Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Page 15
Sveitarsjóðareikningar 1996
13
Gjöld sveitarfélaga. Gjöld sveitarfélaga námu alls 10,3% af
vergri landsframleiðslu á árinu 1996 samanborið við 9,7%
árið áður. Gjöldinjukust um 5,7 milljarðakróna að nafnvirði
milli ára eða um 10,4% að raungildi miðað við vísitölu
neysluverðs eftir að hafa dregist saman um 5,5% árið á
undan. Aukningin á milli ára skýrist að stórum hluta af því
að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla 1. ágúst 1996.
Rekstrargjöld sveitarfélaga jukust um 12,7% að raungildi,
fjármagnskostnaður um 1,6% og fjárfesting um 4,6%.
Upplýsingar um gjöld sveitarfélaga miðast einkum við
skiptingu þeirra á málaflokka. Fram hefur komið að í sumum
tilvikum eru gjöldin að hluta endurgreidd af rfkissjóði vegna
þátttöku hansí stofn- eðarekstrarkostnaði tiltekinna verkefna.
Breytt verkaskipting rikis og sveitarfélaga frá ársbyrjun
1990 einfaldaði öll fjárhagsleg samskipti þessara aðila og
dró verulega úr sameiginlegri fjármögnun verkefna. Verg
gjöld sveitarfélaga til hinna ýmsu málaflokka árin 1995 og
1996 eru sýnd í 6. yfirliti.
Fjárfrekustu málaflokkar sveitarfélaga á árinu 1996 voru
sem fyrr almannatryggingar og félagshjálp, gatnagerð,
fræðslumál, íþróttir og útvist. Alls runnu tæplega tveir þriðju
hlutar af heildargjöldum sveitarfélaganna til þessara
viðfangsefna á árunum 1995 og 1996. Fram til ársloka 1986
voru heilbrigðismál meðal stærstu útgjaldaflokka sveitar-
félaga en með fjárlögum ársins 1987 var fjármögnun
fjölmargra sjúkrastofnana breytt þannig að sveitarfélögin
sáu ekki lengur um rekstur þeirra. Með breyttri verkaskiptingu
í ársbyrjun 1990 var dregið enn frekar úr útgjöldum sveitar-
félaga til heilbrigðismála þegar ríkið tók á sig kostnað vegna
sjúkrasamlaga, tannlæknaþjónustu, reksturs heilsugæslu-
stöðva og heimahjúkrunar.
Efnahagur sveitarfélaga. I ársreikningum sveitarfélaga er
ekki lögð áhersla á að draga fram hagnað eða tap, heldur er
sýnd ráðstöfun á tekjum sveitarsjóða til hinna ýmsu verkefna
og þá gjarnan með samanburði við fjárhagsáætlun. Efnahags-
reikningur sveitarfélaga miðar að því að draga fram peningalega
stöðu sveitarfélaga fremur en eiginfjárstöðu þein'a eins og
tíðkast í almennum reikningsskilum fyrirtækja í atvinnurekstri.
Peningaleg staða kemur fram sem peningalegar eignir að
frádregnumheildarskuldum.Peningalegareignirsveitarfélags
samanstanda af veltufjármunum og langtímakröfum þess.
Flugtakið nær því til þeirra eigna sveitarfélags sem annað
hvort eru reiðufé eða fjármunir sem unnt er að breyta í
handbært fé með tiltölulega skömmum fyrirvara, án þess að
raska starfsemi sveitarfélagsins. í 7. yfirliti er sýndur saman-
dreginn efnahagsreikningur sveitarfélaganna í árslok 1995
og 1996.
7. yfirlit. Efnahagur sveitarfélaga 1995-1996
Summary 7. Local govemment assets and liabilities 1995-1996
Stöðutölur í árslok Milljónir króna á verðlagi í árslok Million ISK at year-end prices Hlutfall af vlf Percent of GDP Balance figures at year end
1995 1996 1995 1996
I. Peningalegar eignir (1.+2.) 14.337 15.523 3,1 3,2 Monetary assets (1.+2.)
1. Veltufjármunir 11.525 11.553 2,5 2,4 Current assets
Sjóðir, bankareikningar o.fl. 1.605 1.676 0,4 0,3 Cash hold., bank dep. etc.
Skammtímakröfur 9.713 9.724 2,1 2,0 Short-term claims
Aðrar eignir 207 153 0,0 0,0 Other current assets
2. Langtímakröfur 2.812 3.970 0,6 0,8 Long-term claims
Óinnheimt opinber gjölc 173 159 0.0 0,0 Tax claims
Verðbréf 2.639 3.811 0,6 0,8 Loans granted
II. Skuldir 38.257 38.641 8,4 7,9 Liabilities
Skammtímaskuldir 11.542 10.054 2,5 2,1 Short-term debt
Langtímaskuldir 26.715 28.587 5,9 5,8 Long-term debt
III. Peningaleg staða (I.-II.) -23.920 -23.118 -5,3 -4,7 Monetary status (7.-/7.)
IV. Aðrir liðir 23.920 23.118 5,3 4,7 Other assets
Fastafjármunir 102.745 105.838 22,6 21,6 Fixed assets
Eigið fé -78.825 -82.720 -17,3 -16,9 Equity
J Verg landsframleiðsla. Stöðutölur í árslok eru færðar til meðalverðlags hvers árs með vísitölu neysluverðs. Based on average pric level eacli year.