Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.2019, Side 1

Víkurfréttir - 03.10.2019, Side 1
1989 - 2019 Í 30 ÁRHamborgarar 4 stk - 120 gr m/brauði 598KR/PK ÁÐUR: 1.049 KR/PK Grísahnakki með puru 679KR/KG ÁÐUR: 2.057 KR/KG -67% 30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ NETTÓ! 30 ÁRA VERÐ Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 3. - 6. október -43% Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA HAFÐU SAMBAND 511 5008 UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS Rúnturinnmeð Ævari bílasala Ung kona í gönguferð um Patterson-svæðið steig á handsprengju sem talin var vera virk. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og eyddu þeir sprengjunni. Ragnheiður F r i ð r i k s - dóttir var á g ö n g u um Patter- son-svæðið nærri Ásbrú um liðna helgi ásamt fleirum en hún segist hafa mikið dálæti af því að ganga um svæðið sem einnig er vinsælt hjá fólki til að viðra hunda. „Ég steig óvart á sprengjuna og leit niður og sá strax að þetta var ekki steinn. Ég kallaði á manninn minn og frænda og maðurinn minn sá strax að hún væri virk og hringdi í 112. Ég er víst bara mjög heppin að hún hafi ekki sprungið við það að ég steig ofan á hana,“ segir Ragnheiður í samtali við Víkurfréttir. Lögreglan kom á staðinn og eftir að hafa séð hlutinn hafði lögregla samband við sprengjusérfræðinga. Tveir liðsmenn sprengjueyðingar- sveitarinnar fóru á staðinn og í ljós kom að um var að ræða virka hand- sprengju á þekktu sprengjuæfinga- svæði gamla varnarliðsins. Talið er að handsprengjan hafi verið í jörðu og komið upp á yfirborðið í jarðvegs- vinnu. Vel gekk að eyða sprengjunni. Umrætt svæði hefur margoft verið hreinsað en endrum og sinnum finn- ast þar sprengjur á borð við þessa sem koma upp á yfirborðið. Land- helgisgæslan leggur því áherslu á að fólk gæti varúðar á svæðinu. Leiki grunur á að um sprengju sé að ræða er mikilvægt að láta lögreglu vita. Heppin að sprengjan sprakk ekki þegar stigið var á hana Miklar annir hjá Brunavörnum Suðurnesja Óvenju mikið var að gera hjá Bruna- vörnum Suðurnesja í nýliðnum septembermánuði. Útköll í sjúkra- flutningum voru 294 talsins eða að jafnaði um tíu útköll á dag. Þá voru 23 útköll á slökkvilið og hreyfingar Brunavarna Suðurnesja því samtals 317 í mánuðinum. Útköll sjúkra- og slökkviliðs eru flokkuð í fjóra forgangsflokka. Út- köll í mesta forgangi voru 35 talsins, 55 útköll bárust í næstmesta forgangi en önnur útköll voru með minni for- gangi. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var einnig kallað út tuttugu og þrisvar sinnum í september og í nokkrum tilvikum var um talsverðan eld eða hættu að ræða. Þannig bárust slökkvi- liði þrjú útköll í september í mesta forgangi og fimm önnur útköll voru í næstmesta forgangi. Í samtali við Víkurfréttir segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Bruna- varna Suðurnesja, að stundum séu út- köll alvarlegri en þær upplýsingar sem berast Neyðarlínunni, sem ákveður forgangshraða útkalls, gefa til kynna. Nýjustu útköll slökkviliðs voru t.a.m. útkall vegna elds í flugeldhúsi á Kefla- víkurflugvelli, eldur í útigeymslu við leikskóla í Reykjanesbæ og útkall vegna alelda sumarhúss í Hvass- ahrauni um liðna helgi. Undir kvöld síðasta sunnudag var einnig mikið annríki hjá Bruna- vörnum Suðurnesja þegar fjórar sjúkrabifreiðar BS voru í verkefnum samtímis og á sama tíma var einnig slökkvibifreið í útkalli. Frá slökkvistarfi við leikskólann Akur. Séð yfir Patterson-svæðið. Skólasysturnar Guðríður og Emma fögnuðu komu fréttamanna Víkurfrétta sem voru að skoða uppbyggingu í Innri Njarðvík. Þær eru í Stapaskóla sem enn er í bráðabirgðahúsnæði en nýr Stapaskóli rís á ógnarhraða eins og sjá má fyrir aftan leiksvæði barnanna. VF-mynd: pket Handsprengjan var ekki mjög áberandi. S U Ð U R N E S J Amagasín F I M M T U D A G S K V Ö L D K L . 2 0 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F . I S fimmtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg. S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.