Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Styttir sér ekki
lengur leiðir
Silfurmedalían á heimsleikunumí crossfit árið 2015 skildi Mat-hew Fraser eftir með óbragð í
munni. Fyrir mótið var hann talinn
sigurstranglegastur eftir að hafa
hafnað í öðru sæti á eftir Rich Fron-
ing, sem þá varð meistari fjórða árið í
röð, árið á undan. Froning hætti eftir
þá heimsleika og ekkert því að van-
búnaði að hinn ungi og upprennandi
Fraser myndi taka við keflinu árið
2015.
„Ég stytti mér leiðir,“ hefur Fra-
ser margoft sagt um undirbúninginn
í aðdraganda leikanna árið 2015. „Ég
hélt að ég gæti æft nógu mikið til að
bæta fyrir slæmt mataræði.“
„Erfiðisvinna skilar sér“
Við aðstæður sem þessar, þar sem
hann er stressaður eða pirraður,
finnst Fraser gott að setja niður lista
af þáttum sem hann getur haft stjórn
á – svo hann geti einbeitt sér að þeim
og engu öðru. Stundum er það klass-
íski listinn yfir það sem þarf að gera
þennan daginn en í þetta skiptið, eftir
leikana 2015, snerist listinn um það
hvernig íþróttamaður hann vildi
vera. Listann límdi Fraser á vegginn
við rúmið sitt og las á hverjum
morgni.
Einn þáttur listans sagði: „Erfiðis-
vinna skilar sér.“ („Hard work pays
off.“) Þetta hefur einkennt líf Fra-
sers síðustu fjögur árin. Hann hefur
tekið mataræðið í gegn og svefninn
er nánast óaðfinnanlegur; Fraser fer
alltaf að sofa á sama tíma, alla daga,
og sefur um það bil níu til tíu klukku-
tíma á nóttu. Hann æfir tæplega átta
klukkutíma á dag (já, þú last rétt) og
teygir og rúllar auma vöðva á kvöldin
þegar æfingunum er lokið og jafnvel
allan daginn þá sjaldan er hann tekur
sér hvíldardag. Hann gerir því lítið
annað en að sofa, borða og æfa.
Erfiðisvinnan skilaði sér og Fraser
vann heimsleikana 2016, 2017 og
2018 með miklum yfirburðum. Þá
vann hann leikana í ár þrátt fyrir að
hafa lent í hremmingum í miðri
keppni; voru dæmd af honum stig í
einni greininni þegar hann missti
þyngingarpoka úr tösku sem honum
bar að bera.
Horfist í augu við
veikleikana
Fraser var efnilegur ólympískur lyft-
ingamaður, einbeitti sér alfarið að
íþróttinni eftir menntaskóla en
neyddist til að hætta árið 2011. Hann
hafði æft crossfit í hálft ár þegar
hann lenti í fimmta sæti á úrtökumóti
fyrir heimsleikana árið 2013 og ári
síðar, þegar hann keppti fyrst á
heimsleikunum, lenti hann í öðru
sæti á eftir áðurnefndum Froning.
Fraser, nam vélaverkfræði á þeim
tíma og vann fulla vinnu meðfram æf-
ingum sumarið 2015 en heimsleik-
arnir eru ávallt haldnir fyrstu helgina
í ágúst. Síðan þá hefur Fraser ein-
beitt sér að mestu að æfingum; út-
skrifaðist þó með gráðu í vélaverk-
fræði árið 2016.
Sem lyftingamaður var Fraser
strax með þeim bestu í öllum æfing-
um sem kröfðust styrks. Aðra sögu
er að segja um þol- og hlaupaæf-
ingar, þar stóð hann mörgum að baki.
En Fraser veigrar sér ekki við því að
horfast í augu við veikleika sína og
mætti til að mynda á æfingar með
hlaupurum á grunnskólaaldri til að
bæta hlaupin. Með dugnaði og elju
hefur hann orðið einn þeirra bestu í
þol- og hlaupaæfingum meðal kepp-
enda á heimsleikunum.
Ganga að engu vísu
Crossfit-greinin hefur orðið fyrir
talsverðri gagnrýni síðan hún fór að
njóta vinsælda hér á landi. Fyrst
voru margir uggandi yfir því að æf-
ingarnar sem fólk gerði, hvort sem
það keppti í crossfit eða stundaði það
aðeins sem líkamsrækt, færu illa með
líkama þess. Rökin á bak við þá um-
ræðu virðast hafa verið hrakin enda
reyndir þjálfarar sem fylgjast með
fólki við æfingar á öllum crossfit-
stöðvum.
Þá hefur skapast mikil umræða um
lyfjamisnotkun meðal keppenda eftir
að nokkur mál hafa komið upp, bæði
hér- og erlendis. Þó að enginn meðal
þeirra bestu í heimi hafi fallið á lyja-
prófi, að Ástralanum Ricky Garard
undanskildum, eru uppi margar efa-
semdarraddir. Keppendur á heims-
leikum og undankeppnum þeirra fara
þó í mörg lyfjapróf á ári, jafnvel á
milli greina í miðri keppni. Í því sam-
hengi má nefna Fraser og hinn ís-
lenska Björgvin Karl Guðmundsson.
Þeir hafa aldrei fallið, ekki frekar en
Annie Mist Þórisdóttir og Katrín
Tanja Davíðsdóttir sem báðar hafa
unnið heimsleikana í tvígang.
Að lokum er mikið álitamál hvort
crossfit geti talist íþrótt og er Cross-
fit samband Íslands til að mynda ekki
aðili að ÍSÍ. Snýst gagnrýnin að-
allega að því að engar fastar reglur
haldi utan um keppni í hvert sinn
heldur eru reglur hverrar keppni oft
tilkynntar á keppnisdegi. Auðvitað
eru ákveðnar reglur sem ávallt halda
en keppendur ganga ekki að neinu
vísu. Hægt er að ímynda sér knatt-
spyrnumann sem bíður þess milli
vonar og ótta hvort hann megi skalla
boltann í leiknum þann daginn.
Mun bilið minnka enn?
Þetta er þó það sem crossfit-keppnir
snúast um: að sá sem er í besta
forminu og undir allt búinn sigri. Og
ekki er hægt að neita því að um
mikla íþróttamenn er að ræða.
Margir á toppi crossfit-heimsins eru
atvinnumenn og geta einbeitt sér
einvörðungu að æfingum. Þá hefur
öll umgjörð í kringum íþróttamenn-
ina breyst síðustu árin, orðið mun
fagmannlegri. Ekki er lengur farið
út í stöð til að gera bara eitthvað erf-
itt allt árið um kring heldur er æf-
ingatímabilinu skipt upp og hugsun
á bak við allt það sem keppendur
gera.
Mögulega er það ástæða þess að
bilið milli Frasers og annarra kepp-
enda virðist vera að minnka. Hann
vann heimsleikana 2016 til 2018 með
miklum yfirburðum og var í forystu
nánast alla keppnina. Það var ekki
uppi á teningnum í ár. Fraser lenti í
miklu basli og var í öðru sæti þegar
síðasti keppnisdagur af fjórum hófst.
Hann sigraði þó að endingu til-
tölulega örugglega en ljóst er að
hann bar ekki höfuð og herðar yfir
aðra keppendur líkt og fyrri ár.
Á næsta ári á Fraser möguleika á
að verða sá fyrsti til að vinna leikana
fimm sinnum og bæta þar með met
Froning sem hann jafnaði í ár. Ef
marka má mótið í ár getur vel verið
að hann lendi í harðri baráttu um sig-
urinn, vonandi við okkar mann,
Björgvin Karl, sem hafnaði í þriðja
sæti, skammt á eftir Fraser.
Einnig getur verið að leikarnir í ár
hafi verið undantekningin sem sann-
ar regluna um að Fraser sé einfald-
lega langbestur og hann komi tvíefld-
ur til leiks á næsta ári. Nú eða hann
verði ekki einu sinni í baráttunni um
sigurinn. Crossfit-greinin er jú sem
betur fer, eins og vel skilgreindar
íþróttir, óútreiknanleg.
„Erfiðisvinna skilar
sér,“ er einhvers konar
mottó Frasers. Hér má
sjá vinnuna skila sér.
Ljósmyndir/Instagram
Mat Fraser hefur borið höfuð og herðar yfir aðra
keppendur í crossfit síðustu ár og ekki tapað
keppni síðan 2015. Það stóð þó tæpt í ár og spenn-
andi að sjá hvort hann haldi yfirburðum sínum.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Fraser ásamt þreföldum heimsmeist-
ara, Tia-Clair Toomey, eftir sigurinn.