Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2019, Síða 29
fyrstu lotuna en Booth snýr taflinu við með afgerandi hætti í næstu lotu; fleygir Lee utan í kyrrstæða bifreið svo stórsér á henni. Ekki kemur til endanlegs uppgjörs vegna þess að bardaginn er stöðvaður af yfirmönn- um þeirra félaga á settinu. Var frekar drjúgur með sig Sjálfur hefur Tarantino varið túlkun sína á Lee. Á blaðamannafundi í Moskvu, þar sem hann var að kynna myndina á dögunum, sagði hann: „Bruce Lee var frekar drjúgur með sig. Hvernig hann tjáði sig; það er enginn uppspuni af minni hálfu. Ég heyrði hann segja hluti af þessu tagi. Ef fólk segir: En hann sagðist aldrei geta tekið í lurginn á Muham- med Ali? Ójú, hann gerði það. Skilj- iði? Ekki nóg með að hann hafi sagt það sjálfur heldur gerir eiginkona hans, Linda Lee, það einnig í fyrstu endurminningum sínum, sem ég las. Hún sagði þetta, punktur, basta.“ Þetta er raunar ekki rétt hjá leik- stjóranum, því þegar menn flettu upp í bókinni, Bruce Lee: The Man Only I Knew, kom í ljós að þessi orð eru höfð eftir ónafngreindum þriðja manni sem hafði efasemdir um að Muham- med Ali væri manna hraustastur vestra um þær mundir. „Þeir sem hafa séð Lee myndu veðja á að hann gæti barið Ali til óbóta.“ Einn af lærlingum Bruce Lee, Dan Inosanto, hefur einnig dregið þessa afstöðu til efa. Að hans sögn hafði Lee mikið dálæti á Ali og hefði aldrei látið sér detta í hug að vanvirða hann með þessum hætti. Annars tók Tarantino skýrt fram á blaðamannafundinum að hann þyrfti ekki að réttlæta sýn sína gagnvart nokkrum manni enda þrátt fyrir allt um skáldverk að ræða. „Gæti Cliff barið Bruce Lee í strimla?“ spurði hann svo. „Brad gæti það ekki, en mögulega gæti Cliff það. Ef þið spyrjið mig: Hvor myndi vinna slaginn, Bruce Lee eða Drakúla? Þá er það sama svarið. Þetta er skálduð persóna. Ef ég segi að Cliff geti barið Bruce Lee er svarið já vegna þess að hann er skálduð persóna. Staðan er þessi: Cliff er hermaður og hefur drepið marga menn í seinni heims- styrjöldinni – með berum hnefum. Sagði Bruce Lee ekki alltaf að hann dáðist að vígamönnum? [...] Cliff er ekki bardagaíþróttamaður, hann er vígamaður.“ Leikstjórinn lauk máli sínu á því að fullyrða að Bruce Lee myndi „drepa“ Cliff Booth í bardaga að viðstöddu fjölmenni í Madison Square Garden en mættust þeir á hinn bóginn í frum- skógum Filippseyja myndi dæmið snúast við. Út frá þessum orðum má gera því skóna að Tarantino hafi ekki verið að gera lítið úr Bruce Lee í téðu atriði, heldur mikið úr Cliff Booth. Undir- strika hversu grjótharður hann á að vera. Hver er harðasti naglinn í Hollywood 1969? Jú, auðvitað Bruce Lee. Ergó: Cliff gengur í skrokk á honum. Ekki svo að skilja að atriðið verði endilega eitthvað þægilegra fyrir Shannon Lee og aðdáendur föð- ur hennar út frá því sjónarhorni. Raunar var Shannon Lee alls ekki skemmt yfir téðri greiningu Tarant- inos. „Hann ætti að loka á sér þverrif- unni. Það væri langbest,“ sagði hún við tímaritið Variety eftir að hafa hlýtt á mál leikstjórans. „Hann gæti líka beðist afsökunar og sagt: Ég hef í raun og veru ekki hugmynd um hvernig Bruce Lee var; skrifaði þetta bara svona fyrir kvikmyndina og ekki ber að líta svo á að hann hafi verið svona.“ Rasískur undirtónn? Þess utan hverfist deilan ekki aðeins um persónu Bruce Lee heldur heilan kynstofn en einhverjir telja sig greina rasískan undirtón í túlkun Tarantinos á manni sem sagður er hafa gert meira fyrir sjálfsvirðingu Banda- ríkjamanna af asískum uppruna en flestir aðrir með sjálfsöryggi sínu og velgengni á hvíta tjaldinu. Tarantino hefur meðal annars verið sakaður um að „alhæfa“ og setja fram „stereótýp- íska sýn“ á asíska karlmenn en Bruce Lee er eina litaða persónan sem eitt- hvað kveður að í myndinni. Það verður þó að teljast langsótt að væna Quentin Tarantino um rasisma en fáir leikstjórar hafa skapað eft- irminnilegri litaðar persónur seinasta aldarfjórðunginn; nægir þar að nefna Jules Winnfield og Marsellus Wallace í Pulp Fiction, Jackie Brown í sam- nefndri mynd og Django í Django Unchained. Að ekki sé talað um tví- tyngdu ambáttina Broomhildu von Shaft. Sú kallaði ekki allt ömmu sína. Sony Pictures Entertainment 1.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir MÁLMUR Sem frægt er þá var Ste- ven Adler, upprunalegur trymbill Guns N’ Roses, ekki endurlimaður inn í málmbandið fræga fyrir Not In This Lifetime-túrinn sögufræga sem lauk á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. Þetta gramdist Adler og brást við með því að setja á lagg- irnar hljómsveitina Adler’s Appe- tite sem hefur verið að troða upp í Bandaríkjunum að undanförnu. Söngvarann, Ariel Kamin, fann Ad- ler í GN’R-ábreiðubandinu Son Of a Gun í Argentínu. Adler saman nú! Steven gamli Adler hress að vanda. BÓKSALA 21.-27. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn 2 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 3 Sú sem varð að deyja David Lagercrantz 4 Sapiens Yuval Noah Harari 5 Tungutak – ritun Ásdís, Elínborg og Sólveig 6 Focus on Vocabulary 2 Diane Schmitt 7 Menschen A1 Arbeitsbuch 8 Menschen A1 Kursbuch 9 Svört perla Liza Marklund 10 Annabelle Lina Bengtsdotter 1 Verstu börn í heimi 3 David Walliams 2 Blesa og leitin að grænna grasi Lára Garðarsdóttir 3 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 4 Vandræðasögur Ýmsir höfundar 5 Risastóri krókódíllinn Roald Dahl 6 Þín eigin saga – draugagangur Ævar Þór Benediktsson 7 Þín eigin saga – piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 8 Óvænt endalok Ævar Þór Benediktsson 9 Fleiri Korkusögur Ásrún M./Sigríður M. 10 Litli prinsinn Antoine de Saint-Exupéry Allar bækur Barnabækur Ég er í leshóp sem kallast Les- hópur fyrir konur sem lesa. Við hittumst mánaðarlega og sú sem er gestgjafi velur bókina hverju sinni. Núna erum við að lesa Sælu- vímu eftir Lily King. Bókin kem- ur út hjá bóka- forlaginu Ang- ústúru, og er hluti af útgáfu sem kallast bækur í áskrift en þá fær áskrifandi fjórar þýddar bækur á ári frá ýmsum heimshornum í beint inn um lúguna. Að vera í bókaklúbb, hvort sem það er með góðum vinkonum eða áskrifandi, er kjörin leið til að kynnast bókum og höfundum sem ella hefðu kannski ekki orð- ið fyrir valinu. Sæluvíma fjallar um störf mannfræðinga í Nýju- Gíneu á fjórða áratug síðustu aldar og byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mann- fræðingsins Margaret Mead. Ég er nýbyrjuð á bókinni og hún lofar góðu. Fyrir nokkrum árum ákvað les- hópurinn að lesa Dalalíf eftir Guð- rúnu frá Lundi. Bókin vakti mismikla lukku inn- an hópsins en þetta voru mín fyrstu kynni af Guðrúnu og ég kolféll. Bækur Guðrúnar eru stórkostleg blanda af sveitastörf- um til forna, ást, svikum, gleði og sorgum - fullkomin sveita- sápa. Sumrinu varði ég því með fólkinu á Herjólfsstöðum í Lága- nessveit við mótekju, mjaltir og gegndarlausa kaffidrykkju. Eyjan hans afa eftir Benji Dav- ies er í miklu uppáhaldi hjá eins og hálfs árs gamalli dótt- ur minni og við lesum hana á hverju kvöldi, stundum tvisvar. Þetta er gull- falleg, litrík bók með trega- fullum undirtóni. Hún fjallar um drenginn Leó sem fer með afa sínum í hans hinsta ferðalag til ævintýraeyju. Svo er það Pratchett. Það er alltaf Pratchett. Discworld heimurinn er sögu- svið fantasíubóka breska rithöf- undarins Terry Pratchett. Heim- urinn í bókaröðinni er diskur sem stendur á baki fjögurra fíla, sem aftur standa á baki skjaldböku sem syndir gegn- um alheiminn. Eðlilega. Í þessum heimi búa nornir, galdramenn, tröll, dvergar og mannfólk, og galdrar eru hluti af hinu daglega lífi. Bækurnar í Discworld bóka- röðinni skipta tugum. Ég ánetj- aðist þeim á unglingsárum og get lesið sömu bækurnar aftur og aftur, enda uppgötva ég nýjar vísanir við hvern lestur. Bæk- urnar eru bráðfyndnar en að auki hafði Pratchett einstakt næmi fyrir mannlegu eðli og undir gamansömu yfirborðinu leynist hárbeitt ádeila á sam- félagið. AUÐUR ER AÐ LESA Bókaklúbbur kjörin leið Auður Hall- dórsdóttir er Forstöðumað- ur bókasafns og menningar- mála í Mos- fellsbæ.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.