Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 37

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 37
Sveitarsjóðareikningar 1996 35 3. Bókhaldslykill sveitarfélaga, úrvinnsla gagna og skýringar við töflur Local government chart of accounts, processing ofdata and explanatory notes to the tables Bókhaldslykill Sambands íslenskra sveitarfélaga Grundvallarlykill hins samræmda bókhalds hefur 8 sæti. Fyrstu tvö sætin sýna málaflokka og bókhaldseiningar sveitarsjóðs. Þau eru bundin fyrir öll sveitarfélög. Næstu tvö sæti eru notuð til sundurliðunar í deildir og starfsemisþætti. Næstu þrjú sæti lykilsins (5.-7.) skipta útgjöldum og tekjum eftir tegundum. Loks er síðasta sæti lykilsins notað til flokkunar á tekjum og gjöldum á rekstur, gjaldfærða fjár- festingu eða eignfærða fjárfestingu. Arsreikningsform Hagstofu fylgir bókhaldslyklinum en er ekki jafn sundurliðað. Það sýnir fyllstu sundurgreiningu á fyrstu tvö sæti lykilsins og það síðasta. Hins vegar er ekki beitt fyllstu sundurliðun á 3. og 4. sæti og formið gerir ekki ráð fyrir greiningu á tegundir samkvæmt 5.-7. sæti lykilsins. Eftirtöldum meginreglum er beitt í uppgjöri Hagstofunnar um færslu bókhalds og reikningsskil sveitarfélaga. Allar tekjur og gjöld sem tilheyra hverju uppgjörstímabili, þ.e. almanaksárinu, eru færð á því tímabili án tillits til hvenær greiðsla fer fram. Með öðrum orðum þá er um svonefndan rekstrargrunn að ræða. Oinnheimtar tekjur færast til tekna á rekstrarreikningi og til eignar í efnahagsreikningi. A sama hátt færast ógreidd gjöld til gjalda í rekstrarreikningi og til skuldar í efnahagsreikningi. I einu heildaryfirliti, rekstrar- og framkvæmdayfirliti, er greint á milli rekstrar sveitarfélaga, gjaldfærðrar fjárfestingar og eignfærðrar fjárfestingar þeirra. A rekstur færast allar tekjur og gjöld sem varða rekstur sveitarsjóðs. A gjaldfœrða fjárfestingu færast útgjöld vegna framkvæmda og eigna- breytinga, sem ekki eru eignfærð í efnahagsreikningi. Liðir eins og götur, holræsi, leikvellir, skrúðgarðar, innan- stokksmunir og áhöld teljast til gjaldfærðrar fjárfestingar. I tekjuhlið er færð bein þátttaka annarra aðila í viðkomandi gjaldfærðri fjárfestingu svo sem gatnagerðargjöld og þétt- býlisvegafé. Til eignfœrðrar fjárfestingar teljast útgjöld til kaupa á fasteignum, vinnuvélum, bílum og vélasamstæðum. Þessar eignir eru færðar í eignahlið efnahagsreiknings. Bein þátttaka annarra í eignfærðri fjárfestingu, t.d. framlög úr ríkissjóði, em færð í tekjuhlið eignfærðrar fjárfestingar. Ekki er reiknað með árlegri afskrift húseigna eða annarra varanlegra rekstrarfjármuna sveitarsjóðs, heldur er verðmæti eigna fært í samræmi við mat eins og það er á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að breyting á matsverði sé fœrð á endurmatsreikning undir liðnum eigið fé í efnahagsreikningi. Breytingar ársreikninga sveitarfélaga 1990. I VIII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er fjallað um fjármál sveitarfélaga. Reglugerð samkvæmt 81. gr. laganna, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, var sett á árinu 1989. í I. kafla reglugerðarinnar eru ákvæði um bókhald sveitarfélaga. Þar segir m.a. að gefin skuli út handbók um reikningshald sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra þar sem fram komi leiðbeinandi reglur um flokkun og greiningu á tekjum og gjöldum, eignum og skuldum sveitarfélaga á hverjum tíma. Slíkur bókhaldslykill fyrir reikninga sveitarfélaga hefur eins og áður sagði verið í notkun frá reikningsárinu 1979. Setning reglugerðarinnar breytti litlu hvað þetta varðar og breytingar á málaflokkum rekstrar- og framkvæmdayfirlits voru óverulegar. I II. kafla reglugerðarinnar eru ákvæði um ársreikninga sveitarfélaga. I 9. gr. hennar segir að sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki skuli beita eftirtöldum reikningsskila- aðferðum: a) Sértækum reikningsskilum fyrir sveitarsjóði og stofn- anir sveitarfélaga sem reknar eru á sambærilegum grundvelli. b) Almennri reikningsskilaaðferð hjá fyrirtækjum í atvinnurekstri. Með þessu er kveðið á um að reikningar sveitarsjóða eigi að fylgja sértækri reikningsskilaaðferð en ekki almennri. Þróun í þá átt var hafin áður og með upptöku bókhaldslykilsins 1979 var stigið stórt skref í þá átt, sérstaklega hvað varðar færslu bókhaldsins (rekstrar- og framkvæmdayfirlit f stað hreins rekstrarreiknings) en í uppgjöri var í efnahagsreikn- ingnum áfram stillt upp samkvæmt almennri reikningsskila- aðferð (áhersla á eiginfjárstöðu frekar en peningalega stöðu) og einföldu sjóðsstreymi. I handbók bókhaldsnefndar Sambands íslenskra sveitar- félaga, sem gefin var út samkvæmt reglugerðinni (Handbók um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga, nóvember 1991), eru sveitarfélög hvött til að endurskoða þær reikningskila- aðferðir sem beitt hafði verið hj á s veitarsjóðum og fyrirtækjum þeirra fram til ársins 1990. Til leiðbeiningar við ákvörðun um val á reikningsskilaaðferð er meðal annars bent á að rétt sé að hafa í huga hvort rekstraryfirliti sé ætlað að gefa glögga mynd af hagnaði eða tapi á viðkomandi tímabili og einnig hvort eiginfj árstaða í efnahagsreikningi eigi að vera í samræmi við almennt viðurkenndar reikningsskilaaðferðir fyrirtækja í atvinnurekstri. Bókhaldsnefndin gefur út eftirfarandi aðalreglur varðandi reikningsskilaaðferðir hjá sveitarsjóði og algengustu fyrir- tækjum sveitarfélaga (Handbók, kafli 5.1 bls. 1): Sveitarsjóður og fyrirtæki Reikningsskila- aðferð sbr. 9. gr. Sveitarsjóður.................... sértæk Hafnarsjóður..................... sértæk Vatnsveita....................... sértæk Rafveita......................................... almenn Hitaveita........................................ almenn Félagslegar íbúðir............... sértæk Strætisvagnar.................................... almenn Félagsheimili.................... sértæk Framkvæmdasjóður................................. almenn Lífeyrissjóður - eftirlaunasjóður... almenn Ljóst er að í ársreikningi sveitarsjóðs er rekstraryfírliti ekki ætlað að gefa glögga mynd af hagnaði eða tapi á viðkomandi tímabili heldur ráðstöfun tekna hans til hinna ýmsu verkefna samanborið við fjárhagsáætlun. I efnahags- reikningi sveitarsjóða er dregin fram peningaleg staða sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.