Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Page 23
Sveitarsjóðareikningar 1996
21
Efnahagur sveitarfélaga á íbáa. I 14. yfirliti eru sýndar
eignir og skuldir hinna ýmsu flokka sveitarfélaga og hvernig
staða þeirra breytist á milli ára.
I yfirlitinu kemur glöggt fram hve peningaleg staða og
eiginfjárstaða sveitarfélaga er mismunandi. I árslok 1995
var peningaleg staða allra flokka sveitarfélaga neikvæð í
öllum tilvikum. Peningaleg staða sveitarfélaganna í heild
batnaði um 3.585 kr. á íbúa á árinu 1996 og var hún neikvæð
um 85.855 kr. í árslok 1996. Peningaleg staða sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögum með fleiri en 3.000
íbúa var nánast óbreytt á milli ára en hjá öðrum flokkum
s veitarfélaga varð hún mun betri. 1 árslok 1996 var peningaleg
staðasveitarfélagaáhöfuðborgarsvæðinuneikvæðum 113.802
kr. á íbúa en hjá fámennustu sveitarfélögunum snerist hún úr
því að vera neikvæð um 6.114 kr. á íbúa í árslok 1995 í að vera
jákvæð um 15.961 kr. í árslok 1996.
Eiginfjárstaða sveitarfélaga var sem fyrr langhagstæðust á
höfuðborgarsvæðinu eða um 371 þús. kr. á íbúa í árslok
1996. Hjá öðrum flokkum sveitarfélaga var hún jákvæð sem
nam 179-313 þús. kr. á íbúa.
Afkoma sveitarfélaga á íbúa eftir kjördæmum. Hér að
framan hefur annars vegar verið fjallað um fjármál sveitar-
félaga í heild og hins vegar um fjármál sveitarfélaga með
svipaðan íbúafjölda. Frekari greining á fjárhag sveitarfélaga
felst í því að flokka þau eftir landsvæðum og liggur beint við
að skipta þeim eftir kjördæmum. I 15. yfirliti eru sýnd
fjármál sveitarfélaga á íbúa eftir kjördæmum árin 1995 og
1996.
Yfirlitið sýnir mjög misjafnan fjárhag sveitarfélaga viðs
vegar um landið. Almennt kemur fram hagstæðari þróun í
afkomu sveitarfélaganna á árinu 1996 en árið á undan.
Tekjuhalli sveitarfélaganna lækkaði á árinu 1996 úr 7.168
kr. á íbúa í 2.358 kr. og peningaleg staða þeirra á íbúa batnaði
um 3.585 kr. á árinu 1996.
Þrátt fyrir minni tekjuhalla sveitarfélaganna í heild á árinu
1996 er afkoman afar mismunandi í hinum ýmsu kjördæmum.
A árinu 1996 var tekjuafkoman lakari hjá sveitarfélögum á
Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurlandi en árið á
undan. I Reykjavík og á Vesturlandi minnkaði hallinn á árinu
1996 en á Reykjanesi og á Norðurlandi eystra var hallanum
snúið í afgang. A Austurlandi var tekjuafgangur á árinu 1995
og hann jókst á árinu 1996.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga á Reykjanesi hefur verið
nokkuð erfið á undanförnum árum en á árinu 1996 þróaðist
hún með jákvæðum hætti. Tekjujöfnuðurinn snerist úr tæp-
lega 9 þús. kr. halla á íbúa árið 1995 í tæplega 2 þús. kr.
afgang. Peningaleg staða þessara sveitarfélaga batnaði um
2 þús. kr. á íbúa eða úr því að vera neikvæð um 136 þús. kr.
á íbúa í 134 þús. kr. Heildarskuldir sveitarfélaga íReykjanes-
kjördæmi námu 190þús. kr. áíbúaíárslok 1996, lækkuðuum
4 þús. kr. frá árinu á undan, en tekjur þeirra á hvern íbúa
hækkuðu úr 145 þús. kr. í 169 þús. kr. á milli ára.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga á Vestfjörðum var erfið á
árinu 1996 en þar snerist afkoman úr 11 þús. kr. tekju-
afgangi á íbúa árið 1995 í 13 þús. kr. halla. Þá versnaði
peningalega staðan úr því að vera neikvæð um 122 þús. kr.
áíbúaíárslok 1995 í 139þús.kr. íárslok 1996eðaum 17 þús.
kr. á íbúa. Heildarskuldir sveitarfélaga á Vestfjörðum voru
240 þús. kr. á íbúa í árslok 1996, en tekjur á hvern íbúa námu
alls 232 þús. kr. á sama ári.
Hér verður ekki fjallað frekar um það sem fram kemur í
yfirlitinu, en þar koma fram ýmsar athyglisverðar svæðis-
bundnar upplýsingar um einstaka liði tekna, gjalda og efna-
hags hjá sveitarfélögum.