Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 12
Á BERNSKUSLÓÐUM 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 H ann lítur ekki út fyrir að vera níræður maðurinn sem tekur á móti okkur Árna Sæberg ljósmyndara á heimili sínu í Hafnarfirði þetta síðdegi; á enn einum sólardeginum þetta sumarið hér á suðvesturhorninu. Kristbjörn Halldór Harð- arson Eydal kveðst líka hafa það prýðilegt, miðað við aldur og fyrri störf. Hann er að vísu orðinn svolítið valtur á fótunum og hefur fyrir vikið komið sér upp forláta hjólagrind sem gerir honum hægara um vik að fara allra sinna ferða. „Þetta er einstök græja,“ trúir hann okkur fyrir. „Án hennar myndu margir eldri borgarar sitja fastir heima hjá sér.“ Kristbjörn býður okkur til stofu, þar sem hann ber fram rjúkandi kaffi og pönnukökur með sykri sem hann bakaði sjálfur um morg- uninn. „Já, ég baka svolítið,“ svarar hann þeg- ar spurt er. „Hef gaman af því.“ Fjórði mað- urinn í stofunni er Friðþór Eydal, sonur Kristbjörns, sem lengi var upplýsingafulltrúi varnarliðsins og starfar nú hjá Isavia. Kristbjörn varð sumsé níræður 4. ágúst síð- astliðinn og ekki kom til greina að halda upp á þann merka áfanga annars staðar en á Látrum í Aðalvík, þar sem hann ólst að mestu leyti upp. Fjölskyldan á hlut í sumarbústað á bernskuslóðunum og leggur leið sína þangað á svo til hverju ári. Á leiðinni er ekki verra að koma við í Grunnavík, en þaðan er eiginkona Kristbjörns heitin, Steinunn María Guð- mundsdóttir, ættuð en hún féll frá haustið 2007. Þar á fjölskyldan líka sumarhús sem til stendur að afhenda barnabörnum Kristbjörns á næstunni og fela þeim alfarið umsjón. „Ferðu þá ekkert meira þangað,“ spyr Árni Sæberg. „Jú, blessaður vertu,“ svarar Krist- björn um hæl, „einhver þarf að halda uppi fjör- inu!“ Og ekkert vantaði upp á fjörið í afmælis- veislunni en ríflega tuttugu manns samglödd- ust afmælisbarninu sem hélt líka upp á sjö- tugsafmæli sitt á Látrum. Þess má geta að Kristbjörn hefur heimsótt Grunnavík á hverju einasta ári í 53 ár og Aðalvík flestöll sumur í 48 ár. „Meðan konan mín lifði fórum við aldrei annað í sumarfrí,“ segir Kristbjörn. „Enda hvergi betra að vera.“ Ég er faðir þinn! Kristbjörn fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði 4. ágúst 1929 en foreldrar hans voru Margrét Friðriksdóttir frá Látrum og Eyfirðingurinn Hörður Ólafur Eydal. Samband þeirra stóð stutt og fyrstu árin sem Kristbjörn lifði voru þau mæðginin í vist hjá fólki á Akureyri. Þegar heimilisfaðirinn veiktist af berklum árið 1933 var þeim gert að yfirgefa heimilið. Þá sneri Margrét heim til Aðalvíkur. „Ég man ekkert eftir mér á Akureyri en að- eins eftir siglingunni með Dronning Alexandr- ine til Ísafjarðar. Föðurfólki mínu á Akureyri kynntist ég ekki fyrr en löngu síðar,“ segir Kristbjörn. Fylgst var með honum og dag einn kom bréf frá afa Kristbjörns á Akureyri, Ingimari Ey- dal, þess efnis hvort ekki væri þjóðráð að drengurinn kæmi þangað í skóla. „Mamma bar þetta undir mig og ég hélt nú ekki; það væri skóli á Látrum.“ Þar við sat. „Það hefur örugglega verið sjaldgæft að börn fengju að ráða þessu sjálf á þessum tíma,“ segir Friðþór. „Sérstaklega þar sem Akureyri var mun stærri staður en Látrar og skólinn öflugri.“ Fyrstu kynni Kristbjörns af föður sínum voru býsna skondin. „Móðir mín fór með mig og yngri bróður minn í heimsókn til Akureyrar árið 1942. Ég var einn á rölti í Gilinu þegar maður gaf sig á tal við mig og sagði: Sæll ungi maður, ég er faðir þinn!“ Spurður hvernig Hörður hafi borið kennsl á hann svarar Kristbjörn: „Hann hlýtur að hafa séð hvað ég var mikill sveitalubbi!“ Hjólaði út í skurð Að öllu gríni slepptu þá hafði heimsókn þeirra mæðgina spurst út og Hörður undir það búinn að hitta son sinn enda þótt hann hafi ugglaust ekki átt von á því að fund þeirra myndi bera að með þessum hætti. „Það var allt í lagi að hitta pabba,“ rifjar Kristbjörn upp. „Hann lánaði mér hjólið sitt en ég hafði aldrei séð slíkt tæki fyrr og kunni ekkert á það. Auðvitað endaði það með ósköp- um; ég hjólaði út í skurð.“ Hann slapp við teljandi meiðsli og var vel tekið á heimilinu. „Konan hans pabba, Pálína Indriðadóttir Eydal, var mjög almennileg en ég held að hann hafi sjálfur verið hálffeiminn við mig,“ segir Kristbjörn en þarna hitti hann einnig hálfbræður sína, Ingimar og Finn, í fyrsta skipti. Þeir urðu seinna báðir lands- frægir hljómlistarmenn. Ári síðar fæddist þriðji hálfbróðirinn á Akureyri, Gunnar. Þeir eru nú allir látnir. Kristbjörn kynntist bræðrum sínum betur síðar, ekki síst fyrir hvatningu eiginkonu sinn- ar. „Hún hafði mikinn áhuga á því að ég kynnt- ist mínu fólki á Akureyri og ég er þakklátur fyrir það. Hún sótti það líka stíft að synir okk- ar bæru Eydalsnafnið.“ Spurður hvort hann sé ekki með músíkina í blóðinu eins og bræður hans svarar Krist- björn: „Nei, ég er alveg gjörsneyddur öllum hæfileikum á því sviði – en spila þó ágætlega á grammófón. Mér hefur alltaf þótt gaman að hlusta á músík.“ Löngu síðar settist Friðþór á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri og var mjög vel tekið af ættingjum sínum þar um slóðir. Ljómandi uppvöxtur Á Látrum ólst Kristbjörn upp hjá móður sinni og sambýlismanni hennar, Theodóri Jónssyni sjómanni, en naut einnig ömmu sinnar og afa, Þórunnar Maríu Þorbergsdóttur og Friðriks Finnbogasonar á Ystabæ. „Þetta var ljómandi uppvöxtur; við börnin lékum okkur í boltaleikjum á sumrin og vorum Svaf á hurð í tvö ár Kristbjörn Eydal man tímana tvenna en hann hélt upp á níræðisafmæli sitt í sumar. Veislan fór að sjálfsögðu fram á Látrum í Aðalvík, þar sem hann óx úr grasi við gott atlæti enda þótt lífsgæðakapphlaupið hafi látið þessa afskekktu byggð nyrst á Vestfjörðum ósnortna. Síðar vann Kristbjörn fyrir herinn í Aðalvík og enda þótt hann hafi ekki búið þar í sextíu ár kemur hann þangað á hverju einasta sumri. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Einar Ási Guðmundsson skipstjóri flytur feðgana Kristbjörn og Guðmund í land á Látrum. Bátsferð með m.b. Jóa frá Ísafirði með viðkomu í Grunnavík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.