Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.11.1995, Blaðsíða 24
22
Utanríkisverslun 1994, Vöruflokkar og viðskiptalönd
15. yfirlit. Útflutningur eftir stærstu viðskiptalöndum 1992-1994
Fob-verð á gengi hvers árs 1992 1993 1994 % af heild Breyting '93-94, %
Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð
Bretland 22.078 1 20.468 1 23.085 1 20.5 12,8
Bandaríkin 9.982 3 15.031 2 16.184 2 14,4 7,7
Japan 6.628 5 8.777 4 15.737 3 14,0 79,3
Þýskaland 10.940 2 10.450 3 14.403 4 12,8 37,8
Frakkland 8.667 4 7.796 5 8.074 5 7,2 3,6
Samtals 87.833 94.658 112.654 100,0 19,0
15. yfirlit sýnir að Bandaríkin eru annað stærsta viðskipta-
land Islendinga í útflutningi 1994. Utflutningur þangað nam
16 milljörðum árið 1994 eða 14% af heildarútflutningi sem
er 8% aukning frá fyrra ári á gengi hvors árs. Tafla 19 sýnir
að sjávarafurðir eru 86% útflutnings til Bandaríkjanna og
vegur útf lutningur á fry stum þorskflökum þar þyngst en aðrar
mikilvægar afurðir eru fryst ýsuflök og fersk fiskflök,
mestmegnis ýsa. Að sjávarafurðum frátöldum er mestur
útflutningur á kísiljámi.
Japan er þriðja stærsta viðskiptaland í útflutningi. Til
Japans var flutt út fyrir 16 milljarða 1994 eða um 14% af
heildarútflutningi og jókst útflutningur til Japan um 79% frá
fyrra ári á gengi hvors árs. Vægi sjávarafurða er mikið í
útflutningi til Japan eins og víðast annars staðar eða 80% eins
og sést í töflu 19. Af sjávarafurðum er helst að nefna
útflutning áheilfrystumkarfa, frystri loðnu, heilfrystumflat-
fiski, frystri rækju og frystum loðnuhrognum. Af öðru en
sjávarafurðum er helst að nefna útflutning á kísiljárni og
einnig seldu Flugleiðir eina af vélum sfnum til Japan á árinu
1994. Orsakir fyrir aukningu útflutnings til Japan skýrist
einna helst af því að útflutningur á frystri loðnu rúmlega
sexfaldaðist frá 1993 til 1994. Einnig jókst útflutningur á
heilfrystum karfa, frystum loðnuhrognum og áðurnefnd
flugvél var flutt út.
Þýskaland er fjórða stærsta viðskiptaland í útflutningi.
Þangað varflutt útfyrirum 14 milljarða 1994 eða um 13% af
heildarútflutningi og jókst útflutningur til Þýskalands um
38% frá 1993 á gengi hvors árs. Hlutfall sjávarafurða í
útflutningi til Þýskalands var tiltölulega lágt, 44%. Mest var
flutt út af nýjum, heilum fiski, mestmegnis karfa, og frystum
karfaflökum. Að sjávarafurðum frátöldum var mest flutt út af
áli semjafnframt varmeginástæðafyriraukningu áútflutningi
til Þýskalands.
Að lokum má sjá í 15. yfirliti að fimmta stærsta viðskiptaland
hvað snertir útflutning er Frakkland. Þangað var flutt út fyrir
um 8 milljarða á árinu 1994, 7% af heildarútflutningi, og
jókst útflutningur til Frakklands um 4% frá 1993 á gengi
hvors árs. Sjávarafurðir vega 88% af útflutningi þangað eins
og sést í töflu 19. Þar af vegur útflutningur á blautverkuðum
saltfiski og frystum þorskflökum þyngst.
16. yfirlit. Innflutningur eftir stærstu viðskiptalöndum 1992-1994
Cif-verð á gengi hvers árs 1992 1993 1994 % af heild Breyting '93-'94, %
Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð
Noregur 14.114 1 11.299 1 14.672 1 14,3 29,9
Þýskaland 11.999 2 10.881 . 2 11.509 2 11,2 5,8
Bretland 8.244 4 8.187 5 10.122 3 9,9 23,6
Danmörk 8.551 3 8.564 3 9.233 4 9,0 7,8
Bandaríkin 8.012 5 8.511 4 9.133 5 8,9 7,3
Samtals 96.895 91.307 102.541 100,0 12,3
16. yfirlit sýnir að innflutningur frá þeim fimm löndum
sem mest er flutt inn frá nam alls 53% af heildarinnflutningi
árið 1994. Noregur hefur þrjú undanfarin ár verið stærsta
viðskiptalandið þegar um er að ræða innflutning til Islands.
Arið 1994 voru fluttarinn vörur fráNoregi fyrir 15 milljarða,
14% af heildarinnflutningi, og jókst innflutningur þaðan um
30% milli ára á gengi hvors árs. Sundurliðun á innflutningi
til Noregs er birt í töflu 20. Þar sést að mestur hluti
innflutningsins (42%) er olía. Einnig voru flutt inn skip frá
Noregi sem jafnframt er aðalástæða aukningar innflutnings
frá Noregi.
í 16. yfirliti sést að Þýskaland er annað stærsta viðskipta-
landið í innflutningi og nam verðmæti innflutnings þaðan 12
milljörðum 1994eðall%afheildarinnflutningi.Innflutningur
frá Þýskalandi jókst um 6% frá 1993 á gengi hvors árs. Tafla
20 sýnir að mestur hluti þessa innflutnings eru framleiðslu-
vörur, grunnefni til efnaiðnaðar, bílar og önnur flutningatæki
á vegum og ýmiss rafmagnsbúnaður og -tæki.
Bretlanderíþriðjasætiinnflutningslanda.meðinnflutning
að verðmæti 10 milljarða, 10% af heildarinnflutningi, og
jókst innflutningur frá Bretlandi um 24% frá fyrra ári á gengi
hvors árs. Samkvæmt töflu 20 er mestur hluti þessa inn-