Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 2
Við hverju megum við búast í Hallgrímskirkju á sunnudaginn? Á sunnudaginn ætlum við einna helst að koma saman og eiga fal- lega samverustund, kynna málefni ársins og frumsýna auglýs- inguna okkar. Þarna ætlum við einnig að selja Á allra vörum- varasettin, en allur ágóði af þeim fer í málefnið. Rúsínan í pylsu- endanum er svo þegar hver stórstjarnan á fætur annarri stígur á svið og tekur lag sem hæfir tilefninu. Af hverju varð þetta málefni fyrir valinu? Eins og undanfarin ár fengum við fjölda fyrirspurna og ábendinga varð- andi verðugt málefni. Það sem hins vegar gerði gæfumuninn er raun- verulega ákveðin sýn sem við viljum koma á framfæri og tengist börnum og ungmennum. Við hittum fólkið sem stýrir þessu félagi og þá varð ekki aftur snúið. Við litum hvor á aðra og sögðum nánast samtímis BINGÓ – svo einfalt var það nú. Við látum hjartað alltaf ráða og í okkar tilfelli þurfa þrjú hjörtu að slá í takt. Eitthvað sem kom á óvart í ár? Það kemur auðvitað alltaf jafn mikið á óvart hversu margir eru tilbúnir að leggja okkur lið, hætta um stundarsakir í sinni vinnu og verja tíma sínum með okkur. Já og öll þau fyrirtæki sem leggja sitt lóð á vogarskálarnar og gefa okkur allt til alls og það sem þarf til að halda úti slíku átaki, það er alveg magnað. Það sem kom hins vegar leiðinlega á óvart er sú staðreynd að við erum án fjárgæsluaðila í þessu átaki þar sem enginn banki sér sér fært að koma til sam- starfs við okkur, sennilega hart í ári á þeim bæjum. En við látum það ekki á okkur fá – við ætlum að gera þetta án þeirra stuðnings og hljótum að finna leið sem virkar. Hvað er svo fram undan í vetur? Svona vertíð eins og hefur verið hjá okkur undanfarið tekur alltaf ákveðinn toll. Við ætlum aðeins að anda inn og anda út þegar allt er afstaðið og sinna fjölskyldum okk- ar og vinum sem hafa verið verulega vanrækt undanfarið. Já bara elska, lifa og njóta. GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Látum hjartað alltaf ráða Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Athyglisverð umræða hefur farið fram í vikunni um tónlistarmanninnAuð sem einhverjum þótti flytja óviðeigandi lag, Freðinn, á fjöl-skylduskemmtun í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. Svo sem titillinn gefur til kynna eru vímuefni í forgrunni í texta lagsins og Auður særði augljóslega einhverja foreldra með því að hlaða í Freðinn að við- stöddum fjölmennum hópi barna og unglinga. Lýðlæsi Auðs var með öðrum orðum dregið í efa og hann jafnvel sagður valtastur vina. Auðvelt er að sjá málið frá ólíkum hliðum. Tjáningarfrelsið er auðvitað einn af hornsteinum lýðræðisins, að ekki sé talað um listrænt tjáning- arfrelsi. Sé það ritskoðað er fokið í flest skjól; um það geta flestir verið sammála; alltént í þessum hluta heimsins. Á móti kemur að staður og stund getur skipt máli þegar menn miðla list sinni. Þannig eru kvik- myndir sem innihalda hrottaleg morð og limlestingar bannaðar í yngstu hópum samfélagsins, sama á oftar en ekki við um myndir þar sem eiturlyf eru uppi á borðum, inni í æð- um og allt um kring. Fáum þykir lík- lega óviðeigandi að banna þær. Á þá að banna tónlistarmönnum að syngja um morð, limlestingar og fíkni- efni þegar börn og unglingar eru á svæðinu? Ég spyr ykkur! Þetta er auðvitað flóknara mál að útfæra enda erfiðara að meta áhrif af texta dægurlags, sem mögulega fer fyrir ofan garð og neðan á fjölmennri samkomu, en kvikmyndar á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpinu. Fljótt á litið sýnist mér Auður draga upp svipmynd úr samtímanum í téðu lagi; söguhetjan hefur augljóslega sína djöfla að draga og er ekkert drauma- efni í tengdason. En hvort lagið sem slíkt hvetur til fíkniefnaneyslu skal ég ósagt látið. Tel mig einfaldlega þess ekki umkominn. Það er svo sem gömul saga og ný að samfélagið fari á hliðina vegna texta í dægurlögum; aursletturnar gengu á sínum tíma yfir bandaríska bárujárns- bandið Slayer fyrir að semja lag um dr. Mengele, Engil dauðans. Samt var engri hluttekningu þar til að dreifa, nema síður væri. Svo eru það langtímaáhrifin af umræðu sem þessari. Hver græðir mest á henni? Hafi téður listamaður, Auður, siglt utan ratsjár hjá einhverjum fyrir þessa uppákomu gerir hann það örugglega ekki lengur. Verkefnalistinn verður ekki Auður í bráð. Auður í krafti barna Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Á þá að banna tón-listarmönnum aðsyngja um morð, limlest-ingar og fíkniefni þegar börn og unglingar eru á svæðinu? Ég spyr ykkur! Valur Brynjólfsson Nei, það er langt síðan ég hef farið. SPURNING DAGSINS Ferð þú í berjamó í ár? Jón Ingi Ólafsson Já, ég er búinn að fara í berjamó. Bára Dís Guðjónsdóttir Ég geri ekki ráð fyrir að fara, en aldrei að vita. Haustið er ungt Camilla Ragnars Nei, ég kemst því miður ekki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Nýtt átak Á allra vörum verður kynnt í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september á milli klukkan 16 og 18. Það eru þær Guðný Páls- dóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir sem standa fyrir átakinu. Átakið stendur til 14. september M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.