Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1994, Blaðsíða 27
Sveitarsjóðareikningar 1992
25
Samkvæmt 20 yfirliti hafa tekjur af dagvistarstofnunum
sveitarfélaga 1981 til 1992 numið um þriðjungi rekstrar-
kostnaðarþeirra. Þessartekjureru aðallegagreiðslurforeldra
fyrir vistun barna sinna, en einnig greiðslur ríkissjóðs vegna
svonefndra stuðningsbarna, þ.e. bama sem vegna fötlunar
þurfa eftirlit og aðstoð umfram önnur börn. Rckstrarútgjöld
sveitarfélaga vegna þessa málaflokks hafa rúmlega tvöfaldast
á föstu verðlagi á tímabilinu. I yfirlitinu kemur fram að
framlög sveitarfélaga til dagvistarheimila sem rekin eru af
foreldrum hafa numið um 2-5% af heildarútgjöldum
sveitarfélaganna til rekstrarog styrktarframlaga 1989-1992.
Ekki er unnt að greina þessi framlög frá heildarútgjöldum í
reikningum sveitarfélaga á fyrri árum.
Sem fyrr segir hafa útgjöld sveitarfélaga til rekstrar eigin
dagvistarstofnana rúmlega tvöfaldast á tímabilinu. Fjöldi
fósturstarfa á þessum stofnunum hefur vaxið að sama skapi
eða úr 735 í 1.575. Ef fjöldi barna á dagvistarstofnunum
sveitarfélaga er umreiknaður í “heilsdagsbörn” með áður-
nefndri aðferð, voru þau 4.376 árið 1981 og 7.288 árið 1992.
Hlutfallsleg fjölgun þeirra er þvf lægri eða nemur 67%.
Þann fyrirvara verður að hafa að kostnaður við “heilsdags-
barn” segir ekki allt um kostnað á hvert bam, þar sem
kostnaður við heilsdagsvistun barna er meiri en kostnaður
vegna annarra bama. Skýrist það m.a. af því að þau fá heitan
mat í hádegi og að við vistun þeirra hefur verið krafist fleiri
starfsmanna en vegna þeirra barna sem eru í vistun hluta úr
degi.
21. yfirlit. Dagvistir barna á einkaheimilum 1987-1992
Summary 21. Daycare in private homes 1987-1992
0-2 ára years 3-5 ára years Böm 6-10 ára Children 6-10 yers Fjöldi bama í hlutfalli af aldursflokki Percent ofage groups Fjöldi dagmæðra Child minders
Alls Total Heils- dagsvitun 7-8 hours Alls Total Heils- dagsvitun 7-8 hours
0-2 ára years 3-5 ára years 6-10 ára years
1987 1.436 576 664 211 363 12,0 5,2 1,7
1988 1.404 565 582 206 345 11,0 4,7 1,6 718
1989 1.318 509 474 174 320 9,9 4,0 1,5 661
1990 1.336 586 521 174 260 9,6 4,4 1,2 673
1991 1.528 701 541 118 285 11,1 4,3 1,4 779
1992 1.486 569 527 172 234 11,2 4,2 1,2 680
í 21. yfirliti sést fjöldi barna ídagvistun á einkaheimilum
hjá skráðum dagmæðmm í sveitarfélögum með 700 eða
fleiri íbúa fram til 1991 og s veitarfélögum með 400 eða fleiri
íbúa eftir það. Á árabilinu 1981-1992 var fjöldi bama í slíkri
dagvistun nokkuð stöðugur, um 2.000 börn árlega, þar af
700-800 í heilsdagsvistun. Yfir 60% þessara bama em 2 ára
og yngri og em böm á þeim aldri lítið færri í slíkri vistun en
á dagvistarstofnunum. Ennfremur kemur fram að yfir 40%
yngstu barnanna eru í vistun 7-8 klst. og um þriðjungur 3-5
ára barna.
Samkvæmt þessum niðurstöðum um dagvistun barna,
bæði á dagvistarstofnunum og í heimahúsum, vom 9,5%
allra barna 2 ára og yngri í heilsdagsvistun á árinu 1992 og
16,6% barna 3-5 ára. Þegar fjöldi barna í skemmri vistun á
stofnunum og í heimahúsum er lagður saman verður niður-
staðan sú, að 15% barna 2 ára og yngri og 61 % barna 3-5 ára
hafa verið í dagvist hluta úr degi árið 1992. Hér kann að
gæta tvítalningar í þeim tilvikum þar sem barn er á dagvistar-
stofnun hluta úr degi og hjá dagmóður hinn hlutann. Með
fyrirvara um tvítalningar er niðurstaðan sú að 25% af öllum
börnum 2 ára og yngri og 78% af öllum bömum 3-5 ára hafa
verið í dagvist á árinu 1992.