Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 38
EITT AF ÞESSUM VERKEFNUM VAR AÐ SKAPA TÍU KARAKTERA FYRIR TEIKNIMYNDASÖGU FYRIR ÁKVEÐIÐ SÖGUSVIÐ. ÉG VALDI INSTAGRAM OG FANN ÞAR TÍU TÝPUR SEM MÉR ÞÓTTI ÁHUGA- VERÐAR OG TEIKNAÐI ÞÆR. MÉR FANNST GAMAN AÐ GLEÐJA AÐRA MEÐ MYNDUNUM MÍNUM. Í KJÖL- FARIÐ SPURÐU FLEIRI HVORT ÉG VÆRI TIL Í AÐ TEIKNA ÞÁ. Tryggðu þér áskrift KAUPTU STAKAN LEIK: Í KVÖLD KL. 19:45 List akonan Melkorka K at r ín Tóma sdót t i r opnar sýninguna Korki-monsters klukkan fimm í dag í Flæði við Grettis-götu. Listakonan, sem alla jafna gengur undir viðurnefn- inu Korkimon, bauðst til að teikna einstaklinga á samfélagsmiðlinum Instagram. Búddismi og þýska Melkorka hefur verið sjálfstætt starfandi síðan um áramótin, en hún lærði listsköpun í Sarah Law- rence í New York. „Ég útskrifaðist þaðan 2017. Ég lærði þar fyrst og fremst mynd- list og listfræði en tók á hverri önn þriðja áfanga sem var mjög breyti- legur hjá mér. Eina önnina tók ég búddisma í Austur-Asíu, aðra lærði ég um kvikmyndir fjórða áratugar- ins og svo tók ég þýsku í tvær annir, smá ólíkt,“ segir Melkorka og bætir við að þriðja fagið hafi alltaf náð að smita listsköpunina lítils háttar. Skiptinám á Íslandi Þriðja árið fór Melkorka í skiptinám í Listaháskóla Íslands. „Ég f lutti til New York þegar ég var tólf ára. Ég átti nokkrar æsku- vinkonur hér en mig langaði að styrkja tengslaböndin enn frekar við landið því ég vissi að mig lang- aði að f lytja hingað aftur eftir námið.“ Hún segir löngun sína til að taka eitt ár í LHÍ hafa verið litaða af því að hún óttaðist að hún væri að missa af því sem væri í gangi hérna heima. „Eldri systkini mín voru öll í menntaskóla hérna heima og mig langaði að upplifa það líka,“ segir Melkorka og bætir við: „Í LHÍ kynntist ég mörgu fólki. Mér fannst nauðsynlegt að mynda sterkari tengsl til þess að halda rótum.“ Vildi mynda tengsl á Íslandi Melkorka tók fyrsta á r ið í skóla nu m hér na, þótt hú n hefði í raun mátt fara beint á þriðja árið. „Mig langaði að fara inn á fyrsta árið. Ég vissi að það yrði aðgengilegast. Ekki bara það að fólkið á þriðja ári sé búið að mynda sín tengsl heldur kunna þau mun betur á skólann og Teiknaði einstaklinga  af Instagram Melkorka Katrín Tómasdóttir gengur undir listamannsnafninu Korkimon. Hún bauðst til að teikna fólk á Instagram. Svörin létu ekki á sér standa og hún sýnir um 140 teikningar í listagalleríinu Flæði á Grettisgötu. Hægt er að sjá um 140 teikningar Melkorku af hinum ýmsu persónum á Instagram sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR vita hvað þau eru að gera.“ Eftir heimflutninga starfaði Mel- korka sem listrænn markaðsstjóri fyrir Boxið, netverslun með heim- sendingu fyrir heimilisvörur og mat. „Þar sá ég um auglýsingar og samfélagsmiðla. Ég var líka alltaf að sinna listinni á sama tíma. En svo hætti ég um þar síðustu áramót og fór í vinnusmiðju á Seyðisfirði í tvo mánuði, sem var alveg frábært. Í kjölfarið langaði mig að láta á það reyna að sinna listinni alfarið. Það getur verið mjög erfitt, maður þarf að setja sjálfum sér ströng mörk til að halda sér við efnið og sækjast sjálfur eftir tækifærunum,“ segir hún. Hundrað verkefni á fimm dögum Hún segist oft hafa gleymt sér og að sama skapi hafi hún einangrað sig mikið inn á milli. „Svo langaði mig aðeins að kom- ast út úr minni rútínu hér og fór til London í einn og hálfan mánuð á námskeið í Central Saint Mart- ins listaháskólanum. Þar fór ég á námskeið þar sem ég átti að gera hundrað verkefni á fimm dögum. Því er ætlað að endurræsa hug- myndaflugið og ferlið að skapandi hugsun.“ Hún segir að hlutirnir hafi þurft að gerast hratt, og stundum voru einungis tíu til fimmtán mínútur fyrir hvert verkefni. „Maður hafði ekki tíma til að hugsa, maður þurfti bara að byrja. Eitt af verkefnunum var að skapa tíu karaktera fyrir teiknimynda- sögu fyrir ákveðið sögusvið. Ég valdi Instagram og fann þar tíu týpur sem mér þótti áhugaverðar og teiknaði þær, ásamt því að gera persónulýsingu.“ Góð viðbrögð glöddu Melkorka sendi svo myndirnar sem hún teiknaði til fyrirmyndanna og hún segir að það hafi glatt hana mikið hver góð viðbrögð hún fékk. „Mér fannst gaman að gleðja aðra með myndunum mínum. Í kjölfarið spurðu f leiri hvort ég væri til í að teikna þá. Mig langaði líka að halda því í gangi að vera komin á skrið. Ég setti inn færslu á Instagram, án þess að hugsa of mikið um það, þar sem ég bauðst til að gera myndir af þeim sem sendu mér beiðni,“ segir Melkorka. Hana langaði að sjá hvort það væri einhver eftirspurn en viðtök- urnar komu henni að óvart. „Ég bjóst við að nokkrir ein- staklingar myndu kannski hafa samband. Ég setti stopp á þetta þegar það voru 140 manns búnir að biðja um mynd. Ég er búin með 136 teikningar.“ Enn er fólk að biðja hana um myndir og Melkorku finnst erfitt að segja nei. „Mér finnst svo mikið hrós að fólk vilji að ég teikni það.“ Sýning Melkorku stendur yfir í dag og á morgun. Opnunin er klukkan fimm í Flæði á Grettisgötu 3 í dag. steingerdur@frettabladid.is 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 F 8 -7 3 B 4 2 3 F 8 -7 2 7 8 2 3 F 8 -7 1 3 C 2 3 F 8 -7 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.