Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1994, Blaðsíða 13
S veitarsjóðareikningar 1992
11
Hreyfingar á efnahagsliðum sveitarfélaga voru að mestu
í jafnvægi árið 1992. Hér á eftir verður fjallað sérstaklega
um tekjur, gjöld og efnahag sveitarfélaga, bæði með tilliti til
umsvifa þeirra í heild og á h vern íbúa eftir stærð sveitarfélaga
á sama hátt og gert var hér að framan.
Tekjur sveitarfélaga 1992. Heildartekjur sveitarfélaga
námu um 9,5% af landsframleiðslu á árinu 1992. Samsetning
þeirra var svipuð og árið á undan. Heildartekjurnar jukust
um 0,8% að raungildi miðað við breytingu á vísitölu
framfærslukostnaðar.
Skatttekjur voru sem fyrr meginuppistaðan í tekjuöflun
sveitarfélaganna eða um tveir þriðju hlutar hennar. Er það
nokkru lægra hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar vega
mun þyngra í tekjum sveitarfélaga en ríkissjóðs. Arið 1992
námu beinir skattar sveitarfélaga um 60% af skatttekjum
þeirra og hefur það hlutfall verið stöðugt um árabil. Hjá
ríkissjóði hefurhlutdeild beinna skatta verið um fimmtungur
af skatttekjum. Sveitarfélög hafa einnig tekjur af ýmiss
konar starfsemi og fá framlög frá öðrum bæði til rekstrar og
fjárfestingar, einkum frá ríkissjóði vegna hlutdeildar í
kostnaði af sameiginlegri starfsemi. Tekjur sveitarfélaganna
og skipting þeirra er sýnd í 5. yfirliti.
5. yflrlit. Tekjur sveitarfélaga 1991 og 1992
Summary 5. Local govemment revenue 1991 and 1992
Millj. króna á verðlagi hvers árs Hlutfallstölur, %
Million ISK at current prices Percentage
1991 1992 1991 1992
Heildartekjur 36.284 37.924 100,0 100,0 Total revenue
Skatttekjur 24.626 26.354 67,9 69,5 Tax revenue
Beinir skattar 15.024 15.441 41,4 40,7 Direct taxes
Útsvör 15.024 15.441 41,4 40,7 Municipal income tax
Obeinir skattar 9.602 10.913 26,5 28,8 Indirect taxes
Fasteignaskattar 4.517 4.495 12,4 11,9 Real estate tax
Jöfnunarsjóðursveitarfélaga 943 1.035 2,6 2,7 Municipal Equalization Fund
Aðstöðugjöld 3.763 4.970 10,4 13,1 Business tax
Aðrir óbeinir skattar 379 413 1,0 1,1 Other
Þjónustutekjur 6.229 6.985 17,2 18,4 Service revenue
Vaxtatekjur 1.144 856 3,2 2,3 Interest
Tekjur til fjárfestingar 3.624 3.059 10,0 8,1 Capital transfers received
Ymsartekjur 661 670 1,8 1,8 Miscellaneous
Hlutur einstakra tekjustofna í heildartekjum sveitarfélaga
á árinu 1992 reyndist svipaður og á árunum 1991 og 1990,
en breyttist talsvert frá árinu 1989 til ársins 1990. Þá
breytingu mátti rekja til lagasetningar sem fól í sér breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem tók gildi frá
ársbyrjun 1990. Á níunda áratugnum breyttist samsetning
tekna sveitarfélaganna lítils háttar. Skýrast þær breytingar
einkum af breyttri verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga,
skerðingu ríkisins á lögbundnum framlögum til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og upptöku staðgreiðslukerfis tekjuskatta
einstaklinga í ársbyrjun 1988.
I 6. yfirliti eru sýndar þjónustutekjur sveitarfélaga og
framlög frá öðrum til fjárfestingar þeirra með hliðsjón af því
hvernig þessar tekjur hafa komið inn og gengið upp í útgjöld
sveitarfélaga til hinna ýmsu málaflokka.