Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Side 9
Inngangur
Introduction
1. Lög um sveitarstjórnarkosningar
I. Legislation concerning local government elections
Um kosningar til sveitarstjórna gilda lög um kosningar til
Alþingis, nr. 80 16. október 1987, með þeim frávikum sem
kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum nr. 8 18. apríl 1986.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögumerkjörtímabilsveitarstjórna
fjögur ár og fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram
síðasta laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag
fyrir hvítasunnu. Heimilt er, að ósk sveitarstjórna, að fresta
kosningum í sveitarfélögum, þar sem færri en 3/4 hlutar
íbúanna eru búsettir í kauptúnum, til annars laugardags í júní.
Osk um frestun kosninganna skal hafa borist félagsmála-
ráðuneytinu fyrir 1. apríl kosningaársins.
Sveitarstjórnarlögin 1986 komu í stað sveitarstjórnarlaga
nr. 58/1961 með áorðnum breytingum (lög nr. 28/1968, 52/
1972,41/1976,19/1978,9/1982og 12/1983),lagaum sveitar-
stjórnarkosningar nr. 5/1962 með áorðnum breytingum (lög
nr. 5/1966,7/1978, 8/1982,10/1982 og 64/1984) og laga um
sameiningu sveitarfélaga nr. 70/1970.
Kosningartíminn er meðal þeirra atriða, sem nýju lögin
breyta. Eftir lögunum frá 1961 var kosið til sveitarstjórnar í
kaupstöðum og þeim hreppum, þar sem fullir 3/4 íbúanna
bjuggu í kauptúni („kauptúnahreppum"), síðasta sunnudag í
maímánuði, sem ekki bar upp á hvítasunnu, en í öðrum
hreppum síðasta sunnudag íjúní. Með lögum nr. 9/1982, sem
komu til framkvæmda þá um vorið, var kosningardagur
færður frá sunnudegi til laugardags á sama tíma, og skyldi
hann á sama hátt ekki bera upp á aðfangadag hvítasunnu.
Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða varðandi kosningarnar
1986 gilti fyrri skipan áþessu að öðru leyti en því, að þar sem
annars hefði verið kosið síðasta laugardag í júní skyldi kosið
laugardaginn 14. júní. I kaupstöðum og kauptúnahreppum
var kosið laugardaginn 31. maí.
Samkvæmt eldri lögum var ákveðið að í kaupstöðum og
kauptúnahreppum skyldi kosning vera hlutbundin, nema
enginn listi kæmi fram, þá yrði hún óhlutbundin. I þeim
hreppum, sem kosið var í í júní, skyldi kosning vera óbundin,
nema 1/10 hluti kjósenda eða 25 þeirra hið fæsta krefðust
hlutbundinnar kosningar. I nýju lögunum er sami greinar-
munur gerður á sveitarfélögum, nema að í stað þess að
kosningartíminn greini á milli, því að hann verður alls staðar
hinn sami (nema frestur sé veittur), er aðalreglan sú að í
sveitarfélögum þar sem fbúar eru fleiri en 300 skal kjósa
bundinni hlutfallskosningu, en í fámennari sveitarfélögum
óbundinni kosningu, hvort tveggja með sömu undantekningu
og fyrr, nema að talan 25 kjósendur er færð í 20 kjósendur.
Framboðsfrestur er til klukkan 12 á hádegi tveimur vikum
fyrir kjördag. Sú nýjung er í lögunum, að komi aðeins einn
framboðslisti fram fyrir lok framboðsfrests, lengist fresturinn
um tvo sólarhringa. Sé þá enn aðeins einn listi í kjöri verður
hann sjálfkjörinn án kosningar, eins og áður var.
Til þess að framboðslisti teljist réttilega borinn fram þarf
tiltekinn fjöldi kjósenda að mæla með listanum. Lágmarks-
fjöldi meðmælenda í sveitarfélagi með færri en 500 íbúa er
10, í sveitarfélagi með 501 -2.000 íbúa 20, í sveitarfélagi með
2.001-16.000 íbúa 40, og í sveitarfélagi með 16.001 íbúaog
fleiri 100. Hámarkstala meðmælenda er tvöföld tilskilin
lágmarkstala.
Meðal þess sem breytt var í sveitarstjórnarlögum 1986, var
skipan sveitarfélaga í kaupstaði og sýslur. Sýslufélög hurfu
úr sögunni og urðu ekki lengur hin lögbundnu samtök hreppa.
Þau átti að leggja niður eigi síðar en í árslok 1988. I stað
þeirra mynda sveitarfélög héraðsnefndir sem þau skipa sér
sjálf saman í. Áður urðu hreppar að kaupstað með laga-
setningu og fengu þá sérstöðu og voru utan sýslufélaga.
Sveitarfélög nefnast hreppar, bæir eða kaupstaðir, og hafa
með sér byggðasamlög um sameiginleg verkefni eftir því
sem semst á milli þeirra. Þar sem meiri hluti ibúa hrepps býr
í þéttbýli og íbúafjöldi hefur náð að minnsta kosti 1.000 í þrjú
ár samfellt, getur hreppsnefnd ákveðið í samþykkt um stjórn
sveitarfélagsins að það nefnist bær, og nýtur það þá þeirrar
stöðu sem kaupstaðir hafa haft. Með lögum nr. 26 18. maí
1988 um breytingu á sveitarstjórnarlögunum var kveðið
nánar á um að réttarstaða bæja skuli vera hin sama og kaup-
staða samkvæmt sérlögum.
í sveitarstjórn skal fjöldi fulltrúa standa á oddatölu og vera
innan eftirtalinna marka: 3-5 aðalmenn þar sem íbúar eru
innan við 200, 5-7 aðalmenn þar sem íbúar eru 200-999, 7-
11 aðalmennþarsemíbúareru 1.000-9.999,11-15 aðalmenn
þar sem íbúar eru 10.000-50.000 og 15-27 aðalmenn þar
sem íbúar eru fleiri en 50.000. Þrátt fyrirþessi ákvæði er ekki
skylt að fækka eða fjölga sveitarstjórnarfulltrúum fyrr en
íbúatala sveitarfélags hefur verið hærri eða lægri en við-
miðunarmörkin í átta ár samfellt.
Um úthlutun fulltrúa til framboðslista fer eftir ákvæðum
sveitarstjórnarlaganna en þau eru sams konar og giltu fyrir
úthlutun þingsæta í kjördæmum við alþingiskosningar fram
að setningu nýrra laga urn kosningar til Alþingis 1984. í
atkvæðatölu hvers lista skal deila með tölunum 1, 2, 3,4 og
svo framvegis. Fyrsta fulltrúa fær sá listi, sem hæsta hefur
útkomutöluna, annan sá sem hefur hana næsthæsta, uns
úthlutað hefur veriðjafnmörgum fulltrúum og kjósa á. Ef of
fá nöfn eru á lista til þess að hann nægi til úthlutunar skal
gengið fram hjá honum við frekari úthlutun, og ef tvær eða
fleiri útkomutölur eru jafnháar þegar að þeim kemur skal
hluta um röð þeirra.
Til þess að finna hvaða frambjóðendur hafi náð kosningu
af hverjum lista er farið eftir sömu reglum og gilda nú um
alþingiskosningar. Kjörstjórn tekur saman þá lista þar sem >
engin breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta
nafn listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti og svo
framvegis. Næst tekur kjörstjórn alla þá kjörseðla þar sem
kjósendur hafa gert einhverjar breytingar áröð frambjóðenda
og telur atkvæði hvers frambjóðanda í hvert sæti listans.
Nöfnum frambjóðenda á listanum er nú raðað þannig að sá
sem hlotið hefur flest atkvæði í fyrsta sæti hlýtur það, sá sem
að honurn slepptum hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti hlýtur
2. sætið og svo framvegis.