Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 25
Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á
sjálfvirkum lánveitingum til ein-
staklinga annars vegar og fyrir-
tækja hins vegar. Í framhaldi af því
má skoða hvaða tækifæri og áskor-
anir felast í sjálfvirkri lánveitingu til
fyrirtækja á Íslandi.
Helsti markhópur erlendra fjár-
tæknifyrirtækja eru lítil og meðal-
stór fyrirtæki (e. SMEs, Small and
Medium Enterprises eða MSMEs,
Micro, Small and Medium Enter-
prises). Þarfir stórra fyrirtækja
eru oft það f lóknar að þau þurfa
sérstaka þjónustu eða þá að þau
hreinlega fjármagna sig sjálf með
skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt
skilgreiningu Evrópusambandsins
þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef
það uppfyllir tvö skilyrði, er með
undir 250 starfsmenn annars vegar
og er hins vegar með veltu undir 7,5
milljörðum króna eða eignir undir
6,5 milljörðum króna. Í Evrópu
eru meira en 24 milljónir SME sem
jafngildir meira en 99% allra fyrir-
tækja. Evrópsk SME standa á bak
við rúmlega helming allrar veltu og
tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra
fyrirtækja.
Flest fyrirtæki smá
og meðalstór
Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en
fjöldinn talsvert minni. Um 35.000
fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikn-
ingum til RSK á ári hverju og af þeim
eru um 20.000 í virkum daglegum
rekstri utan fjármálageirans og virk
á lánamarkaði. Það jafngildir um 60
fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem
er mjög nálægt meðaltali innan Evr-
ópusambandsins. Í löndum ESB er
fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á
hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100
fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast
sem stór fyrirtæki svo nánast öll
félög á Íslandi teljast sem MSMEs.
Erlendis er hugtakið „financial
inclusion“ stundum notað þegar
talað er um aðgerðir til að bæta
aðgengi smárra og meðalstórra
fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak
er einnig notað í minna þróuðum
ríkjum um einstaklinga sem hafa
ekki aðgang að hefðbundinni fjár-
málaþjónustu. Ástæðan fyrir því
er líklega sú að ábatinn af auknu
aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti
svipaður fyrir einstaklinga og
fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur
hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og
annað í þeim dúr. Spyrja má hvort
sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort
takmarkað aðgengi að lánsfé hamli
vexti smárra og meðalstórra fyrir-
tækja og aftri þar með hagkerfinu
sem heild?
Fjölbreytileikinn áskorun
Eitt af vandamálunum við að veita
litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um fyrirgreiðslu, umfram öll fjár-
málaleg og áhættuleg sjónarmið, er
fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil
og meðalstór fyrirtæki eru jafn-
misjöfn og þau eru mörg og þurfa
oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir
því í hvaða starfsemi þau eru. Á
Íslandi er fjölbreytileiki smárra og
meðalstórra fyrirtækja ekki mikið
minni en erlendis en það eru færri
fyrirtæki í hverjum flokki.
Í Bretlandi veita bankar um
70.000 lán til lítilla og meðalstórra
fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi.
Ef við myndum varpa þeim fjölda
yfir á íslenskan skala myndi það
jafngilda í kringum 400 lánum á
hverjum ársfjórðungi. Það er ekki
mikill fjöldi, sérstaklega ef um er
að ræða lán til fyrirtækja í 10-20
mismunandi geirum. Á hinn bóg-
inn stunda fyrirtæki gríðarmikil
reikningsviðskipti sín á milli og
getur fjöldi útgefinna reikninga oft
skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki
í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð
útistandandi viðskiptakrafna hjá
íslenskum fyrirtækjum er mæld í
hundruðum milljarða á hverjum
tímapunkti.
Mikið af upplýsingum til reiðu
Mikil tækifæri eru í fjártæknilausn-
um til fyrirtækja en vanda þarf til
verka og íhuga vel hvaða þarfir á að
leysa, sérstaklega á litlum markaði
eins og á Íslandi. Ísland býr hins
vegar að því að vera vel í stakk búið
tæknilega og lagalega til að sjálf-
virknivæða ferla í lánveitingu til
fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum
löndum þá er hér mikið af miðlæg-
um upplýsingum til reiðu, svo sem
rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikn-
ingar og lánshæfismat fyrir öll fyrir-
tæki. Einnig er tiltölulega einstakt
við Ísland að nánast allar kröfur
eru geymdar miðlægt hjá Reikni-
stofu bankanna sem einfaldar öll
samskipti milli fjármálastofnana.
Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því
við miklar áskoranir ef þau ætla sér
að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að
lánsfé en möguleikarnir eru jafn-
framt miklir.
Gísl i Þorsteinsson hefur verið markaðs-stjóri Origo frá árinu 2011 og leitt vöru-m e r k i s b r e y t i n g u fyrirtækisins sem
varð í byrjun síðasta árs. Gísli segir
að endurmörkun Origo hafi gengið
vel en hún krefjist áfram stöðugrar
vinnu. Mikilvægt sé að halda vöku
sinni.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef mikinn áhuga á hlaupum og
fer 3-4 sinnum í viku út að hlaupa. Ég
er í Hlaupahópi FH og það er góður
félagsskapur. Mér finnst gott að
hlaupa því ég næ að tæma hugann
og oft fæðast hugmyndir (jú, maður
fer stundum að hugsa um vinnuna)
þegar maður er ekki við tölvuna. Þá
er þetta gríðarlega góð líkamsrækt
og heldur manni í góðu ásigkomu-
lagi, sérstaklega þar sem maður er
kominn á miðjan aldur. Ég reyni
að hlaupa 30-60 km á viku (meira
á sumrin) og finnst afar mikilvægt
að ná þessum kílómetrafjölda því
ég finn að hreyfingin nærir sál og
líkama.
Þá hef ég töluverðan áhuga á fót-
bolta; æfði fótbolta með Val og
Leikni í yngri flokkum og var svo í
neðri deildum með Leikni í nokkur
ár. Ég hef fylgst vel með Leikni síðan
og það er ánægjulegt að sjá hversu
félagið hefur risið á liðnum árum,
nánast úr öskunni. Það þótti hálf-
hlægilegt að vera í Leikni á sínum
tíma en það þykir flott félag í dag. Ég
mæti svo sem ekkert mikið á leiki
með þeim en fylgist með meira í fjar-
lægð og sendi góða strauma.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ætli það sé ekki eins og hjá mörg-
um, ég þarf að fá kaffi. Ég byrjaði
að drekka kaffi frekar seint á lífs-
leiðinni, leiddist eiginlega út í kaffi-
drykkju þegar ég var í MBA-námi
fyrir 10 árum. Maður varð stundum
syfjaður í löngum kennslulotum
og þá kom kaffið að góðum notum.
Síðan þá hef ég kunnað að meta
þennan drykk betur og betur. Kaffi
er vitanlega ekki alls staðar eins og
mér er minnisstætt frábært kaffi sem
ég fékk í Litlu-Havana á Miami fyrir
nokkrum árum.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
þig?
Ætli það séu ekki bækur Böðvars
Guðmundssonar um íslenska vest-
urfara á 19. öld. Raunar eru þetta
tvær bækur, Híbýli vindanna og
Lífsins tré. Það sem stendur upp úr er
að lífið á Íslandi var streð og raunar
svo stutt síðan að við fórum að hafa
það gott hér á landi í sögulegu tilliti.
Mér hefur ávallt fundist sögulegar
bækur áhugaverðar enda finnst mér
þýðingarmikið að kunna góð skil á
fortíðinni til þess að geta tekist á við
framtíðina. Ég er svo sem enginn
bókaormur en ég hef staðið mig í
auknum mæli að því að hafa gaman
af ljóðum og festi nýlega kaup á
nýjustu ljóðabók Þórarins Eldjárns,
Til í að vera til. Mér finnst gaman að
grípa niður í hana og lesa fáein ljóð.
Það er fróðlegt að sjá hvernig hægt er
að vinna með tungumálið.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin hjá þér á síðustu mán-
uðum?
Endurmörkun Origo stendur
vitanlega upp úr, en við erum enn
að vinna áfram með nýtt vöru-
merki, sem áður var Nýherji, TM
Software og Applicon. Þó að endur-
mörkunin hafi gengið nokkuð
vel og vörumerkið Origo orðið
vel þekkt, ekki síst fyrir hvað það
stendur, þá er þetta stöðug vinna
og mikilvægt að halda vöku sinni.
Mér finnst einnig afar mikilvægt
að þróa markaðsstarf Origo áfram.
Við viljum stöðugt bæta okkur. Við
höfum að undanförnu Lean-vætt
starf markaðsdeildarinnar til þess
að bæta þjónustuna innanhúss og
auka skilvirkni. Þá erum við að þróa
áfram Inbound marketing aðferða-
fræði til þess að laða viðskiptavini
enn betur að lausnum Origo og
auka sjálfvirkni í markaðssetningu.
Þetta er afar spennandi vegferð sem
unnin er með sænsku ráðgjafar-
fyrirtæki sem ég er sannfærður um
að muni stórefla markaðsstarf Origo
til skemmri tíma. Á sama tíma er afar
mikilvægt að halda vörumerkinu
Origo á lofti því skilvirk vörumerkja-
stefna skiptir miklu máli fyrir fyrir-
tæki til lengri tíma.
Hvernig hefur rekstrarumhverfi
Origo breyst á undanförnum árum og
hvaða áskoranir hafa falist í þessum
breytingum?
Origo hefur breyst afar hratt og
helstu vaxtarbroddar eru í hugbún-
aðarlausnum og viðskiptalausnum.
Félagið er óþreytandi að bæta við sig
einingum á þessu sviði og þróa eigin
lausnir. Mér finnst Origo á ótrúlega
skemmtilegri vegferð og gaman að fá
tækifæri að vinna hjá fyrirtæki sem
er ávallt með annan fótinn í fram-
tíðinni.
Hvaða tækifæri eru fram undan á
þínu sviði?
Ég veit varla hvar á að byrja. Það
að vinna í markaðsmálum í dag er
fáránlega skemmtilegt. Fyrir ein-
hverjum árum var nóg að auglýsa á
síðu þrjú í Mogganum og ná þannig
til allra landsmanna en nú eru boð-
leiðirnar miklu fleiri. Þá er ótrúlega
mikli gróska í faglegu markaðsstarfi
sem er gaman að kynnast og nýta sér
í sínu starfi.
Hvers hlakkarðu mest til þessa
dagana?
Það er einfalt; að vera með fjöl-
skyldunni minni.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Ég er afar lánsamur að eiga konu
og fjögur börn. Vonandi eigum við í
fjölskyldunni eftir að vera heilbrigð
og hamingjusöm eftir 10 ár.
Nám:
MBA frá Háskólanum í Reykjavík,
BA í sagnfræði og hagnýtri fjöl-
miðlun frá HÍ.
Störf:
Markaðsstjóri Origo, markaðs-
stjóri Matís, upplýsingafulltrúi
hjá Vodafone og blaðamaður á
Morgunblaðinu.
Fjölskylduhagir:
Giftur Völu Dröfn Jóhannsdóttur,
markaðsstjóra hjá Vistor. Við
eigum samtals fjögur börn frá 9
ára til 20 ára.
Svipmynd
Gísli Þorsteinsson
Mikil gróska í faglegu markaðsstarfi
Gísli, sem er markaðsstjóri Origo, segist reyna að hlaupa allt að 60 kílómetra á viku til að næra líkama og sál. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fyrir einhverjum
árum var nóg að
auglýsa á síðu þrjú í Mogg-
anum og ná þannig til allra
landsmanna en nú eru
boðleiðirnar miklu fleiri.
Einungis um 100
fyrirtækja á Íslandi,
eða 0,5%, teljast sem stór
fyrirtæki svo nánast öll félög
á Íslandi flokkast sem lítil
og meðalstór fyrirtæki.
Áskoranir og tækifæri í lánveitingum til fyrirtækja
Gunnar
Gunnarsson
PhD. Forstöðu-
maður greining-
ar og ráðgjafar
hjá Creditinfo
9M I Ð V I K U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
8
-9
6
4
4
2
3
F
8
-9
5
0
8
2
3
F
8
-9
3
C
C
2
3
F
8
-9
2
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K