Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 B réfritari hefur lengi sér til gamans fylgst með hræringum ítalskra stjórn- mála. Við, þessir þunglamalegu norðangarramenn, gætum vísast bætt okkar pólitíska yfirbragð með blöndu af tilfinningasemi og aðeins glanna- legri og jafnvel rómantískari litum í þær myndir sem við komumst ekki hjá að draga upp. Óþarfar títuprjónastungur Fyrir alllöngu sat hann á skrafi með Silvio Berlusconi í draumareit hans í Sardiníu sem hann mun nú hafa selt á rúmlega 10 milljarða. Og talið barst að ítölskum sviptingum og þeim fjölda ríkisstjórna sem höfðu haldið um tauma í Róm frá lok- um síðustu heimsstyrjaldar. Bréfritari stóðst því mið- ur ekki mátið og sagði starfsbróður sínum að hann hefði heyrt sögu um að á upplausnartímum í ítalska þinginu hefði áhrifamikill eldri stjórnmálamaður setið í salnum, þreyttur eftir skylmingarnar þar, og blundað í sæti sínu. Eftir tvær stundir hefði verið ýtt við honum og hann upplýstur um að á meðan hann svaf hefði hann orðið forsætisráðherra Ítalíu. Gestgjafinn góði, sem oft var móttækilegur fyrir sögum þótt þær bæru með sér að vera spuni, tók þessu skensi ekki vel. Hann sagðist iðulega heyra slíkar trakteringar frá erlendum gestum sínum og væri einstaka saga þó fyndnari en þessi. Jú, sagði hann svo alvörugefinn, að sá fótur sem væri fyrir þess háttar tali væru staðreyndir sem lægju fyrir um fjölda forsætisráðherra og samanburður við tölur annars staðar úr Evrópu. En áfellisdómurinn sem leyndist í skensinu ætti að vera sá að pólitíska upp- lausnin, sem fjöldi ríkisstjórna væri sönnunarmerki um, sýndi að allt væri í kalda koli á Ítalíu. Veruleikinn styddi ekki þær dylgjur. Þeir sem raunverulega þekktu til ítalskra stjórnmála vissu að allar þessar ríkisstjórnir fylgdu í meginatriðum svipaðri stefnu. Og þess vegna hefði Ítalíu gengið betur en fyndnu menn- irnir gæfu sér. Evran hefði hins vegar reynst landinu illa. Bréfritara þótti verra að hafa sært gestgjafa sinn, sem hann hélt upp á. Orð hans og verk voru gjarnan afbökuð í fjölmiðlum Evrópu. Auðvitað í hinum vinstri- sinnuðu og taktlausu ríkisfjölmiðlum á hverjum stað en ýmsir aðrir smituðust af vondu fordæmi. Er það lýðskrum að hlusta á fólk? Á síðustu áratugum hefur enginn ítalskur stjórnmála- maður fengið traust kjósenda endurnýjað jafn oft og Silvio Berlusconi og er hann því undantekningin í for- sætisráðherraflórunni. Flestum þykir fínt að vilja leggja mál þjóðar í dóm kjósenda en ótrúlega margir gera lítið úr þeim dómi ef hann fellur ekki í kramið. ESB og reyndar fylgjendur þess eru fræg að endemum fyrir slík viðbrögð. Þeir sem telja eðlilegt í lýðræðisríki að hlusta eftir sjónarmiðum almennings eru gjarnan uppnefndir sem „popúlistar“ og sagðir andstæðingar þess að hinir „faglegu“ fái að ráða. En hinir „faglegu“ eru saman- þjappaður hópur manna, oftar en ekki skápasósíal- istar, sem telja sig langt yfir aðra hafna og borna til að stjórna í krafti yfirburða sinna og gáfna. Matteo Salvini, sem leiðir (norður)Bandalagið á Ítal- íu, hefur verið talinn öflugasti leiðtogi fráfarandi stjórnar Ítalíu. Stuðningur við hann hefur aukist mjög síðustu misserin. Sú þróun hefur farið mjög fyrir brjóstið á hinum rétt rúmlega þrítuga (33) leiðtoga 5 stjörnu hreyfingarinnar, Luigi Di Maio. Salvini mat stöðu sína svo sterka að óhætt væri að kippa grund- vellinum undan ríkisstjórninni þar sem hann var annar burðarbitinn. Fram að þessu hefur M5S jafnan verið flokkað sem bandalag „popúlista“, elítuhatara, umhverfissinna, andstæðinga alþjóðavæðingarinnar og ESB-andstæð- inga. Flokkurinn er einatt stimplaður sem flokkur hins „nýja hægris“ og er þá helst verið að vísa til andstöðu hans við aukningu innflytjenda í landinu. Það má segja að Salvini hafi að nokkru eignað sér síðasttöldu málin í ríkisstjórninni í óþökk Di Maio, sem lítur réttilega á sig sem leiðtoga stærri flokksins í stjórninni. Spilað upp í hendurnar Strax eftir síðustu ESB-kosningar, þar sem Banda- laginu gekk betur en M5S, tók að bera á brestum í samstöðu uppreisnarmannanna í ítölskum stjórn- málum. Salvini gaf iðulega litríkar yfirlýsingar um þróun ESB-samstarfsins og lét eins og hann talaði í nafni ríkisstjórnarinnar. Hann vildi þannig hafna til- lögu um að þýski varnarmálaráðherrann Ursula von der Leyen tæki við af Jean-Claude Juncker sem for- seti framkvæmdastjórnar ESB. Hún náði naumlega kjöri á þingi sambandsins og var eftir því tekið að þingmenn Bandalagsins greiddu atkvæði gegn henni en þingmenn M5S með. Afhjúpaði þetta vaxandi veik- leika ítölsku stjórnarinnar. Di Maio hafði margoft lýst því yfir að flokkur sósíal- demókrata, sem féll með skelli í síðustu kosningum, væri höfuðóvinur sinn og með þeim myndi hann aldrei starfa. En andúðin á Salvini og hversu fljótt hann tók að skyggja á Maio og flokk hans breytti myndinni. Salvini telur að nýju stjórnarflokkarnir séu eins og olía og vatn og að auki styðjist þeir við flokka á ysta jaðri vinstrisins og því sé fráleitt að spá stjórninni langlífi. En límið í nýju ríkisstjórninni gæti haldið betur en hann og aðrir ætla. Það er aðallega hrært Það eru víðar myglaðir ostar en á Ítalíu ’ En það er ekki aðeins svo að slík höfnun sé í samræmi við samninginn sjálfan. Það að hún sé fullkomlega heimil er í raun forsenda þess að samningurinn var gerður og að það var stætt á því að gera hann. Þetta er eins augljóst og verða má. Ef Ísland gæti ekki hafnað tilskipunum frá Brussel og yrði að samþykkja þær þvert gegn vilja þjóðarinnar, þá þýddi það að Ísland hefði flutt löggjafar- vald sitt úr landinu. Reykjavíkurbréf30.08.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.