Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.12.1994, Blaðsíða 32
30
Sveitarsjóðareikningar 1992
Ljóst er að í ársreikningi sveitarsjóðs er rekstraryfirliti
ekki ætlað að gefa glögga mynd af hagnaði eða tapi á
viðkomandi tímabili heldur ráðstöfun tekna hans til hinna
ýmsu verkefna samanborið við fjárhagsáætlun. í
efnahagsreikningi sveitarsjóða er dregin fram peningaleg
staða sem niðurstöðutala en ekki er lagt upp úr að sýna
eiginfjárstöðu í samræmi við almennar reikningsskilaaðferðir
atvinnufyrirtækja. Sveitarsjóðum ber því að beita sértækri
reikningsskilaaðferð sbr. a. lið 9. gr. reglugerðar nr. 280/
1989. Þar skipta eftirfarandi atriði mestu máli:
a. Skatttekjur, ráðstöfun þeirra og fjármagnshreyfingar
með samanburði við fjárhagsáætlun.
b. Peningaleg staða í upphafi og við lok tímabils.
c. Lykiltölur.
d. Skýringar.
Eftirfarandi yfirlit sýnir helstu frávik í reikningsyfirlitum
sem byggjast á almennum reikningsskilum annars vegar og
þar sem beitt er sértækri reikningsskilaaðferð hins vegar.
Sveitarfélögin hafa smám saman verið að þróa
uppgjörsaðferðir sínar í átt til sértækra reikningsskila og
kemur hér einnig fram hvenær helstu breytingar áttu sér
stað.
Sértœk aðferð
Hvenœr breytt
Rekstrar- og framkvæmdayfírlit
Fjármagnsyfirlit
Efnahagsreikn.(peningaleg staða)
Raunbreyting peningalegrar stöðu
Lykiltölur
Breyttistmeð ársreikningi 1979
Breyttistmeð ársreikningi 1990
(nýtt fjármagnsyfirlit)
Breyttist með ársreikningi 1990
Yfirlittekiðuppíársreikn. 1990
Yfirlittekiðuppíársreikn. 1990
Almenn aðferð
Rekstrarreikni ngur
„Sjóðstreymi” (hét einnig
fjármagnsyfirlit en var
sjóðstreymi)
Efnahagsreikn. (eiginfjárstaða)
Uppsetning rekstrar- og framkvæmdayfirlits var svipuð
bæði árin 1989 og 1990. Þó er rétt að nefna tvær breytingar.
Arið 1990 voru allar skatttekjur færðar undir liðinn
sameiginlegar tekjur en ýmsar tekjur, sem voru áður færðar
á þennan lið, bókfærast nú á viðkomandi málaflokka. Fram
til ársins 1989 voru færslur vaxta í reikningsskilum
sveitarfélaga mismunandi og hefur það gert samanburð á
reikningum þeirra erfiðari. Frá 1990 er sveitarfélögum gert
að færa allar vaxtatekjur, vaxtagjöld og verðbætur á málaflokk
28 og þar er einnig gert ráð fyrir möguleika á færslum
reiknaðra fjármagnsliða.
Meginmarkmið efnahagsreiknings sveitarsjóðs og þeirra
fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga sem beita sértækum
reikningsskilaaðferðum, er að draga fram peningalega stöðu
þeirra í árslok. Peningaleg staða er í raun sú fjárhæð í
efnahagsreikningi sveitarsjóðs sem mestu máli skiptir.
Fastafjármunir eru sýndir ósundurliðaðir í hinni nýju
uppsetninguefnahagsreikningsins.Sundurliðunþeirrakemur
fram í sérstöku yfirliti sem Hagstofan óskar eftir frá
s veitarfélögunum. Gert er ráð fyrir að fjárfesting s veitarfélaga
verði í auknum mæli gjaldfærð á komandi árum. Hér kemur
einkum til að með nákvæmri skilgreiningu á peningalegri
stöðu skiptir færsla annarra eigna í efnahagsreikningi
sveitarsjóðs minna máli en áður. Einnig er mikil vægt ákvæði
í reglugerðinni nr. 280/1989 þess efnis að sveitarfélög eigi
að halda nákvæma eignaskrá. Gert er ráð fyrir að í efnahags-
reikningi komi fram tilvísun í skýringar vegna upplýsinga
um eignir og skuldbindingar utan efnahagsreiknings. Fram
til ársins 1989 miðaði úrvinnsla Hagstofu við að „hrein eign
eigin fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag” færðist sem
sjálfstæður liður í eignahlið efnahagsreiknings sveitarsjóðs.
Frá ársbyrjun 1990 var þessi liður felldur úr efnahags-
reikningnum.
Frá árinu 1990 er reiknuð út raunbreyting á peningalegri
stöðu frá upphafi reikningsárs til ársloka miðað við vísitölu
byggingarkostnaðar á sérstöku yfirliti í reikningum sveitar-
sjóða. Breytingu á peningalegri stöðu má stemma af við
heildarniðurstöður á rekstrar- og framkvæmdayfirliti, þegar
sú fjárhæð hefur verið færð til verðlags í árslok.
Hinu nýja fjármagnsyfirliti er fyrst og fremst ætlað að
sýna ráðstöfun á skatttekjum sveitarfélagsins og aðrar
peningalegar hreyfmgar á því tímabili sem það tekur til.
Úrvinnsla ársreikninga 1992. Bókhaldslykill sveitar-
félaga gerir meðal annars ráð fyrir að útgjöld til málaflokka
séu brúttófærð. Við það er einnig miðað á eyðublöðum
Hagstofu. Fyrstu árin eftir að bókhaldslykillinn var tekinn í
notkun var þó algengt að sveitarfélög sendu inn reikninga
sem sýndu aðeins nettóútgjöld til rekstrar á málaflokka.
Þetta átti einkum við lítil og meðalstór sveitarfélög. Enn-
fremur gætti nokkurrar ónákvæmni í gjaldfærslu og
eignfærslu fjárfestinga, þ.e. tilhneiging var til að eignfæra
fremur en gjaldfæra fjárfestingu og til að færa á rekstur það
sem réttara hefði verið að færa á gjaldfærða fjárfestingu.
Við úrvinnslu Hagstofunnar hefur verið reynt að leiðrétta
slíkt og samræma eins og kostur er.
I þessari skýrslu eru sýndar þrjár megintöflur fyrir fjármál
sveitarfélaga á árinu 1992, þá er ein tafla fyrir fjármál
fyrirtækja sveitarfélaga og loks eru níu töflur um félags-
þjónustu sveitarfélaga.
Tafla I sýnir úrvinnslu á reikningum sveitarfélaga eftir
kjördæmum, kaupstöðum, sýslum og hreppum með fleiri en
400 íbúa. Tafla I hefst á að sýnd er heildarfjárhæð sam-
eiginlegra tekna og sundurliðun þeirra. Til sameiginlegra
tekna sveitarfélaga eru taldar almennar skatttekjur, þ.e.
skattar sem ekki eru markaðir til ákveðinna verkefna. Þá
sýnirtaflan he\\darf]árhæðirrekstrargjalda og rekstrartekna
og sundurliðun þeirra á 20 málaflokka með nokkurri greiningu
á deildir og starfsemisþætti innan málaflokka. í þriðja hluta
töflunnar kemur fram sama skipting gjaldfœrðrar og
eignfœrðrarfjárfestingar. Fjórði hluti töflunnar sýnirraun-
breytingu peningalegrar stöðu milli ára. Fimmti hluti
töflunnar sýnir efnahagsreikning en framsetning hans dregur