Víkurfréttir - 03.10.2019, Qupperneq 17
Alexandra og Gerður heilluðu áhorfendur
upp úr skónum í St. Pétursborg
Þann 21. ágúst voru haldnir tónleikar sem báru nafnið
„Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kamennoostrovskiy-
kastala í St. Pétursborg í Rússlandi. Fram komu Alexandra
Chernyshova, sópransöngkona, Gerður Bolladóttir, sópran-
söngkona, og Kjartan Valdemarsson, píanóleikari.
Á efnisskrá tónleikanna voru róman-
tísk tónverk eftir Gerði Bolladóttur
við ljóð íslenskra skálda og aríur,
dúett og kór úr óperunni „Skáldið
og Biskupsdóttirin“ eftir Alexöndru
Chernyshovu við líbrettó Guðrúnar
Ásmundsdóttur.
Píanóleikur var í höndum eins af
okkar bestu píanóleikara, Kjartans
Valdemarssonar. Hlutverk Hallgríms
Péturssonar söng bass-barítón söngv-
ari frá Moskvu, sólóisti í Vishnevskaya
Óperu Stúdíó, Sergei Telenkov, og
söng hann hlutverk sitt á íslensku.
Frumkvöðull að þessum tónleikum
var tónskáldið og sópransöngkona
Alexandra Chernyshova. Hún hefur
verið búsett á Íslandi í sextán ár og
býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykja-
nesbæ. Alexandra er ættuð frá Rúss-
landi en er núna íslenskur ríkisborg-
ari. Fyrir nokkrum árum fékk Al-
exandra þá hugmynd að gaman væri
að mynda tónlistarmenningarbrú
„Russian Souvenir“ á milli Rússlands
og Íslands. Þetta verkefni hefur staðið
í fjögur ár og á þeim tíma hafa verið
settir upp fimmtán viðburðir bæði
hér á Íslandi og í Rússlandi.
Fjölmiðar voru mjög áhugasamir um
tónleikana og komu viðtöl við lista-
menn í útvarpi og sjónvarpi.
Á tónleikunum 21. ágúst var einnig
haldin ljósmyndasýningin „Iceland
- beyond expectation“ eftir Jón R.
Hilmarsson sem nýlega gaf út sína
þriðju ljósmyndabók. Jón var einnig
með ljósmyndasýningu á opnunar-
hátíð „Nordic Weeks“ í St. Pétursborg
þann 13. september sl.
„Tónleikar í Pétursborg voru yndis-
legir, fullt hús af áhugasömum áhorf-
endum sem voru mjög þakklátir að
fá að kynnast íslenskri tónlist. Meðal
áhorfenda voru þekktir rússneskir
tónlistarmenn og listamenn sem
sögðu eftir tónleikana að þeir væru
hissa á ríkri menningu, tónlistinni og
ljóðum sem voru sérstaklega þýdd yfir
á rússnesku og sýnd á tjaldi á meðan
á flutningi stóð. Áhorfendur voru ekki
að búast við svona flottum tónleikum
og ljósmyndasýningu sem er sannar-
lega gott veganesti fyrir framhald
þessa verkefnis - Russian Souvenir,“
segir Alexandra Chernyshova.
Hvatningarverðlaun
Upplýsingar afhent Bóka-
safni Reykjanesbæjar
Bókasafn Reykjanesbæjar tók á móti fyrstu Hvatningarverðlaunum
Upplýsingar 2019 í síðustu viku, en Upplýsing er fagfélag á sviði
bókasafns- og upplýsingafræða. Bókasafninu voru veitt verðlaunin
fyrir verkefnið „Saumað fyrir umhverfið“ sem gengur út á að
sauma fjölnota taupoka í Pokastöð sem starfrækt er í safninu.
Í umsögn dómnefndar segir að í verkefninu séu góð tengsl við
bækur og umhverfið og að það flokkist sem nýbreytniverkefni.
Það voru Oddfríður Steinunn Helgadóttir, formaður
Upplýsingar, og Barbara Guðnadóttir, varaformaður,
sem gerðu sér ferð suður með sjó til þess að af-
henda verðlaunin og kynna sér verkefnið. Guðný
Kristín Bjarnadóttir, verkefnisstjóri „Saumað fyrir
umhverfið“, tók á móti verðlaunagripnum sem er
Lóa eftir Hafþór Ragnar Þórhallsson.
Barbara Guðnadóttir, varaformaður Upplýsingar, Oddfríður
Steinunn Helgadóttir, formaður Upplýsingar, Guðný Kristín
Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Saumað fyrir umhverfið,
og Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns
Reykjanesbæjar, með bækur í pokum úr Pokastöðinni.
Hér sést Guðný Kristín Bjarnadóttir taka við
verðlaununum úr hendi Oddfríðar Steinunnar
Helgadóttur, formanns Upplýsingar.
Framkvæmdastjóri
Capacent — leiðir til árangurs
Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar ehf.
(Kadeco) er hlutafélag í eigu
íslenska ríkisins sem stofnað
var árið 2006. Félagið hefur
nú fengið nýtt hlutverk
sem vettvangur samstarfs
sveitarfélagana á svæðinu,
Isavia og íslenska ríkisins.
Markmiðið með samstarfinu
er að tryggja að til verði
heilsteypt stefna og skipulag
um uppbyggingu og þróun
flugvallarsvæðisins og
nærsvæða þess til framtíðar.
Tilgangur félagsins er að leiða
saman hagsmuni þessara
aðila og vinna að því að
raungera tækifærin sem felast í
svæðinu. Vinna þarf heilsteypt
skipulag sem felur í sér skýra
forgangsröðun uppbyggingar
eftir svæðum með það
að markmiði að hámarka
samfélagslegan ábata þess.
Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/14701
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leiðtogahæfileikar og hæfni til að hvetja aðra til árangurs.
Góð færni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af stjórnun, rekstri og verkefnastýringu flókinna
verkefna.
Frumkvæði, metnaður og sköpunargáfa.
Reynsla af skipulags og þróunarverkefnum.
Framhaldsmenntun eða yfirgripsmikil reynsla af
sambærilegum verkefnum.
Reynsla á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar.
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
Umsóknarfrestur
14. október
Starfssvið:
Móta og innleiða heildstæða stefnu um þróunarsvæðið.
Umsjón með samskiptum við mismunandi hagaðila
á svæðinu, leiða fram sjónarmið þeirra og vinna að
samræmingu ólíkra sjónarmiða.
Umsjón með greiningum, úttektum og markaðsmálum í
tengslum við þróun svæðisins.
Stýra þróunar- og skipulagsvinnu á starfssvæði félagsins
með tilliti til framtíðarsýnar svæðisins og stefnu félagsins.
Hefðbundin störf framkvæmdastjóra félagsins.
Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Kadeco. Um er að ræða fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf fyrir
framúrskarandi stjórnanda með þekkingu á þróunarstarfi, skipulagi og verkefnastjórnun.
Framkvæmdastjóri Kadeco mun hafa yfirumsjón og leiða þróunar- og skipulagsvinnu á þróunarsvæðinu í samráði við
hagsmunaaðila og stjórn félagsins.
17MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.