Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 4
EKKERT BRUDL Bragðgóðir og s ykurlausir Orkudrykkir Smart Power Orkudrykkur 330 ml, 3 teg. kr./330 ml149 SAMA VERd um land allt Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is UMHVERFISMÁL Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heims- minjaskrifstofu UNESCO, segir ráð- gefandi stofnanir harma að endur- nýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóð- legu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðs­ vörður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrif- um segir Einar að það hafi upphaf- lega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heims- minjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstof- unni,“ segir þjóðgarðsvörður. – gar 1 Ung menni flutt á sjúkra hús eftir að hafa reykt kanna bis­ vökva með raf rettu Sigvaldi Arnar Lárusson varðstjóri varar við að börn niður í 13 ára reyki rafrettur og blandi kannabisvökva í annan rafrettuvökva til að fela lyktina. 2 Sjö ára fangelsi fyrir að nauðga syni sínum: Hótað með byssu og hníf Of beldi mannsins gegn drengnum átti sér yfir leitt stað á svo kölluðum „pabba helgum“. 3 Mót mæl a því að börn séu neydd til að umgangast of­ beld is menn Hreyfingunni Líf án of beldis var hrundið af stað vegna endur tekinna úr skurða í um­ gengnis málum þar sem börn eru skikkuð í um gengni við ger endur sína, barna níðinga og of beldis­ menn. 4 Skipstjóri sýndi snarræði í öldugangi við Þorlákshöfn Sam kvæmt heimildum Frétta­ blaðsins hafði skip stjórinn áður hleypt Herjólfi á undan sér inn í höfnina. 5 Stærðarinnar hvalreki í Þor­lákshöfn Einar Guðbjartsson, annar eigandi fjórhjólaleigunnar Black Beach Tours, gekk fram á stærðarinnar hvalreka í fjörunni. VIÐSKIPTI Viðmælendur Frétta- blaðsins innan viðskiptabank- anna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmda- hópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættu- söm þriðju lönd þar sem aðgerða- áætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið f lækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjár- málaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atrið- unum. Í bréfi stjórnvalda til banka- stjóra viðskiptabankanna sem sent var á f immtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listan- um. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undir- búningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frum- vörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yf ir landamæri. Þing menn stjór narandstöð- unnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla f lýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samk væmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. arib@frettabladid.is Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á síðasta ári var bent á 51 ágalla hér á landi þegar kemur að þessum málum en sex þeirra eru enn þá til staðar. Lagfæringum er nú hraðað í gegnum Alþingi. Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sex atriði sem þarf að laga: 1. Stjórnvöld hafa ekki tímanlegan aðgang að áreiðanlegum upp­ lýsingum um raunverulega eigendur. 2. Ljúka þarf innleiðingu á nýju upplýsingakerfi hjá skrifstofu fjár­ málagreininga lögreglu til að taka á móti tilkynningum um grunsam­ legar færslur. 3. Starfsmannafjöldi miðað við umfang tilkynninga hjá skrifstofu fjár­ málagreininga lögreglu er ófullnægjandi. 4. Ljúka þarf reglugerð, sem Alþingi þarf að veita lagastoð, um með­ höndlun og vörslu haldlagðra, kyrrsettra og upptekinna fjármuna. 5. Eftirlitsaðilar þurfa að tryggja með vettvangsathugunum að til­ kynningarskyldir aðilar fari að lögum um frystingu fjármuna. 6. Innleiða þarf í lög skilvirka yfirsýn yfir starfsemi almannaheilla­ félaga, sér í lagi hvað varðar þau almannaheillafélög sem geta verið viðkvæm fyrir misnotkun í tengslum við fjármögnun hryðjuverka. STJÓRNMÁL Una Hildar dóttir hefur á kveðið að bjóða sig fram í em bætti ritara Vinstri grænna á komandi lands fundi f lokksins. Una hefur síðast liðin fjögur ár gegnt em bætti gjald kera og er í dag for maður Lands sam bands ung menna fé laga. „Mér hefur alltaf fundist það mikil vægt að við sem störfum í stjórn málunum festum okkur ekki í ein stöku hlut verki í of langan tíma,“ segir Una í tilkynningu á vef VG. Á mánudag tilkynnti Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson umhverfis- ráðherra að hann hygðist gefa kost á sér í varaformannsstöðuna. – fbl Una í ritara Vinstri grænna 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 8 -7 8 A 4 2 3 F 8 -7 7 6 8 2 3 F 8 -7 6 2 C 2 3 F 8 -7 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.