Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019
LÍFSSTÍLL
Rúm 27 ár eru nú liðin frá þvílandgræðsluátaki Olís ogLandgræðslu ríkisins,
Græðum landið með Olís, var hrint
af stað. Var það kynnt fjölmiðlum í
Gunnarsholti hinn 26. maí 1992. Í
átakinu fólst að 20 aurar af hverj-
um seldum bensínlítra rynnu til
Landgræðslunnar og var Sveini
Runólfssyni, þáverandi land-
græðslustjóra, afhent fyrsta fram-
lagið, þrjár milljónir króna, þennan
dag í Gunnarsholti.
Alls afhenti Olís Landgræðsl-
unni 20 milljónir á árunum 1992 og
1993 og 80 milljónir á næstu 10 ár-
um. Haft er eftir Óla Kr. Sigurðs-
syni, þáverandi forstjóra Olís, í ár-
bók Landgræðslunnar 1993-1994,
Græðum Ísland, að hann vonist til
að fleiri fylgi dæmi hans og lands-
menn leggist á sveif með Olís og
Landgræðslunni. „Það eru við-
skiptavinir Olís sem gefa féð,“
sagði hann.
Auglýsingin áhrifamikil
„Ég varð gríðarlega ánægður þeg-
ar Óli Kr. kom fyrst að máli við mig
og viðraði við mig þessa hugmynd
um að láta hluta af sölu hvers lítra
renna til Landgræðslunnar,“ segir
Sveinn. Hann segir ekki síst aug-
lýsinguna fyrir Landgræðsluna að
taka þátt í verkefni sem þessu hafa
verið mikilvæga. „Báðir aðilar
græddu á þessu. Bæði Olís og land-
ið,“ segir Sveinn og vill meina að
Íslendingum hafi orðið meira um-
hugað um landgræðslu.
Spurður segir Sveinn að um hug-
arfarsbreytingu hafi verið að ræða
hjá landanum þegar átakið var sett
af stað. Sjónvarpsauglýsingin sem
notuð var til að vekja athygli á því
hafi verið mjög áhrifarík.
„Þetta voru óheyrilega skemmti-
legir tímar. Það var mikill áhugi
hjá landsmönnum á verkefninu,“
segir Sveinn.
„Meiri áhugi varð hjá fjöl-
miðlum, meira hringt og meiri já-
kvæðni í landbúnaðarráðuneytinu á
þeim tíma. Ég var oftar beðinn um
að halda erindi í rótarý- og lions-
klúbbum. Hvar sem maður kom á
mannamót fór fólk að tala við mann
um landgræðslu og tengd mál,“
segir Sveinn um breytinguna í kjöl-
far átaksins.
Fjármagnið kom sér vel
En hvað þýddu þessi fjárframlög
fyrir landgræðslu á landinu?
„Þetta þýddi að það varð gríð-
arlega mikil aukning í uppgræðslu
á friðuðum landgræðslusvæðum,
sérstaklega á Haukadalsheiðinni í
Árnessýslu. Það svæði var gríð-
arlega stórt og erfitt uppblást-
urssvæði,“ segir Sveinn og nefnir
sem dæmi að í því moldroki sem
var á svæðinu á dögunum varð ekk-
ert uppfok þar sem farið var í upp-
græðslu á síðasta áratug síðustu
aldar. „Ef ekkert hefði verið gert á
Haukadalsheiðinni á sínum tíma
hefði brúnn mökkur byrgt alla
fjallasýn þegar þetta veður gekk
yfir,“ bætir hann við og segir að
einnig hafi verið unnið við Þorláks-
höfn og á Landeyjasandi. „Þetta
fjármagn kom sér afskaplega vel
fyrir landgræðslustarfið.“
Sveinn segir alla innviði hafa
verið til staðar hjá Landsgræðsl-
unni til að taka við fjármagninu á
þessum tíma og það nýtt eins og
best varð á kosið.
Átakið stóð í 10 ár en eftir það
veitti Olís Landgræðslunni fyrir-
greiðslur sem að sögn Sveins auð-
veldaði landgræðslustarfið. „Það
var áframhaldandi velvilji hjá Olís í
garð Landgræðslunnar,“ segir
Sveinn. Hann fagnar því að nú sé
búið að undirrita nýjan samstarfs-
samning milli Olís og Landgræðsl-
unnar er varðar kolefnisjöfnun.
„Ég hvet landsmenn til þess að kol-
efnisjafna aksturinn með því að
taka eldsneyti hjá Olís.“
Byrjaði með Ómari
Kveikjan að átakinu var samtal
Ómars Ragnarssonar, sem þá var
fréttamaður hjá Stöð 2, og Óla Kr.
„Ég var búinn að gera tvo þætti
um landgræðslumálin í slagtogi við
Svein Runólfsson,“ segir Ómar sem
fór þá á flugvél og skoðaði afréttar-
lönd. „Þá opnaðist fyrir mér alveg
ný sýn á ástand Íslands og hvernig
búið var að fara með landið.“ Ómar
hafði auk þess flutt fréttir af þess-
um málum og segir það hafa komið
sér mikið á óvart hve alvarlegt
ástandið var.
Ómar vill þó lítið gera úr sínum
þætti í málinu. „Ég fékk hugmynd
sem var í raun óframkvæmanleg.
Hún var að stofna sérstaka græna
flugsveit vina minna í flugbrans-
Morgunblaðið/Eggert
Sveinn Runólfsson, til vinstri, tekur við íturvaxinni ávísun úr hendi Óla Kr., for-
stjóra Olís, við kynningu á átakinu Græðum landið með Olís árið 1992.
„Blessaður, vertu ekki að þessu“
Saga samstarfs Olís og Landgræðslunnar telur hátt í 30 ár eða allt frá því átakið Græðum landið með Olís var sett af stað.
Að sögn þá- og núverandi landgræðslustjóra hafði herferðin mikil áhrif á viðhorf almennings til landgræðslumála.
Ómar Ragnarsson var kveikjan að átakinu en segir heiðurinn ekki sinn.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Jón Ólafur Halldórsson, fyrir miðju, Sveinn Runólfs-
son, til hægri, og Árni Bragason voru glaðir í bragði
þegar ljósmyndari náði þessari mynd af þeim saman.
Ómar Ragnarsson, til vinstri, ásamt bróður sínum, Jóni, við rallbíl þeirra. Þeir
urðu Íslandsmeistarar í rallakstri fjórum sinnum á 8. og 9. áratug síðustu aldar.