Fréttablaðið - 05.10.2019, Síða 74
ÞAÐ MERKILEGA ER AÐ
VIÐ ÞEKKTUMST EKKERT
ÁÐUR. ÉG VAR NÝBÚINN AÐ
LEIGJA MÉR SKRIFSTOFU
OG KENNARINN SKIPAÐI
OKKUR Í HÓP.
Halldór Snær
Í gluggalausri skrifstofu í byggingu sem stendur alveg við sjávargarðinn á Granda situr Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games. Aðrir starfsmenn, um
fimmtán talsins, vinna í opnu rými
á tveimur hæðum skrifstofunnar
og njóta fallegs útsýnisins. „Ég fékk
gluggalausu skrifstofuna,“ segir
hann og hlær og segir að stjórnend
ur ættu ávallt að taka versta rýmið
fyrir sig sjálfa.
Meðalaldur starfsmanna er lík
lega rétt yfir tuttugu ár. En þrátt
fyrir það er hver og einn þeirra sér
fræðingur í því verkefni sem þeir
fást við. Innan teymisins starfar fólk
að því að búa til búninga, umhverfi,
aukahluti, skrifa handrit, taka upp
hljóð og tónlist, hanna persónur og
framvindu, tæknibrellur, forritun
og svona mætti áfram telja. Skap
andi verkefni sem krefjast listrænna
eiginleika.
Þau vinna öll sem eitt að þróun
ævintýratölvuleiksins The Darken
sem fjallar um söguhetjuna Ryn,
sem er leikin af leikkonunni Aldísi
Amah Hamilton.
Búa til tölvugerða tvífara
Blaðamaður fær strax á tilfinning
una að vinnubrögðin líkist því að
framleiða kvikmynd.
„Já, það er ekki fjarri lagi,“ segir
Halldór og sýnir blaðamanni stórt
upptökuver sem búið er að koma
upp í húsnæðinu þar sem allar
senur í leiknum eru teknar upp.
Aldís ásamt aukaleikurum klæðist
sérstökum búningum, hreyfirekj
anlegum göllum sem nema líkams
hreyfingar og hjálmum sem taka
upp andlitshreyfingar og hljóð.
Halldór útskýrir að kvikarar
(animators) starfi að því að taka
upp og vinna úr öllum hreyfingum
og fyrirtækið muni þurfi á f leiri
slíkum að halda á næstunni. „Við
ljósmyndaskönnum alla leikarana
og gerum af þeim tölvugerðan tví
fara. Hér í upptökuverinu tökum
við svo upp, líkama, andlit og rödd
á sama tíma.
Við vonum að leikurinn verði
klár eftir um það bil tvö ár en ég fer
varlega í slíkar yfirlýsingar. En við
stefnum hins vegar á að tvöfalda
starfsmannafjöldann til þess að það
náist. Við munum sérstaklega þurfa
að bæta við forriturum, kvikurum
og listamönnum.“
Í anddyrinu eru smekkfullar hill
ur af borðspilum og bókum. „Þetta
er all things nerd!“ segir Halldór.
„Það er rosalega mikið spilað hér
eftir vinnu. Dungeons and dragons
er voða vinsælt til dæmis.“
Þekktust ekki áður
Fyrirtækið var stofnað fyrir þremur
árum af Halldóri, Daníel Arnari
Sigurðssyni og Friðriki Aðalsteini
Friðrikssyni. Þeir voru allir nýút
skrifaðir tölvunarfræðingar úr
Háskóla Reykjavíkur og ákváðu að
snúa sér að tölvuleikjum. „Ég hef
ætlað mér að að búa til tölvuleik frá
því að ég var tólf ára gamall. Þetta
er ástríða mín. Við þrír kynntumst
þegar við unnum saman verkefni í
skólanum. Verkefnið okkar er enn
þann daginn í dag notað sem dæmi
um víti til varnaðar. Við vorum sem
sagt mjög metnaðarfullir,“ segir
hann og glottir og segir þá félaga
ekki hafa ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. „Það merkilega er
að við þekktumst ekkert áður. Ég
var nýbúinn að leigja mér skrifstofu
og kennarinn skipaði okkur í hóp.
Ég sagði við þá: Eigum við ekki bara
að nýta okkur skrifstofuna mína?
Við lokuðum okkur af í þrjár vikur,
unnum í sextán til tuttugu tíma á
dag. Og gerðum leik. Við fundum að
við gátum unnið þægilega saman að
stóru verkefni og ákváðum að halda
áfram að vinna saman,“ segir Hall
dór frá.
Vissu ekkert um rekstur
Þeir félagar fóru með hugmyndir
sínar í gegnum Startup Reykjavík og
Gulleggið. Í framhaldinu fóru þeir
að leggja drögin að leiknum, The
Darken. „Við nýttum okkur mjög
vel alla þá þjónustu og fræðslu sem
var í boði. Við vorum komnir með
góða þekkingu á því að gera flottan
tölvuleik en höfðum enga þekkingu
á rekstri fyrirtækja. Því að ráða og
reka starfsmenn, reka fyrirtæki
með hagnaði. Við vissum til dæmis
bara alls ekki hvað EBITDA þýðir,“
segir hann og hlær. „Við tókum
þetta mjög alvarlega, við fengum
þrjá fundi á dag með toppfólki í
rekstri á Íslandi. Við mættum á alla
fundina með þriggja síðna spurn
ingalista á alla fundi og náðum að
draga mikinn lærdóm af þessu ferli.
Þetta skipti miklu máli.“
Á fyrsta rekstrarárinu voru þeir
félagar komnir með góða rekstrar
áætlun um smíði tölvuleiksins.
Þeir réðu til sín nokkra starfsmenn
og gáfu þeim hlut í fyrirtækinu.
„Við náðum að opna okkar fyrstu
fjárfestingarlotu með talsverðum
áhuga frá innlendum fjárfestum.
Við gátum leigt þessa skrifstofu,
reist upptökuver og þróuðum
sneið af tölvuleiknum. Það er erfitt
að gera svona sneið því þú þarft
í raun að gera allt sem þú þarft að
gera fyrir tölvuleikinn. Þú þarft öll
lögin í kökuna til að láta þetta virka.
Þetta var rosalega stór áfangi og við
fórum í nýja fjármögnunarlotu eftir
þetta og fengum styrk frá Tækni
þróunarsjóði og Nýsköpunarmið
stöð til viðbótar. Núna erum við að
fjármagna stækkun á félaginu og
munum líklega stækka um helm
ing,“ segir Halldór frá.
Sögudrifinn leikur
En hvernig tölvuleikur er þetta?
Og hvað er öðruvísi við hann?
„The Darken er sögudrifinn tölvu
leikur, í ævintýraheimi. Aðalhlut
verkið er leikið af Aldísi Amah
Hamilton sem leikur aðalpersón
una Ry. Spilarar munu stýra henni í
gegnum ýmsar raunir. Þetta er fyrsti
leikurinn af þríleik sem á sér stað í
ævintýraheimi sem við sköpum frá
grunni. Þetta er ekki þessi hefð
bundni söguheimur dverga og
álfa,“ segir Halldór leyndardóms
fullur. Hann má auðvitað ekki gefa
of mikið upp. „Ég er með sérstakt
höfundateymi sem skrifar söguna.
Við vissum að við vildum hafa
eina aðalsöguhetju og svo föru
nauta sem þú spilar með og hittir
í gegnum leikinn,“ segir Halldór
og vísar blaðamanni á höfunda
teymið að störfum á skrifstofunni.
Þá Magnús Friðrik Guðrúnarson,
Daða Einarsson og Brimrúnu Birtu
Friðþjófsdóttur.
Vinnan er áhugamál
Daði er lærður handritshöfundur
og leikstjóri frá Kvikmyndaskóla
Íslands og Brimrún hugmynda
teiknari frá Teesside University.
En Magnús fékk hins vegar starfið
vegna þess að hann hefur lengi
verið svokallaður „dung eon mast
er“ í leiknum Dung eons and Dra
gons og hefur mikla reynslu af því
að útfæra hugmyndir í sögu. „Ég
á það til að segja að ég sé svarti
sauðurinn í fyrirtækinu því ég er
ekki sérmenntaður. Én hef reynslu
af því að spila Dungeons og Drag
ons. Ég kem hingað til vinnu beint
úr menntaskóla en fyrir mig var
það reyndar níu ára prógramm í sex
mismunandi skólum. Ég fann aldrei
það sem hentaði mér í námi, þess í
stað lærði ég sögur í gegnum Dun
geons and Dragons og hlutverka
leiki,“segir Magnús.
„Ég spila líka Dungeons og Drag
ons,“ segir Daði. „Það er nefni
lega ákveðinn grunnur að hafa
þá þekkingu, þó að námið í Kvik
myndaskólanum hafi hjálpað mér
mjög mikið. En strúkturinn í spila
mennskunni gefur manni sterkan
bakgrunn.“
Brimrún starfar náið með Magn
úsi og Daða og er svokallaður hug
myndateiknari (concept artist).
„Ég kom hingað sem Erasmus
nemandi frá Bretlandi. Ég lærði
hugmyndateikningu í Teesside
University í Middlesbrough. En
lærði líka í Kanada í heilt ár. Ég hef
teiknað karaktera og umhverfi
þeirra síðan ég var lítil og ég ákvað
að stunda nám í áhugamáli mínu.
Og af hverju ekki að teikna fyrir
tölvuleiki og kvikmyndir? Það
smá segja að eitt hafi leitt af öðru.
En þetta er draumastarfið og mér
finnst ég stundum ekki vera að
vinna, því ég væri að gera þetta
heima hvort sem er.“
Búa til
nýjan heim
Hjá Myrkur Games starfa ungir listamenn
og eldhugar að smíði sögudrifins ævintýra-
tölvuleiks. Framleiðslan er byltingarkennd
og svipar mjög til kvikmyndagerðar en í
húsnæði fyrirtækisins er stórt upptökuver
og þar klæðast leikarar hreyfirekjanlegum
göllum og búa til rafræna tvífara.
Stór hluti starfsmanna Myrkur Games. Á bak við þau bókahillan sem er smekkfull af borðspilum og bókum sem þau grípa í eftir vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Daði, Magnús og Brimrún eru í höfundateyminu.
5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
3
-3
5
F
0
2
3
F
3
-3
4
B
4
2
3
F
3
-3
3
7
8
2
3
F
3
-3
2
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K