Víkurfréttir - 03.10.2019, Síða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir,
vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@
vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís
Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun:
Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn
útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Hvernig finnst þér samein-
ing Garðs og Sandgerðis
hafa heppnast?
Inga Jóna
Valgarðsdóttir:
„Svona allt í
lagi en ég kaus
á móti samein
ingu en er samt
sátt í dag.“
Jónas Jónsson:
„Ég veit bara
að allar þessar
sameiningar
hafa verið
til bölvunar
þegar fer að
líða á.“
Kristján Nielsen:
„Ég er hlut
laus, hef varla
tekið eftir því
að búið sé
að sameina.
Er það ekki
ágætt?“
Margrét Edda Arnardóttir:
„Mér finnst það
bara jákvætt.
Þetta sameinar
sveitarfélögin
á jákvæðan
hátt og eflir
vinskap á milli
Garðbúa og
Sandgerðinga.“
SPURNING VIKUNNAR
Hálfrar aldar
afmæliskaffi hjá
SI raflögnum
SI raflagnir fagnar hálfrar aldar af-
mæli á þessu ári og bjóða eigendur af
því tilefni upp á kaffi og kökur í hús-
næði fyrirtækisins að Iðngörðum 21
í Garði föstudaginn 4. október kl. 13
til 15. Allir eru velkomnir.
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var
neikvæð um 942 milljónir króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið
á undan. Stærsta hlutann af þessum viðsnúningi má rekja til niðurfærslu á kröfu vegna WOW air
sem nam 2.081 milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.
Rekstrartekjur námu 18.162 milljónum króna sem
er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið
við sama tímabil á síðasta ári. Rekstrarkostnaður
stóð í stað milli tímabila. Heildarafkoma tímabilsins
var neikvæð um 2.524 milljón króna samanborið
við 1.571 milljón króna jákvæða heildarafkomu á
sama tímabili á síðasta ári.
Þessa breytingu milli ára má einkum rekja til auk
innar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 millj
ónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra
lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi
tekna upp á 854 milljónir króna.
Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifar
þega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum
á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar
skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu
ekki fært annað en að framkvæma reikningshalds
lega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu
vegna WOW air.
„Afkoma Isavia ber þess merki að WOW air varð
gjaldþrota í lok mars síðastliðnum,“ segir Svein
björn Indriðason, forstjóri Isavia. „Ferðamönnum
sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði
þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3%,
samanborið við sama tímabil í fyrra.“
Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar
á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri.
„Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta
ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu
þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið
færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að
verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af
landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara
ámælisverða en erum að leita leiða til að koma
málinu á ný á æðra dómstig,“ segir Sveinbjörn.
Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil
en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum
ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi
verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun
dómstólsins,“ segir Sveinbjörn.
Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að heildar
afkoma félagsins fyrir árið í heild verði í járnum.
Lykiltölur úr hálfsársuppgjöri 2019
Tekjur: 18.162 milljónir króna
Rekstrartap: 942 milljónir króna
Heildarafkoma eftir skatta: 2.524 milljón króna
Handbært fé: 4.579 milljónir króna
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum:
1.874 milljónir króna
Eigið fé í lok tímabils: 32.744 milljónir króna
Eiginfjárhlutfall: 41,6%
Á vef Isavia má nálgast uppgjörið í heild sinni.
Isavia tapaði 2,1 milljarði króna vegna WOW air
Erindi frá Skólum ehf. varðandi stækkun heilsuleikskólans Skógaráss á
Ásbrú var tekið fyrir á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.
Óskað var eftir viðræðum og samstarfi við Reykjanesbæ um að stækka
heilsuleikskólann Skógarás, þar sem mögulega væri hægt að taka inn
yngri börn en nú er gert.
Í fundargerð fræðsluráðs segir að
stefna Reykjanesbæjar er að innan
þriggja ára verði hægt að bjóða að lág
marki öllum átján mánaða börnum og
eldri upp á leikskólavist í leikskólum
bæjarins. Reykjanesbær stefnir á
stækkun leikskóla í bæjarfélaginu í
þeim hverfum þar sem öll leikskóla
pláss eru nýtt, til þess að geta boðið
átján mánaða börnum pláss.
Fræðsluráð felur fræðslusviði að eiga í
viðræðum við Skóla ehf., rekstraraðila
leikskólans Skógaráss, um mögulegar
leiðir til þess að bjóða átján mánaða
börnum leikskólavist.
Stækkun heilsuleikskólans
Skógaráss til skoðunar
Fasteignagjöld
lægst í Grindavík
en hæst í Keflavík
Fasteignagjöld eru lægst í Grinda-
vík samkvæmt nýrri úttekt Byggða-
stofnunar. Gjöldin eru 259 þúsund
krónur en næstlægst, á eftir Grinda-
vík, er Bolungarvík með 260 þúsund
krónur. Gjöldin eru hins vegar hæst
í Keflavík (matið er unnið úr frá
byggðakjörnum og er því hér talað
um Keflavík en ekki Reykjanesbæ)
en þar eru þau 453 þúsund krónur.
Gjöldin í Grindavík eru því 57% af
gjöldum í Keflavík.
Þegar fasteignagjöld eru borin saman
milli sveitafélaga er viðmiðunareignin
einbýlishús sem er 161,1 m² að grunn
fleti. Stærð lóðar er 808 m².
Fasteignagjöldin eru reiknuð út sam
kvæmt núgildandi fasteignamati sem
gildir frá 31. desember 2018 og sam
kvæmt álagningarreglum ársins 2019
eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.
Án ökuréttinda með
vopn og fíkniefni
Ökumaður sem ók sviptur ökurétt
indum í umdæmi lögreglunnar á Suður
nesjum í vikunni sem leið reyndist hafa
fleira óhreint í pokahorninu. Í bifreið
sinni var hann með hafnarboltakylfu,
piparúða og fjaðurhníf.
Maðurinn heimilaði leit á heimili sínu og
þar fundust fíkniefni í ísskáp og frysti.
Lögregla haldlagði vopnin og efnin auk
nær hundrað þúsunda króna, sem voru
í vörslu mannsins, vegna gruns um að
um ágóða af fíkniefnasölu væri að ræða.
Eignaspjöll í Háaleitisskóla
Lögreglu barst tilkynning um eigna
spjöll í Háaleitisskóla í síðustu viku.
Í ljós kom að búið var að brjóta tvær
rúður, aðra með tvöföldu öryggisgleri,
og fjögur útiljós í byggingunni. Stór
steinn fannst innandyra framan við
eina rúðuna.
Drengur á hlaupahjóli
í umferðarslysi
Ungur drengur varð fyrir bifreið í Sand
gerði um síðustu helgi. Drengurinn var
á hlaupahjóli og mætti bifreið. Hann
náði ekki að stöðva hjólið í tæka tíð
og hafnaði framan á bifreiðinni, sem
ökumaður náði heldur ekki að stöðva.
Drengurinn hlaut skrámur og kenndi
eymsla. Hann var fluttur á Heilbrigðis
stofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Ungar í lögreglufylgd
á Reykjanesbraut
Þau geta verið margvísleg málin sem
rekur á fjörur lögreglu eins og eftir
farandi ber með sér. Vegfarandi tilkynnti
lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni
sem leið að álft með þrjá unga væri að
spássera á Reykjanesbraut og stefndi
til sjávar. Var þetta talið geta valdið
slysi bæði á mannverum og dýrum.
Lögregla stöðvaði því umferð á meðan
fuglarnir trítluðu yfir brautina og gekk
það allt að óskum.
Þá var tilkynnt um tvær landnáms
hænur sem ekki hefðu skilað sér heim á
tilsettum tíma. Þar sem engin tilkynning
hafði borist til lögreglu um hænur í
óskilum var lítið hægt að aðhafast í
málinu annað en að sjá hvort flökku
fuglarnir skiluðu sér heim sem þeir
hafa vonandi gert.
Fatnaði stolið úr
tösku ferðamanns
Flugfarþegi sem var að koma frá New
ark í vikunni sem leið tilkynnti lög
reglu í flugstöðvardeild lögreglunnar á
Suðurnesjum um að stolið hefði verið
úr ferðatösku sinni. Taskan hafði verið
innrituð á Newarkflugvelli en þegar
eigandinn sótti hana á færibandið á
Keflavíkurflugvelli reyndist hún vera
umtalsvert léttari en við innritun ytra. Í
ljós kom að búið var að fjarlægja mikið
af fatnaði úr henni.
Fingralangir
myndavélaþjófar
Lögreglu barst á dögunum tilkynning
um að myndavél hefði verið stolið frá
farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í myndavélakerfi sást að konan hafði
misst litla tösku með myndavélinni án
þess að taka eftir því. Skömmu síðar bar
að tvo menn sem sáu töskuna, skoðuðu
það sem í henni var og hirtu mynda
vélina. Lögregla hafði upp á hinum
fingralöngu sem skömmuðust sín og
skiluðu vélinni. Konan brást glöð við
þegar hún fékk eign sína aftur í hendur.
DAGBÓK LÖGREGLUNNAR
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.