Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Side 92
90
Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994
IV. yfirlit. Sveitarfélögeftir hlutfalliþeirra sem samþykktu íatkvæðagreiðslu um sameiningusveitarfélaga
20. nóvember 1993
Summary IV. Municipalities by approved rate in elections on the amalgamation of municipalities 20 November 1993
Hlutfall þeina sem samþykktu Approval rate Sveitarfélög Munici- palities íbúar 1. desember 1993 Population 1 December 1993 Kjósendur á kjörskrá Voters on the elecoral roll Greidd atkvæði Votes cast Kosninga- þátttaka, % Partici- pation, percent Gild atkvæði Valid votes Sameining samþykkt Amalgamation approved
Atkvæði Votes Af gildum atkvæðum, % Percent of valid votes
Alls Total 185 215.134 151.255 62.478 41,3 61.804 35.898 58,1
Samþykkt Approved 64 170.848 121.134 41.092 33,9 40.591 30.421 74,9
90,0% eða meira 3 7.783 5.356 3.340 62,4 3.303 2.987 90,4
80,0-89,9% 14 16.717 11.462 5.077 44,3 5.017 4.277 85,3
Reykjavík, 76,4% 1 101.824 73.759 17.801 24,1 17.603 13.447 76,4
Önnur sveitarfélög, 70,0-79,9%
Other municipalities, 70,0—79,9% 12 23.670 16.438 6.914 42,1 6.834 5.113 74,8
60,0-69,9% 13 8.218 5.524 3.180 57,6 3.134 2.093 66,8
50,1-59,9% 20 12.636 8.595 4.780 55,6 4.700 2.504 53,3
Hafnað Rejected 121 44.286 30.121 21.386 71,0 21.213 5.477 25,8
40,0-50,0% 23 8.556 5.702 3.829 67,2 3.783 1.670 44,1
30,0-39,9% 18 5.510 3.708 2.771 74,7 2.751 1.000 36,4
20,0-29,9% 37 19.120 12.987 8.872 68,3 8.812 2.164 24,6
10,0-19,9% 25 4.326 3.077 2.317 75,3 2.292 343 15,0
0,1-9,9% 17 6767 4642 3.594 77,4 3.573 300 8,4
Enginn samþykkti None 1 7 5 3 60,0 2
var hún felld. Sveitarfélögin fjögur, þar sem samþykki var
veitt, sameinuðust frá og með 11. júní 1994 og nefnist nýja
sveitarfélagið Borgarbyggð.22 Land þess skiptist i þrennt því
að hinir hreppamir tveir skilja hluta þess að.
Sameining Stöðvarhrepps og Breiðdalshrepps var felld í
þeimbáðum 19. febrúar 1994.
Samþykkt var 19. febrúar 1994 að sameina Nesjahrepp,
Höfn og Mýrahrepp. Sameiningintókgildi 12.júní 1994 og
nefnist nýja sveitarfélagið Homafjarðarbær.23
Sameining Skriðuhrepps, Öxnadalshrepps ogGlæsibæjar-
hrepps var felld í hinum fyrst talda 19. mars 1994 en samþykkt
í hinum tveimur. Ekki varð þó af sameiningu þeirra.
Sameining Eyjarhrepps og Miklaholtshrepps var samþykkt
26. mars 1994 og tók hún gildi 26. júní 1994. Heiti nýja
sveitarfélagsins er Eyja- og Miklaholtshreppur.24
Sameiningartillaga var felld við endurtekna atkvæða-
greiðslu í Skeggjastaðahreppi 9. apríl 1994 en samþykkt í
Vopnaíj arðarhreppi.
Samþykkt var 16. apríl 1994 að sameina Helgafellssveit og
Stykkishólm og hélt nýja sveitarfélagið heiti Stykkishólms-
bæjar. Sameiningin tók gildi 11. júní 1994.25 Framkvæmd
atkvæðagreiðslunnar í Helgafellssveit 16. apríl 1994 var
kærð. Fór kæran fyrir úrskurðarnefnd,26 félagsmála-
22 Auglýsingar nr. 164 28. mars 1994 og nr. 340 16. júní 1994.
23 Auglýsing nr. 266 11. maí 1994.
24 Auglýsingar nr. 217 22. apríl 1994 og nr. 468 10. ágúst 1994.
25 Auglýsingar nr. 256 16. maí 1994 og nr. 343 16. júní 1994.
26 Úrskurður kærunefndar 5. maí 1994, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 37. gr.
sveitarstjómarlaga nr. 8/1986. Atkvæðagreiðslan var úrskurðuð ógild.
ráðuneyti,27 Héraðsdóm V esturlands28 og Hæstarétt.29 Þar var
atkvæðagreiðslan dæmd ógild vegnaþess að kj örseðlar hefðu
verið úr svo þunnum pappír að sjá mætti í gegnum hann.
Félagsmálaráðuneytið taldi að atkvæðagreiðslan væri aðeins
einn hluti sameiningarferlisins og þó að hún teldist ógild væri
sameiningin í heild það ekki. Engu að siðurværi nauðsynlegt
að endurtaka atkvæðagreiðslu um sameiningu vegna þess að
lögin geri ráð fyrir því að kosið sé um sameiningu samtímis
í þeim sveitarfélögum sem gerð er tillaga um að sameina. Var
því efnt til þriðju atkvæðagreiðslu um sameiningu Helga-
fellssveitar og Stykkishólms 8. apríl 1995. Var sameining
felld á jöfnum atkvæðum í Helgafellssveit, 25 samþykktu
sameiningu og 25 höfnuðu, en í Stykkishólmi veittu 374
sameiningu samþykki sitt en 289 kjósendur höfnuðu henni.
Að fengnum þeim úrslitum auglýsti félagsmálaráðuneytið
afturköllun á staðfestingu á sameiningu Helgafellssveitar og
Stykkishólmsbæjar.30
Atkvæðagreiðsla um það hvort Skarðshreppur og Saur-
bæjarhreppur ættu að taka þátt í stofnun Dalabyggðar með
þeim fimm hreppum sem höfðu þá þegar ákveðið hana sín í
milli fór fram 16. apríl 1994. I Saurbæjarhreppi var tillagan
felld en í Skarðshreppi var hún samþykkt31 (sjá kafla C).
27 Úrskurður félagsmálaráðuneytis 13. maí 1994, sbr. 3. mgr. 37. gr.
sveitarstjómarlaga. Atkvæðagreiðslan var úrskurðuð gild.
28 Dómur Héraðsdóms Vesturlands 6. október 1994. Atkvæðagreiðslan var
dæmd ógild.
29 Hæstaréttardómur 8. desember 1994 í máli nr. 425.
30 Auglýsing nr. 223 18. apríl 1995, sbr. auglýsingu nr. 256/1994.
31 Auglýsing nr. 267 20. maí 1994.