Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2019, Blaðsíða 28
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf
Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir
andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.
The Fighter er byggð á sannri sögu box-
arans Micky Ward og hálfbróður hans Dicky
Eklund. Eiturlyfjafíkillinn Eklund var eitt sinn
einn þeirra bestu en þjálfar nú Ward.
Óskarsverðlaunin sem besta mynd
árið 2005 hlaut Million Dollar
Baby. Myndinni er leikstýrt af
Clint Eastwood, sem leikur þjálf-
ara sem hjálpar ungri konu að
komast á topp boxíþróttarinnar.
Hilary Swank hlaut Óskarinn fyrir
leik sinn sem öskubuskan Maggie.
Jerry Maguire fjallar um ungan umboðs-
mann íþróttamanna sem fær vitrun þess efnis
að óheiðarleiki einkenni atvinnugreinina og vill
að heiðarleiki einkenni störf sín.
Íþróttir eru ávallt mörgum hugleiknar og
ekki er verra þegar íþrótt er gerð að um-
fjöllunarefni vandaðrar kvikmyndar. Hér
má líta nokkrar myndir sem hlutu mikið
lof gagnrýnenda og voru tilnefndar sem
besta kvikmynd á Óskarsverðlauna-
hátíðinni. Boxarar eru áberandi.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Höfuðhögg
borga sig
Ljósmynd/Tristar Pictures
KVIKMYNDIR Gwyneth Paltrow virðist ekki horfa á kvikmynd-
irnar sem hún leikur í. Að minnsta kosti hefur hún ekki hugmynd
um hvaða leikarar leika með henni í þeim fjölda ofurhetjumynda
Marvel sem hún hefur birst í. Fyrr í sumar komust kvikmynda-
unnendur að því að hún vissi ekki að hún hefði leikið í Spider-
Man myndinni Homecoming sem kom út árið 2017. Nú upp-
ljóstraði leikstjóri nýjustu Avengers-myndarinnar að Palt-
row hefði spurt meðleikara sína af hverju Samuel L.
Jackson væri á svæðinu þegar tekið var upp lokaatriði
myndarinnar þar sem allar helstu sögupersónur Marvel-
kvikmyndaheimsins voru samankomnar. Hægt er að fyr-
irgefa henni Spider-Man ruglinginn en Jackson hefur leik-
ið í myndunum um Marvel-kvikmyndaheiminn frá upphafi
hans, eins og Paltrow, frá því Iron Man kom út árið 2008.
Ekki með á nótunum
Gwyneth Paltrow virðist
týnd þegar kemur að
Marvel-myndum. AFP
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2019
LESBÓK
KVIKMYNDIR Áhættuleikarar eru ekki sáttir
við stöðu sína í kvikmyndaheiminum. Að
þeirra mati fá þeir ekki þá virðingu sem þeir
eiga skilið. Áhættuleikararnir krefjast þess að
komið verði á sérstökum verðlaunum á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni sem heiðra á hverju ári
bestu frammistöðu áhættuleikara. Hafa ein-
staka leikarar verið heiðraðir á hátíðinni en
okkar menn vilja árleg verðlaun sem keppt er
um. Í ár sniðgengu áhættuleikararnir hátíðina
en þeir íhuga að mótmæla á þeirri næstu. Sam-
kvæmt reglum akademíunnar þarf þó að setja
á sérstaka deild innan hennar svo að verðlaun-
in geti litið dagsins ljós.
Vilja sín eigin verðlaun
Hvar væri Tom Cruise án áhættuleikara?
Ljósmynd/Paramount Pictures