Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.10.2019, Qupperneq 4
Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorra­ dalshrepps Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is 50% Afsláttur af myndlistarvörum Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir, penslar, spaðar, pappír o.fl o.fl. o.fl. ÚTSALA - ÚTSALA Opið 8 - 16 LEIÐRÉTTING Tekið skal fram, vegna greinar á bls. 41 í helgarblaðinu, að Frú Ragnheiður er verkefni rekið af Rauða krossinum í Reykjavík, bíll með því nafni ekur ekki á laugardögum og að Marín Þórsdóttir er forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is BYGGÐAMÁL Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lág- marksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samk væmt tillög um Sig urðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sam- einingu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveit- arfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri. Á r ni Hjörlei f s son, oddv it i Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuf lokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps, segir íbúatöluna Mikil andstaða við þvinganir Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á lands- byggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.   EFNAHAGSMÁL Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn til- vonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjár- magns- og eignaskattar séu skatt- heimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hyggst leggja fram frum- varp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breyt- ingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfða- fjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Jón Þór segir eignaskatta framtíðar- skattheimtuna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukn- ingin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kyn- slóða.“ Erfðaf járskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauða- skattur“ af íhaldsmönnum í Banda- ríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé við- kvæmari en ella vegna þess að and- lát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virð- isaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni. – khg Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Svía konungur svipti barna-börnin titlum sínum Fimm af sjö barna börnum Svía konungs munu héðan í frá ekki hljóta fram­ færslu frá sænska ríkinu. 2 Fæðingar or lofs sjóður segir sama upp á teningnum fyrir alla for eldra Leó Örn Þor leifs son leið réttir mis skilning í um ræðu um út hlutun. 3 Viður kennir að hafa eitrað fyrir sex fjöl skyldu með limum Morðin áttu sér stað á fjór tán ára tíma bili á Indlandi. STJÓRNMÁL Forsætisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og  Geir- finnsmálum. 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm sýknuðu og eftir atvikum fjöl- skyldna þeirra. Einnig að samhliða meðferð á Alþingi haldi samninga- viðræður um bætur áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. – aá Bótamáli rætt á Alþingi í dag STJÓRNMÁL Útflutningur á óunnum fiski í gámum og staða innlendrar fiskvinnslu verður rædd á fundi atvinnuveganefndar í dag. Sam- kvæmt tilkynningu á vef Alþingis er efni fundarins samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Nefndin fær til sín gesti frá Sam- tökum sjávarútvegssveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávar- útvegi, Sjómannasambandinu og fleiri samtökum. Á sjötta tug starfsmanna Ísfisks á Akranesi var sagt upp störfum í síðustu viku og í kjölfarið fordæmdi formaður Stéttarfélags Akraness að heimilt væri að f lytja út mikið magn af óunnum fiski. Störfum í Atvinnuveganefnd ræðir stöðu fiskvinnslunnar Fundur atvinnuveganefndar verður opinn fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON fiskvinnslu hefði fækkað úr 9.600 í 2.900 á 25 árum. Sjávarútvegsráðherra taldi við- fangsefnið ekki það stórt að það kallaði á sérstaka greiningu í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðar- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, síðastliðinn vetur. Í fyrir- spurn sinni lýsti Oddný áhyggjum af vaxandi útflutningi á óunnum fiski og yfirboðum stærri útgerða á fiski sem þær flyttu svo óunninn úr landi. Afleiðingin væri erfiður rekstur og hráefnisskortur hjá fiskvinnslum um allt land með tilheyrandi upp- sögnum og rekstrar stöðvunum. Fundur atvinnuveganefndar hefst klukkan níu og verður opinn fjölmiðlum. – aá einnig ekki rétt viðmið. „Við fram- tíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og frá- leitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjár- hagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðf lokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjá l fsá k vörðu na r rét t sveit a r- félaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðis- f lokksins verða einhverjir mót- fallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylk- ingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn. sveinn@frettabladid.is Katrín mun mæla fyrir frumvarpi um bætur í Geirfinnsmálinu. 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 6 -4 A B 4 2 3 F 6 -4 9 7 8 2 3 F 6 -4 8 3 C 2 3 F 6 -4 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 7 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.