Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2019 LÍFSSTÍLL Fyrr í ár fór Olís af stað meðnýtt verkefni í samstarfi viðLandgræðslu ríkisins og tók þar með næsta skref í þeirri þró- un sem hófst með átakinu Græð- um landið með Olís 1992. Felur það í sér að viðskiptavinum Olís er boðið að kolefnisjafna viðskipti sín við olíufyrirtækið. Lykil- og korthafar hjá Olís geta þá gefið eftir 2 krónur af afslætti sínum og greiðir þá Olís tvær krónur á móti. Fjórar krónur renna því óskiptar til Landgræðslunnar. „Við fengum Landgræðsluna til að reikna út kolefnisspor eldsneyt- isnotkunar bifreiðar. Niðurstaðan er sú að það kostar fjórar krónur á lítra, fyrir meðalbíl, að kolefn- isjafna notkun sína. Við tökum þá þann pól í hæðina að því fylgi ábyrgð að selja þennan orkugjafa sem eldsneyti er og því viljum við leggja þessar tvær krónur á móti í kolefn- isjöfnunina,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, og bætir við að öðrum viðskiptavinum en lykil- og korthöfum gefist kostur á að kolefnisjafna einstök viðskipti sín. Selja umdeilda vöru Flestum er ljóst að bruni jarð- efnaeldsneytis, sem á sér stað í bílum og alls kyns annarri orku- notkun, veldur losun gróðurhúsa- lofttegunda sem stuðla að hlýnun jarðar. Margir telja eitt stærsta verkefni heimsbyggðarinnar að draga úr losun lofttegundanna. Jón Ólafur er sammála því að Olís byggi rekstur sinn á sölu á um- deildri vöru og segir Olís vilja vera meðal fremstu innan síns geira þegar farið er inn í þá fram- tíð sem blasir við. Olís hefur skrifað undir samn- ing þess efnis að kolefnisjafna all- an sinn rekstur og hefur fyrir- tækið að sögn Jóns Ólafs reiknað út hvað þarf til þess. Það verði gert í samstarfi við Landgræðsl- una. „Okkur þykir sérstaklega vænt um að gera þetta með Land- græðslunni því við eigum þessa sögu með þeim.“ Kolefnisjöfnun felur í sér að jafna losun koltvísýrings eða ann- arra gróðurhúsalofttegunda með því að binda áþekkt magn í gróðri og jarðvegi og talar Jón Ólafur um þrjár meginstoðir kolefn- isbindingar. Þær eru endurheimt votlendis, landgræðsla og skóg- rækt. Endurheimt votlendis felur í sér að fylla í skurði svo mýrar hætti að losa kolefni og fari að binda það; landgræðsla felur í sér uppgræðslu lands þar sem gróð- ureyðing hefur átt sér stað sem getur þá bundið kolefni á ný; og við skógrækt eru tré gróðursett sem geta þá bundið bæði kolefni og fjölgað sér. Það fjármagn sem viðskiptavinir Olís og fyrirtækið sjálft veita til Landgræðslunnar verður notað í þessi verkefni. Meira úr fjármagninu en ella Árni Bragason, landgræðslustjóri, segir samstarfið við Olís skipta landgræðsluna miklu máli við að vekja athygli á þeim vandamálum sem staðið er frammi fyrir í loft- lagsmálum. „Olís er öflugt fyrir- tæki sem er duglegt að auglýsa og þessi kynningarherferð þeirra vekur athygli á því að allir þurfa að leggja málefninu lið,“ segir Árni og tekur fram að Olís leggi fram- kvæmdum sem þeg- ar eru í gangi lið. Það sé því ekki ver- ið að leggja auka kostnað í undirbún- ing á sérstökum svæðum eða verk- efnum. „Þannig fáum við meira út úr framlaginu heldur en ella.“ Að sögn Árna þarfnast stór svæði uppgræðslu. „Ef við höldum áfram af þeim krafti sem við höf- um gert er þetta verkefni til næstu 100 ára,“ segir hann en ef fram fer sem horfir og meira fjár- magn verður sett í landgræðslu auk utanaðkomandi styrkja eins og frá Olís verður hægt að klára brýnustu verkefnin á 40 árum í stað 100. Af nógu að taka Árni segir mikla möguleika á því að binda kolefni á Íslandi, meiri en eru víða annars staðar í heim- inum. „Jarðvegurinn hér tekur mjög vel við landgræðslu. Bindi- geta á kolefni í jarðveginum, þess- um eldfjallajarðvegi, er mjög mik- il.“ Framræst votlendi og endur- heimt þess hefur verið þónokkuð í umræðunni upp á síðkastið og segir Árni aðeins um 20% fram- ræsts lands notuð í landbúnað. „Það er af nógu að taka. Land- græðslan er í samstarfi við land- eigendur, Votlendissjóðinn og alla þá sem vilja vinna með okkur að því að moka ofan í skurði og end- urheimta votlendi,“ segir hann og bætir við að stefnan sé að endur- skipuleggja skurðakerfin á næstu árum svo skurðum sem eru um- hverfis land og nýttir eru sé við- haldið og mokað ofan í aðra. „Það sem gleymist oft í þessu samhengi er að með opnum skurð- um erum við að tapa næringar- efnum úr jarðveginum með fram- ræsluvatninu,“ segir Árni. Miklir mögu- leikar á Íslandi Olís býður nú viðskiptavinum sínum að kolefn- isjafna viðskipti sín í samstarfi við Landgræðsluna. Forstjóri Olís segir sér þykja vænt um að vera í sam- starfi við Landgræðsluna vegna samstarfs fyrri ára. Landgræðslustjóri segir auglýsinguna sérstaklega mikilvæga til að vekja athygli á málstaðnum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’Okkur þykir sér-staklega væntum að gera þettameð Landgræðslunni því við eigum þessa sögu með þeim. anum, fara um landið og dreifa áburði og fræjum úr flugvélum þar sem þess þurfti,“ segir Ómar. „Ég vissi að Óli í Olís væri fram- kvæmdasamur maður. Ég spurði hann því hvað honum fyndist um þetta og hvort Olís vildi styðja það. Hann benti mér strax á að þetta væri gjörsamlega óframkvæman- legt, sem var alveg hárrétt hjá hon- um,“ segir Ómar en dreifing sem þessi hefði orðið háð veðri og öðr- um þáttum og því of mikil fyrirhöfn í kringum hana. „Við gerum þetta bara“ „Við heyrðumst svo einum eða tveimur dögum síðar og þá sagði hann: „Blessaður, vertu ekki að þessu, við gerum þetta bara hjá Ol- ís.“ Það var byrjunin. Þetta var því algjörlega hans heiður og hann framkvæmdi þetta í samstarfi við Svein,“ segir Ómar og kveðst lítið hafa þurft að velta átakinu meira fyrir sér. Hann hafi haldið sínu striki í að fjalla um landgræðslu og tengd málefni í fjölmiðlum. Ómar gerði, ásamt Sigurveigu Jónsdóttur, 50 þætti um umhverfismál í framhaldi af átak- inu. „Það var gert til að fylgja því eftir sem þurfti í þessum málum hvað snertir fjölmiðla,“ segir Óm- ar. Spurður segir Ómar að verkefnið hafi skilað sínu því þarna var komið stórt fyrirtæki sem setti nafn sitt við umhverfismálin. „Þetta var frá- bært verkefni sem þeir unnu að, þeir Óli og Sveinn,“ segir Ómar og bætir við: „Þetta var pottþétt og einföld fjáröflunaraðferð. Græna flugsveitin hefði hins vegar falið í sér mikla vinnu, fyrirhöfn, fjárútlát og áhættu varðandi árangur.“ Staðan betri í dag Árni Bragason, landgræðslustjóri núverandi, segir stöðuna betri í dag en hún var fyrir rúmlega 27 ár- um þegar fyrrnefnt átak fór af stað. „Hún er betri í dag að því leyti að við erum með fleira starfs- fólk sem vinnur að þessum málum. Það er meiri þekking innan stofn- unarinnar,“ segir hann og tekur undir orð Sveins hér að framan. „Það sem átak Olís gerði á sínum tíma var að auka meðvitund lands- manna um þörfina á því að græða landið. Það tel ég vera stóra ávinn- inginn af þessu samstarfi. Það þekkir nánast hvert einasta manns- barn Græðum landið með Olís og það hefur auðveldað Landgræðsl- unni að ná til fólks. Það er auðvitað það sem ég vonast eftir að ná fram með núverandi samstarfi okkar og Olís,“ segir Árni en hann vonast til að samstarfið veki fólk til umhugs- unar um nauðsyn þess að græða landið og ganga vel um það. ’Við heyrðumst svoeinum eða tveimurdögum síðar og þá sagðihann: „Blessaður, vertu ekki að þessu, við gerum þetta bara hjá Olís.“ Það var byrjunin. Þetta var því algjörlega hans heiður. „Það eru viðskiptavinir Olís sem gefa féð,“ sagði Óli Kr. um Græðum landið með Olís árið 1992. Hann varð bráðkvaddur í júlí sama ár. á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.