Víkurfréttir - 03.10.2019, Qupperneq 10
Sjálfstraust og gott tengslanet
skapa störf framtíðar
Heimurinn er að breytast og það hratt. Það er eins gott að vera opinn og sveigjanlegur
því gera má ráð fyrir því að sífellt fleiri verði að byggja upp eigin atvinnutækifæri í fram-
tíðinni. Forsenda þess er fyrst og fremst gott sjálfstraust og öflugt tengslanet.
Hansína B. Einarsdóttir er með putt-
ana á púlsinum hvað þetta varðar og
rekur ásamt eiginmanni, Jóni Rafni
Högnasyni, fyrirtækið Skref fyrir
skref á Suðurnesjum en meginverk-
efni þess er að sinna ýmsu námskeiða-
haldi, fullorðinsfræðslu, rannsóknum
og nýsköpunarverkefnum, bæði hér-
lendis og erlendis.
Þetta er ekki það eina sem þau hjónin
hafa fengist við og muna sjálfsagt
margir eftir Hansínu og Jóni Rafni
frá þeirri tíð þegar þau byggðu upp og
ráku Hótel Glym í Hvalfirði sem þau
gerðu með stæl, svo eftir var tekið.
Við fengum að fylgjast með Hansínu
að störfum einn dag en þá stóð hún
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Light-
house Inn í Garðinum sem teygði
anga sína alla leið til Bessastaða þar
sem forsetafrúin tók á móti hópnum.
En afhverju að flytja til Suðurnesja?
„Ég er reyndar ættuð héðan af Suður-
nesjum, amma Hansína Einarsdóttir
og afi Guðmundur Jóhannesson,
bjuggu í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd
en þau hættu búskap upp úr 1960 og
talsvert af fólki mínu er búsett hér
á þessu svæði. Mér er afar minnis-
stætt að alla bernsku okkar var farið
í Flekkuvík á vorin og þá var alltaf
jafn spennandi að vita hversu langt
við kæmust á bílnum, hversu langt
var fært á bíl en annars var gengið
restina. Á leiðinni niður eftir var farið
í kríueggjaleit og svo var haldið beina
leið í fjöruna þar sem mikilvægt var að
skoða rekaviðinn sem við nýttum til
leikja. Við systkinin, tíu talsins, erum
alin upp í Kópavogi og var alltaf talað
um að fara suður eftir en við ólumst
upp við hugtakið Suðurnesjamenn.
Mér þykir því afar ánægjulegt að eiga
svo heima hér á Suðurnesjum í dag,
ég átti reyndar í nokkru basli með
að telja eiginmanninum trú um að
hér gæti verið gott að eiga heima en
hann er frá Norðfirði. Það tókst loks
og við fluttum í Sandgerði fyrir sjö
árum og líkar mjög vel hérna. Við
kunnum vel að meta kyrrðina, sjóinn
og hina mögnuðu náttúru sem um-
lykur okkur hér á Suðurnesjum. Alltaf
þegar við getum þá ökum við djúpu
leiðina heim, Ósabotnaleiðina, sem
er dásamlega kyrrlát, ósnortin og
falleg leið, eins og að aka í gegnum
50 ára tímabil þar sem lítið hefur
breyst. Þetta er partur af lífsgæð-
unum sem fylgir því að vera búsett
hér. Við erum örstutt frá höfuðborgar-
svæðinu, ekkert mál að koma með
eða að sækja barnabörnin. Hér er al-
þjóðaflugvöllurinn en verkefni okkar
tengjast því meðal annars að taka
á móti erlendum gestum og síðan
þurfum við sjálf að sinna verkefnum
okkar erlendis,“ segir Hansína glöð
í bragði.
Alþjóðlegt fyrirtæki
Hansína B. Einarsdóttir stundaði m.a.
nám í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð á
níunda áratugnum, hún er menntuð
sem afbrotafræðingur, mannauð-
stjórnandi og með leiðtogaþjálfun
frá Konstembaum Institude USA.
Hún hefur umtalsverða reynslu af
stjórnun, hönnun og framkvæmd
fjölda stórra rannsóknar- og kennslu-
verkefna hérlendis og á vegum ESB.
„Fyrirtækið Skref fyrir skref ráð-
gjöf var stofnað fyrir þrjátíu árum
og hefur staðið fyrir allmörgum
námskeiðum og ráðstefnum hér á
svæðinu síðan við hjónin fluttum
hingað fyrir sjö árum. Enable ráð-
stefnan sem var haldin hér dagana
4. til 7. september síðastliðinn hafði
það að markmiði að fjalla um kon-
ur í atvinnurekstri. Þátttakendur í
verkefninu voru frá Íslandi, Eistlandi,
Litháen, Danmörku og Finnlandi en
allt eru þetta starfsþróunarfyrirtæki.
Öll eiga þau það sameiginlegt að þróa
kennsluefni, halda námskeið og fyrir-
lestra í eigin heimalandi sem og á
alþjóðavettvangi. Fyrirtækin eru mis-
stór, sum eru einkafyrirtæki en önnur
eru opinber eins og háskólar eða
sérgreinaskólar. Fyrirtæki okkar og
einnig hin fyrirtækin hafa öll reynslu
af alþjóðaverkefnavinnu og þekkja
vel til nýsköpunar, fræðslumála og
námskeiðahalds. Verkefnið er styrkt
80% af NordPlus en þátttökufyrir-
tækin í hverju landi greiða um 20%
af kostnaði. Starfsþróunarfyrirtæki
okkar hjóna, Skref fyrir skref ráðgjöf,
sér um íslenska hluta verkefnisins.
Við höfum þrjátíu ára reynslu á sviði
starfsþróunarverkefna hérlendis sem
og erlendis og höfum stýrt stórum
verkefnum fyrir NordPlus og Erasmus
undanfarin ár,“ segir Hansína.
Löng skólaganga ekki lengur
ávísun á atvinnu
Þegar blaðamaður Víkurfrétta sat
ráðstefnuna í Garðinum, þá snérist
umfjöllunin um það hvernig hægt
væri að finna leiðir til að tengjast
fleiri frumkvöðlum og hjálpa þeim að
verða sýnilegri. Markhópurinn sem
fjallað er um í verkefninu ENABLE
eru konur, eldri borgarar, fatlaðir,
innflytjendur og ungt fólk.
„ENABLE-verkefnið snýst um að
hvetja fólk til nýsköpunar. Í vest-
rænum samfélögum framtíðar má
gera ráð fyrir að sífellt fleiri verði
að byggja upp eigin atvinnutækifæri
og forsenda þess er fyrst og fremst
gott sjálfstraust og öflugt tengslanet.
Það er vaxandi samkeppni um hvert
starf sem nú þegar er til, fjölmörg
störf eru að hverfa og ný að verða
til vegna tækni-, lífstíls- og neyslu-
breytinga. Þessi framtíðarsýn þýðir
breytingar og krefst annarra eigin-
leika og annars undirbúnings. Löng
skólaganga og formleg próf eru alls
ekki lengur örugg forsenda atvinnu.
Í framtíð þarf sveigjanleika, aðferða-
fræðilega kunnáttu, tækniþekkingu,
frumkvæði, gott tengslanet og sjálfs-
traust til að komast af,“ segir Hansína
með áherslu og nefnir í þessu tilliti
nýlegar OECD-skýrslur.
Stuðningur við frumkvöðla
„Síðastliðin ár hafa OECD-skýrslur
fjallað talsvert um þessar breytingar
sem við stöndum frammi fyrir og
hvað þurfi að gera til þess að takast
á við þær. Samkvæmt niðurstöðum
þeirra þarf að leggja sérstaka áherslu
á frumkvæði og getu til þess að stofna
og reka eigin fyrirtæki, hrinda hug-
myndum sínum í framkvæmd. Í þessu
samhengi er sérstaklega bent á erfiða
samkeppnisstöðu hinna ýmsu minni-
hlutahópa til þess að geta bjargað sér
sjálfir í eigin rekstri. OECD tilgreinir
sérstaklega ungt fólk vegna skorts á
reynslu, eldri borgara 55 plús sem er
afar stór hópur sem er að detta út af
vinnumarkaði og virðist hafa litla trú
á því að geta stofnað eigið fyrirtæki.
Þeir benda einnig á fatlaða sem oft,
vegna ímyndar í samfélagi, hafa lélegt
sjálfstraust og lítið tengslanet. Inn-
flytjendur eru einnig í þessum minni-
hlutahópi vegna lélegs tengslanets
og lítillar tungumálaþekkingar sem
leiðir oft til skorts á skilningi á innra
skipulagi samfélagsins sem þau búa í.
Konur eru einnig taldar upp en aðeins
rétt 30% kvenna stofna og reka eigið
fyrirtæki.“
Konur sem frumkvöðlar
Á fundinum hér á Íslandi var áherslan
lögð á konur sem frumkvöðla en Han-
sína var með erindi á ráðstefnunni
um þennan málaflokk. Hansína hefur
talsverða þekkingu á þessu sviði en
auk þess að hafa ávallt rekið eigin
fyrirtæki, stofnaði hún ásamt öðrum
konum FKA, Félag kvenna í atvinnu-
rekstri, árið 1999 og sat í fyrstu stjórn
þess.
Farið var í heimsókn á ýmsa staði með
ráðstefnuhópinn þar sem íslenskar
konur voru kynntar sem hafa haslað
sér völl sem frumkvöðlar.
„Ég kynnti fyrir ráðstefnugestum
Höllu sem rekur hjá Höllu í Grinda-
vík, Bergrúnu Írisi barnabókahöfund
og Dagný Magnúsdóttur sem rekur
einstakan veitingastað í Þorlákshöfn.
Markmið mitt er einnig að kynna
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
Mér þykir því afar ánægju-
legt að eiga svo heima hér
á Suðurnesjum í dag, ég
átti reyndar í nokkru basli
með að telja eiginmann-
inum trú um að hér gæti
verið gott að eiga heima ...
ER BÍLLINN BEYGLAÐUR?
Hann verður eins og nýr hjá okkur
Við vinnum fyrir öll tryggingafélög! Smiðjuvöllum 6 - Reykjanesbæ Sími 421-3500 – retting@simnet.is
Hansína B. Einarsdóttir.
Ráðstefnugestir fóru m.a. í heimsókn á Bessastaði.
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM