Fréttablaðið - 08.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 08.10.2019, Page 6
BRASILÍA Stefna Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, í málefnum frum­ byggja er talin geta leitt til „þjóðar­ morðs“ síðustu óþekktu ættbálk­ anna. Nýlega var Bruno Pereira, sérfræðingi í samskiptum við frum­ byggja, sagt upp fyrirvaralaust. „Það er eins og ríkisstjórnin sé með þá stefnu að fjarlægja allt hæft fólk og koma óhæfu fólki að í staðinn,“ sagði José Carlos Meir­ elles, fyrrverandi starfsmaður hjá FUNAI, stofnuninni sem sér um málefni frumbyggja. Hann er einn af þeim sem skrifuðu undir bréf sem sent var ríkisstjórninni, þar sem alvara málsins var kynnt. Frumbyggjum, sem hafa haft lítil eða engin samskipti við umheim­ inn, stafar mikil ógn af skógarhöggi, námagreftri og annarri starfsemi sem raskar heimkynnum þeirra. Margir sem starfa í þessum geirum gera það ólöglega. Á þessu ári hefur verið farið inn á 153 ættbálkasvæði, samanborið við 76 í fyrra. Bolson­ aro hefur beitt sér fyrir stóraukinni nýtingu á öllu Amasonsvæðinu. Pereira hefur verið ötull baráttu­ maður fyrir frumbyggja og meðal annars aðstoðað þá við deilur sín á milli. Hann vildi lítið tjá sig um uppsögnina, hún væri á ábyrgð FUNAI. „Einangraðir frumbyggjar eru mjög varnarlaus hópur,“ sagði hann. „Þeir hafa ekkert pólitískt bakland og tala hvorki við blaða­ menn né aðra frumbyggja.“ – khg Þjóðarmorð á frumbyggjum Amasonskógar Frumbyggjum Amazon stendur ógn af iðnvæðingu.. NORDICPHOTOS/GETTY PORTÚGAL Sósíalistar unnu sigur í portúgölsku kosningunum á sunnu­ dag en fengu ekki hreinan meiri­ hluta þingmanna. Antonio Costa forsætisráðherra mun því þurfa að reiða sig aftur á róttæka vinstri­ flokka til þess að mynda ríkisstjórn eða minnihlutastjórn eins og hefur setið frá 2015. Sósíalistar fengu 106 af 230 þing­ sætum, sem var fjölgun um 20 sæti frá kosningunum 2015 þegar Costa komst til valda. Hægriflokkur Rui Rio tapaði hins vegar 12 sætum og fékk 77 og hinn hægrisinnaði Flokkur fólksins tapaði 13 af 18 sætum sínum. Talið er að stjórnarmyndunin gæti reynst f lóknari í ár en árið 2015, þegar takmark allra vinstri­ flokkanna var að koma hægristjórn Passos Coelho frá. Í ljósi yfirburða­ stöðu Sósíalista gæti Costa falast eftir því að sitja áfram í minnihluta­ stjórn. Óvíst er hvort Kommún­ istaflokkurinn, sem studdi minni­ hlutastjórnina, samþykki það en f lokkurinn fór illa út úr kosning­ unum og tapaði 5 af 17 sætum. Niðurstaða kosninganna rímar vel við þann aukna stuðning sem sósíaldemókratar í Evrópu hafa fengið á undanförnu ári. Meðal annars í kosningum í Svíþjóð, Dan­ mörku, Finnlandi og á Ítalíu. – khg Sósíalistar unnu kosningasigur Antonio Costa, forsætis- ráðherra. T YRKLAND Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Banda­ ríkjanna út úr Sýrlandi var harðlega gagnrýnd í gær bæði af pólitískum andstæðingum sem og samherjum forsetans. Ákvörðunin gerir Tyrkj­ um kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Miklar líkur eru því á að Tyrkir ráðist inn í Sýrland norðanvert innan skamms. Hvíta húsið sagði þetta í tilkynningu eftir símtal á milli Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Jafn­ framt var greint frá því að Banda­ ríkin muni hvorki taka þátt í innrás Tyrkja né styðja hana, en heldur ekki setja sig upp á móti slíkum aðgerðum. Bandarískar hersveitir í norðanverðu Sýrlandi muni á næstunni halda sig fjarri tyrknesku landamærunum. Þetta er grundvallarbreyting á afstöðu Bandaríkjastjórnar. Hug­ myndir Tyrkja um innrás í Norður­ Sýrland hafa lengi verið bitbein þessara bandalagsþjóða og Banda­ ríkjastjórn lagst alfarið gegn henni. Þangað til nú. Kúrdar í Sýrlandi og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF) gegndu lykilhlutverki í bar­ áttu Bandaríkjamanna og annarra ríkja gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Eftir að Íslamska ríkið virðist hafa verið yfirbugað hafa Tyrkir í auknum mæli talað um að ráðast gegn sveitum Kúrda sem þeir segja hryðjuverkasamtök. Á undanförnum árum hafa Tyrkir tvisvar farið með her inn í Sýrland og meðal annars lögðu þeir undir sig Afrin, svæði Kúrda í norðvestur­ hluta landsins. Fyrir lá samkomulag milli Banda­ ríkjanna og Tyrkja um hlutlaust svæði í norðurhluta Sýrlands en deilur hafa verið um stærð svæðisins eða hversu lengi það verði hlutlaust. Sýrlensk stjórnvöld hafa hins vegar hafnað öllum slíkum áformum því að þau gangi gegn fullveldi landsins. Sú ákvörðun Trumps að f lytja bandaríska herliðið frá norðaustur­ hluta landsins og verja ekki lengur dygga bandamenn hefur mætt mjög harðri andstöðu. Þar á meðal hafa ýmsir helstu bandamenn forsetans á þingi fordæmt ákvörðunina. Tryggja verði velferð kúrdískra her­ sveita og halda Tyrkjum í skefjum. Lyndsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, dyggur banda­ maður Trumps, segir ákvörðun forsetans bera vott um skammsýni og ábyrgðarleysi og sverta heiður Bandaríkjanna. Hún verði vatn á myllu öfgasinnaðra íslamista í Sýrlandi. Enn eigi eftir að ganga milli bols og höfuðs á vígasveitum Íslamska ríkisins. Graham ætlar að beita sér fyrir því á þingi að ákvörð­ un forsetans verði afturkölluð. david@frettabladid.is Tyrkir ætla að ráðast gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi Tyrkir hyggjast ráðast inn í Sýrland norðanvert gegn hersveitum Kúrda sem börðust með Bandaríkja- her gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Trump Bandaríkjaforseti hyggst láta af stuðningi við Kúrda og flytja bandaríska herliðið frá norðausturhluta landsins. Samherjar Trumps gagnrýna ákvörðun hans. Bandarískur hermaður í brynvörðum vagni í sýrlenska bænum Ras al-Ain sem liggur við tyrknesku landamærin. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að verja ekki lengur dygga bandamenn hefur mætt mjög harðri andstöðu meðal annars dyggra flokksmanna hans. Kúrdar í Sýrlandi og bandamenn þeirra í Sýr- lenska lýðræðishernum gegndu lykilhlutverki í baráttunni gegn hryðju- verkasamtökunum Íslamska ríkinu. VÍSINDI Þrír vísindamenn fá Nób­ elsverðlaunin í læknisfræði í ár fyrir uppgötvun á því hvernig frumur nema og laga sig að súrefnismagni. Nóbelsnefndin tilkynnti þetta í Stokkhólmi í gær. Þremenningarnir eru Banda­ ríkjamennirnir William G. Kaelin vísindamaður við Harvard­háskóla, Gregg L. Semenza frá Johns Hopk­ ins­háskóla, og Bretinn Peter J. Rat­ cliffe frá Francis Crick­stofnuninni í London. Dómnefndin segir að vísinda­ mennirnir þrír hafi lagt grunn að auknum skilningi manna á því hvernig súrefnismagn hefur áhrif á efnaskipti og lífeðlisfræði­ lega starfsemi. Þetta muni leiða til nýrra aðferða í baráttunni gegn sjúkdómum á borð við krabba­ mein og háfjallaveiki, segir í frétt AP. Annað dæmi væri lyfjafram­ leiðsla til að koma í veg fyrir blóð­ skort sem kemur fram hjá fólki með þráláta nýrnaveiki. Verðlaunahafarnir haf i sýnt hvernig virkni gena breytist eftir breytingum á súrefnisstyrk í umhverfi. Hæfileiki frumna til að aðlagast súrefnisstyrk er talinn lykillinn að því að dýrategundir hafi numið land á svo ólíkum búsvæðum. Vísindamennirnir þrír, sem vinna að mestu hver í sínu lagi, munu deila á milli sín verðlaunafénu sem nemur níu milljónum sænskra króna, eða um 113 milljónum íslenskra króna. – ds Þrír deila Nóbelsverðlaunum í læknisfræði Nóbelsnefndin tilkynnir verðlaunahafana þrjá í Stokkhólmi í gær. Þeir hafa hver í sínu lagi unnið að rannsóknum í læknisfræði. NORDICPHOTOS/AFP +PLÚS 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 6 -4 5 C 4 2 3 F 6 -4 4 8 8 2 3 F 6 -4 3 4 C 2 3 F 6 -4 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 7 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.