í grunnskóla og þegar hann hóf nám við Verkmenntaskólann á Akureyri gekk hann í leikfélag VMA þar sem hann fyrsta hlutverk var draghlutverk í söngleiknum We Will Rock You. „Þetta ýtti mér til að stökkva út úr skelinni. Í gegnum leiklistina kynntist ég nýju fólki og byrjaði að upplifa mig sem ég sjálfur í fyrsta sinn.“ Sigurður kom út úr skápnum sem tvíkyn- hneigður á fyrsta ári í framhaldsskóla. „Ég skilgreini mig núna sem pankynhneigður, ég er hrifinn af fólki sama hvað það er með í klof- inu,“ útskýrir Sigurður. „Mér fannst ég alltaf tilheyra hinsegin sam- félaginu og mig langaði alltaf að styðja aðra sem eru hinsegin. Ég vildi vera fyrirmynd.“ Hann segir hinsegin fyrirmyndir hafa verið af skornum skammti þegar hann var að alast upp og að það hafi verið fáir hinsegin einstaklingar sem hann gat litið upp til þegar hann var að koma út. „Þegar ég flutti suður upplifði ég eins og það væri mjög takmörkuð hinsegin sena. Ég var enn þá með ákveðna stórborgarímynd af Reykjavík og bjóst við að það væri eitthvað í gangi, en ég fann fljótt að það var bara einhver djamm-húkköpp menning, og varla neitt fyrir utan það,“ rifjar Sigurður upp, en hann segist hafa upplifað þá tilfinningu víða í hinsegin samfélaginu. Opnaði flóðgáttirnar Þegar Sigurður var enn í menntaskóla var hann virkur í starfi samtakanna Hinsegin Norðurland, sem var vængur Samtakanna 78 á Norðurlandi. „Við settum á fót dragkeppni sem átti að vera smá sýning fyrir okkur til að leika okkur að brjóta niður kynmúra og vera uppreisn- argjörn. Við rukkuðum 500 krónur inn svo við gætum keypt okkur pitsu og við bjuggumst bara við að vinir okkar myndu mæta, en það kom margt fólk,“ segir Sigurður, „og þar varð Gógó til. Hún var brjáluð díva og var algjörlega óhrædd við að gera hvað sem var á sviði. Allt sem ég þorði ekki að gera gat Gógó gert hæg- lega.“ Sigurður áttaði sig síðan á að dragið hefði reynst honum ákveðin meðferð og að karakt- erinn hefði hjálpað honum mikið. Að upplifa mig sem Gógó hjálpaði mér að koma út, ekki bara sem hinsegin, heldur að koma út sem ég sjálfur og leyfa persónuleikanum mínum að leka út. Ég sé núna að þessi karakter var framleng- ing af sjálfum mér, segir Sigurður. Í dag er ég búinn að læra margt af Gógó og ég er miklu meiri Gógó í mínu daglega lífi heldur en nokk- urn tímann áður. Ég sé að þetta er bara ég sjálfur.“ Sigurður segir dragkaraktera geta verið mjög mismunandi fyrir mismunandi fólk og sambandið milli dragkaraktersins og drag- listamannsins geti verið breytilegt. „Gógó er enn ákveðið hliðarsjálf, en ég myndi orða það þannig að Gógó væri framlenging af sjálfum mér,“ segir Sigurður, en hann segir þó smá- vægilegan mun á persónuleika sínum og per- sónuleika Gógóar. „Stærsti munurinn á mér og Gógó er að hún er ekki hrædd við neitt. Gógó er svo yfirfull af sjálfstrausti og er svo fáránlega mikill egóisti að hún er fullkomin. Það er alveg sama hvað hún gerir, hún mun láta það virka. Ég er miklu stressaðri, ég er skipulagstýpan,“ útskýrir Sigurður. „Ég held að við höfum þroskast mikið sam- an. Þegar við byrjuðum í þessu,“ hann hikar og áttar sig á hversu skoplegt það sé að hann skuli tala um sjálfan sig og Gógó í fleirtölu. Hann hlær og heldur áfram. „Þegar ég byrjaði í þessu upplifði ég Gógó sem rosalegan karakter sem ég tengdi ekki beint við. Ég var miklu óöruggari, ég var miklu feimnari, ég var rosalega hræddur við sviðs- ljósið, ég var hræddur við að eigna mér sjálfan mig. Ég var sérstaklega hræddur við það sem var kvenlegt við mig. Það var eitthvað sem mér hafði verið kennt að fela og bæla niður því kvenleiki var eitthvað sem karlmenn eiga ekki að sýna,“ segir Sigurður. „En þegar ég byrjaði að koma fram leyfði ég mér að sleppa þessum ótta. Ég opnaði flóðgáttirnar. Núna er meiri kyrrð í vötnunum, ég er byrjaður að átta mig á því hvers vegna ég er að gera þetta og hvað ég fíla við þetta. Ég held að við séum miklu nær hvort öðru í dag og það er miklu meira flæði á milli Gógóar og mín.“ Leikur sér með kynhlutverk „Þegar ég flutti til Reykjavíkur bjóst ég við að geta komið fram í dragi, en ég hafði rangt fyrir mér. Það var bara djamm, trúbadorar og kyn- líf,“ segir Sigurður. Í byrjun 2015 ákvað Sig- urður að taka þátt í dragkeppni Íslands. „Ég ákvað að taka þátt, vinna og gera eitthvað með titilinn. Þannig að ég tók þátt og auðvitað vann ég.“ Sigurður hafði kynnst mörgu fólki sem hafði áhuga á að prófa að koma fram í dragi, svo hann, ásamt fleirum, ákvað að safna þeim sam- an og halda fjöllistasýningu sem þau kölluðu Drag-Súg. Það reyndist þeim erfitt að útvega húsnæði fyrir sýninguna þar sem fáir staðir sem hópurinn talaði við höfðu mikinn áhuga á að halda dragsýningu en að lokum fékkst leyfi til að halda Drag-Súg á Gauknum. „Við vissum ekkert hvað við vorum að gera en þetta gjörsamlega sprakk út. Það var gríð- arlega vel mætt og við ákváðum strax að við ætluðum að halda aðra sýningu í næsta mánuði og mánaðarlega eins lengi og við mögulega gátum,“ rifjar Sigurður upp, en Drag-Súgur hefur verið haldinn mánaðarlega síðan. Sigurður segir drag vera listgrein sem hefur stækkað og þroskast mikið á síðustu árum. „Þetta er búið að þroskast frá því að vera grín þar sem fólk hló að körlum í kjólum, í eitthvað sem á að brjóta niður kynjamúra og jafnvel Við erum öll vængbrotin Margt hefur breyst síðan Sigurður Starr Guðjónsson byrjaði að koma fram í dragi. Með dragpersónu hans, Gógó Starr, í far- arbroddi hafa draglistir öðlast viðurkenningu og vinsældir sem staðall í skemmtanalífi Reykjavíkur. Pétur Magnússon petur@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.