Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Allskonar nýjasta nýtt Miðvikudag til mánudags KRINGLUKAST 20-50% AFSLÁTTUR +PLÚS Kafarar undirbúa sig við gjána Silfru á Þingvöllum. Forstjóri Heimsminjaskrár UNESCO hefur krafið íslensk yfirvöld um skýringar á starfsemi köfunarfyrirtækja á staðnum enda samrýmast umsvifin ekki stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNSÝSLA Verktakafyrirtæki í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI) hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra innviða- gjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Fjárhæðirnar sem um ræðir nema mörgum milljörðum króna. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir lagalega óvissu til staðar um lögmæti gjaldsins. „Hagsmunirnir eru miklir enda hefur gjaldið áhrif á byggingarkostnað og hækkar mögu- lega söluverð nýbygginga. Það eru því ekki síst hagsmunir almenn- ings að úr þessum ágreiningi verði skorið,“ segir Sigurður. Hann nefnir sem dæmi að inn- viðagjald á fermetra vegna uppbygg- ingar í Vogabyggð nemi 23 þúsund krónum sem gera 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á því svæði. „Í Vogabyggð einni nema innviða- gjöld borgarinnar hvorki meira né minna en fimm milljörðum.“ Innviðagjaldið er enn lagt á upp- byggingarverkefni í borginni og á næstu árum eru miklar fram- kvæmdir fyrirhugaðar og gæti inn- heimta innviðagjalds numið millj- örðum króna í tengslum við það. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hagsmunaaðila, telur einsýnt að málið hafi víðtækt fordæmisgildi. „Það liggur fyrir – og er ágrein- ingslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í millj- arðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatna- gerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótar- gatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættu- sömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ segir Einar Hugi. – hae / sjá Markaðinn Telja innviðagjaldið ólögmætt Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra inn- viðagjalda. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður segir að málið hafi víðtækt fordæmisgildi. 5 milljarðar nema innviða- gjöldin vegna Vogabyggðar. VIÐSKIPTI Viðmælendur Frétta- blaðsins innan bankanna hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista FATF, framkvæmdahóps um varnir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Enn eru sex atriði ófullnægjandi hjá íslenskum viðskiptabönkum. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. – ab / sjá síðu 4 Áhyggjur vegna gráa listans 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 F 8 -5 F F 4 2 3 F 8 -5 E B 8 2 3 F 8 -5 D 7 C 2 3 F 8 -5 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.