Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 38

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 38
36 Sveitarsjóðareikningar 1996 niðurstöðutala en ekki er lagt upp úr að sýna eiginfjárstöðu í samræmi við almennar reikningsskilaaðferðir atvinnufyrir- tækja. Sveitarsjóðum ber því að beita sértækri reiknings- skilaaðferð sbr. a. lið 9. gr. reglugerðar nr. 280/1989. Þar skipta eftirfarandi atriði mestu máli: a. Skatttekjur, ráðstöfun þeirra og fjármagnshreyfmgar með samanburði við fjárhagsáætlun. b. Peningaleg staða í upphafi og við lok tímabils. c. Lykiltölur. d. Skýringar. Eftirfarandi yfirlit sýnir helstu frávik í reikningsyfirlitum sem byggjast á almennum reikningsskilum annars vegar og þar sem beitt er sértækri reikningsskilaaðferð hins vegar. Sveitarfélögin hafa smám saman verið að þróa uppgjörsað- ferðir sínar í átt til sértækra reikningsskila og kemur hér einnig fram hvenær helstu breytingar áttu sér stað. Almenn aðferð Rekstrarreikningur „Sjóðstreymi" (hét einnig fjármagnsyfirlit en var í raun sjóðstreymi) Efnahagsreikn. (eiginfjárstaða) Sértœk aðferð Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Fjármagnsyfirlit Hvenœr breytt Með ársreikningi 1979 Með ársreikningi 1990 (nýtt fjármagnsyfirlit) Efnahagsreikn.(peningaleg staða) Raunbreyting peningalegrar stöðu Lykiltölur Með ársreikningi 1990 Með ársreikningi 1990 Með ársreikningi 1990 Uppsetning rekstrar- og framkvæmdayfirlits var svipuð bæði árin 1989 og 1990. Þó er rétt að nefna tvær breytingar. Arið 1990 voru allar skatttekjur færðar undir liðinn sam- eiginlegar tekjur en ýmsar tekjur, sem voru áður færðar á þennan lið, bókfærast nú á viðkomandi málaflokka. Fram til ársins 1989 voru færslur vaxta í reikningsskilum sveitarfél- aga mismunandi og hefur það gert samanburð á reikningum þeirra erfiðari. Frá 1990 er sveitarfélögum gert að færa allar vaxtatekjur, vaxtagjöld og verðbætur í málaflokk 28 og þar er einnig gert ráð fyrir möguleika á færslum reiknaðra fjármagnsliða. Meginmarkmið efnahagsreiknings sveitarsjóðs og þeirra fyrirtækja og stofnana sveitarfélaga sem beita sértækum reikningsskilaaðferðum er að draga fram peningalega stöðu þeirra í árslok. Peningaleg staða er í raun sú fjárhæð í efna- hagsreikningi sveitarsjóðs sem mestu máli skiptir. Fastafjár- munir eru sýndir ósundurliðaðir í hinni nýju uppsetningu efnahagsreikningsins. Sundurliðun þeirra kemur fram í sér- stöku yfirliti sem Flagstofan óskar eftir frá sveitarfélögunum. Gert er ráð fyrir að fjárfesting sveitarfélaga verði í auknum mæli gjaldfærð á komandi árum. Astæðan er sú að með nákvæmri skilgreiningu á peningalegri stöðu skiptir færsla annarra eigna í efnahagsreikningi sveitarsjóðs minna máli en áður. Einnig er mikilvægt ákvæði í reglugerð nr. 280/1989 þess efnis að sveitarfélög eigi að halda nákvæma eignaskrá. Gert er ráð fyrir að í efnahagsreikningi komi fram tilvísun í skýringar á eignum og skuldbindingum utan efnahags- reiknings. Fram til ársins 1989 miðaði úrvinnsla Hagstofu við að „hrein eign eigin fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag“ færðist sem sjálfstæður liður í eignahlið efnahagsreiknings sveitarsjóðs. Frá ársbyrjun 1990 var þessi liður felldur úr efnahagsreikningnum. Frá árinu 1990 er raunbreyting á peningalegri stöðu frá upphafi reikningsárs til ársloka miðað við vísitölu by ggingar- kostnaðar reiknuð út á sérstöku yfirliti í reikningum sveitar- sjóða. Breytingu á peningalegri stöðu má stemma af við heildarniðurstöður á rekstrar- og framkvæmdayfirliti þegar sú fjárhæð hefur verið færð til verðlags í árslok. Hinu nýja fjármagnsyfirliti er fyrst og fremst ætlað að sýna ráðstöfun á skatttekjum sveitarfélagsins og aðrar peninga- legar hreyfingar á því tímabili sem það tekur til. Urvinnsla ársreikninga 1996. Bókhaldslykill sveitarfélaga gerir meðal annars ráð fyrir að útgjöld til málaflokka séu brúttófærð. Við það er einnig miðað á eyðublöðum Hagstofu. I þessari skýrslu eru sýndar þrjár megintöflur fyrir fjármál sveitarfélaga á árinu 1996, ein tafla fyrir fjármál fyrirtækja sveitarfélaga og ellefu töflur um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tafla 1 sýnir úrvinnslu á reikningum sveitarfélaga eftir kjördæmum og öllum sveitarfélögum. Taflan sýnir meginstærðir á rekstrar og framkvœmdayfirliti og á efnahagsreikningi sveitarfélaga í miljónum króna. Tafla 2 sýnir fjárhæðir í töflu 1 í krónum á hvem íbúa sveitarfélaga eftir sömu skiptingu á kjördæmi og sveitarfélög. Þessi tafla einfaldar mjög innbyrðis samanburð milli sveitar- félaga. Tafla 3 sýnir fjármagnsyfirlit, þar sem fram kemur ráð- stöfun skatttekna sveitarfélaganna og aðrar peningalegar hreyfingar á árinu. Tafla 4 sýnir sundurliðun á rekstrartekjum, rekstrar- gjöldum, eignum og skuldum vatnsveitna, rafveitna, hita- veitna, hafnarsjóða, félagslegra íbúða og framkvæmdarsjóða sveitarfélaga sem rekin eru sem fyrirtœki með sjálfstœðan fjárhag. Loks eru öll önnur slík fyrirtæki sveitarfélaga sýnd í samtölu. Töflur 5-8 sýna upplýsingar um dagvistarheimili barna í desember 1996 skipt eftir rekstraraðilum og sveitarfélögum. Tafla 5 sýnir fjölda stofnana og barna á þeim eftir aldri. Tafla 6 sýnir fjölda leikskólabarna eftir aldri og vistunar- tíma. Tafla 7 sýnir aldursskiptingu bama í leikskólum sem hlutfall af heildarfjölda barna í hverjum aldursflokki. Tafla 8 dregur fram skiptingu starfsfólks og fjölda stöðu- gilda á leikskólum. Tafla 9 sýnir fjölda barna eftir aldri og dvalartíma í dagvistun á einkaheimilum skipt eftir sveitarfélögum sem skrá slrka starfsemi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.