Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Síða 102

Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Síða 102
100 Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994 strjálbýli. Árið 1948 var Seltjamameshreppi skipt og Kópa- vogur gerður að sjálfstæðu sveitarfélagi og er það í síðasta sinn sem sveitarfélagi er skipt í tvennt. Sveitarfélög höfðu heldur aldrei verið sameinuð á því tímabili sem yfirlitið nær yfir en nokkrum sinnum var mörkum breytt til þess að sameina tvo hluta sama þéttbýlis. Sléttuhreppur í Norður- ísafjarðarsýslu fór í eyði árið 1953 en land hans var ekki sameinað öðm sveitarfélagi fyrr en 1995. Nokkur önnur sveitarfélög hafa verið sameinuð öðru sveitarfélagi þegar þau hafa verið orðin svo fámenn að þau vom ekki starfhæf lengur. Þetta á fyrst við um Gmnnavíkurhrepp í Norður- ísaljarðarsýslu 1964. Sveitarfélög sameinuðust fyrst með samningi sín í milli 1971 þegar Eyrarhreppur sameinaðist ísafjarðarkaupstað 3. október það ár. Sú sameining fór fram samkvæmt lögum um sameiningu sveitarfélaga35 og var ekki efht til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna. Sameining Hvammshrepps og Dyrhólahrepps í Vestur- Skaftafellssýslu var sú fyrsta sem fór fram að viðhafðri atkvæðagreiðslu. Hún var haldin 14. nóvember 1982 og Mýrdalshreppur sto&aður 1. janúar 1984. í Haganeshreppi og Holtshreppi fór fram skoðanakönnun um sameiningu hreppannasamhliðahreppsnefhdarkosningum26.júní 1982. Könnuninvarekkibindandi. Sameininghlautmeirihlutafylgi í hreppunum en ekki varð af sameiningu fyrr en árið 1990. í V. yfirliti koma ffam niðurstöður í atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga sem höfðu verið haldnar ffam að almennu kosningunum 20. nóvember 1993. í VI. yfirliti er sýnd tala sveitarfélaga 1703-1994 eftir landsvæðum og í VII. yfirliti er sýnd tala sveitarfélaga eftir mannljölda og mannflöldi í þeim 1703 og 1910-1994. Við manntöl á nítjándu öld og árið 1901 var mannfjöldi talinn eftir sóknum en ekki sveitarfélögum og samsvarandi tölur því ekki tiltækar ff á þeim tíma. I y firlitinu eru notaðar mann- fjöldatölur fyrir árið 1901 sem koma ekki heim við prentaða skýrslu um manntalið þá.36 Fram að gildistöku sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 var ekki lögfest regla um að atkvæðagreiðsla færi ffain áður en sveitarfélög væm sameinuð. Eftirfarandi ákvæði um mörk og sameiningu sveitarfélaga gilda nú samkvæmt lögunum: 1. og 2. mgr. 3. gr. Sveitarfélag hefúr ákveðin staðarmörk. Oheimilt er að breyta þeim nema með lögum. Þó geturráðuneytið breytt mörkum sveitarfélaga í sambandi við sameiningu þeirra eða til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarstjóma. ... 5. gr. Lágmarksíbúatala sveitarfélags er 50 íbúar. Nú hefur íbúaljöldi sveitarfélags verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga ffumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig máþá skipta hinu fámenna sveitarfélagi milli nágrannasveitarfélaga. Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðuneytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félagslega heild með íbúum nágrannasveitarfélags. 3i Lögnr. 70/1970. 36 Heimild: Greinin Ibúatala sveitarfélaga á Islandi árið 1901 eftir Jón Olaf ísberg í 60. tölublaði Fjármálatíðinda, rits Seðlabankans, sem kom út 1993. 106. gr. Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samrana fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshluta- samtök sveitarfélaga. 1., 2. og 6.-9. mgr. 107. gr. Þegar skylt er að sameina sveitarfélag öðru sveitarfélagi, sbr. 2. mgr. 5. gr., skal ráðuneytið skipa nefnd er í sitji tveir menn samkvæmt tilnefningu sveitarstj ómar í því sveitarfélagi sem um ræðir og tvo menn samkvæmt tilnefningu viðkomandi héraðsnefndar. Þá skipar ráðuneytið formann nefndarinnar án tilnefningar. Nefndin skal gera tillögu um hverra kosta skuli leita varðandi sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. ... Nefhdin skal síðan geratillögu til viðkomandi sveitarstjóma um það hvemig að sameiningu sveitarfélaganna skuli staðið. Sé um fleiri en eina tillögu að ræða getur ráðuneytið ákveðið að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa viðkomandi sveitarfélaga um tillögumar. Ráðuneytið skal óska eftir umsögn viðkomandi sveitar- stjóma um sameiningarmálið en síðan ákveður ráðuneytið hvemig að sameiningu sveitarfélaganna skuli staðið. Heimilt er ráðuneytinu að fresta sameiningu sveitarfélaga þar sem svo stendur á sem segir í 2. mgr. 5. gr. 108. gr. Þegar tvær eða fleiri sveitarstjómir hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu skulu þær kjósa samstarfsnefnd til þess að annast athugun málsins. Skal hvor eða hver sveitar- stjómkjósatvo fulltrúaeðafleiri f nefhdinaeftirsamkomulagi. Nefndin kýs formann úr sínum hópi. Samstarfsnefhd skal starfa í samráði við ráðuneytið og skal það láta henni í té þá aðstoð er það telur nauðsynlega og úrskurða um vafaatriði er upp kunna að koma. Þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu um sam- eininguskuluviðkomandisveitarstjómirtakamáliðádagskrá. Skal hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu. Að lokinni umræðu sveitarstjóma skal síðan fara fram atkvæðagreiðsla innan sveitarfélaganna um sameininguna. Viðkomandi sveitarstjómir ákveða sameiginlega hvenær atkvæðagreiðsla fer fram og skal kosið sama dag í sveitar- félögunum. Sveitarstjóm lætur gera atkvæðaseðil til afnota við atkvæðagreiðsluna í samráði við ráðuneytið. Um atkvæða- greiðslur samkvæmt þessari málsgrein fer eftir ákvæðum III. kafla laga þessara, eftir því sem við getur átt.37 109. gr. [Sveitarfélag verður eigi sameinað öðmm sveitarfélögum nema fleiri kjósendur í atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. séu fýlgjandi sameiningu en andvígir.]38 37 III. kafli laganna Qallar um kosningu sveitarstjóma. 38 1. gr. laga nr. 20/1994. Upphaflega var 1. mgr. 109. gr. svohljóðandi: „Ef meirihluti atkvæðisbærra íbúa sveitarfélags hefur synjað sameiningu við atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. verður það sveitarfélag eigi sameinað öðmm sveitarfélögum að svo stöddu.“ Samkvæmt þessu taldist sameining Geithellnahrepps við Bemnes- og Búlandshreppa samþykkt 1992 þó að fleiri greiddu atkvæði á móti henni en með. Atkvæði gegn sameiningu vom 51,6% gildra atkvæða en námu 32,0% aftölu atkvæðisbærra manna. Sjá V. yfirlit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Sveitarstjórnarkosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarkosningar
https://timarit.is/publication/1386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.