Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 19
KYNNINGARBLAÐ
Framhald á síðu 2 ➛
Heimili
M
IÐ
V
IK
U
D
A
G
U
R
9
. O
K
TÓ
BE
R
20
19
Unnur Gísladóttir og fjölskylda una sér vel í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Litadýrð og femínísk
gildi í Laugardalnum
Unnur Gísladóttir, framhaldsskólakennari og femínisti, býr ásamt manni og
tveimur börnum í litríkri og hlýlegri íbúð í Goðheimum. Þegar þau hjónin ráku
augun í fasteignaauglýsingu eina helgina þurftu þau ekki að hugsa sig um.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Við sátum og drukkum laugardagskaffi hjá mömmu og skoðuðum fasteignaaug-
lýsingar,“ segir Unnur. „Eignin í
bakgarðinum hjá mömmu var
til sölu, fallega blátt hús í Goð-
heimum.“ Handtökin voru snör. „Á
sunnudegi fengum við fyrir tilstilli
vinkonu okkar að fara að skoða
og á mánudegi gerðum við tilboð.
Allt gekk að óskum og eignin var
okkar.“
Það er óhætt að fullyrða að
menntun af ýmsu tagi er fyrir-
ferðarmikil á heimilinu en báðir
foreldrar hafa fengist við kennslu
og annars konar fræðslu í störfum
sínum með ungmennum um árabil.
„Á heimilinu býr framhalds-
skólakennarinn Unnur, grunn-
skólakennarinn Einar, fótbolta-
hetjan Karen, sundgarpurinn
Magni og villikötturinn Tangó,“
svarar Unnur þegar hún er beðin
að segja deili á fjölskyldumeð-
limum.
Draumahúsnæðið
Unnur segir húsnæðið bjóða upp
á allt sem fjölskyldan óski sér.
„Það er mjög margt sem heillar
við þessa eign, hún er björt og það
voru mörg tækifæri til breytinga
á henni. Það er sérinngangur, stór
pallur, tvö klósett og öll þau her-
bergi sem við þurfum. Húsið er
fallega blátt, stendur hátt og hefur
mikinn karakter. Við erum mjög
hrifin af Laugardalnum og ekki var
verra að mamma mín og systir búa
í næsta húsi.“
Unnur segir byggingarstíl
húsanna í götunni, sem flest eru
byggð á sjötta og sjöunda áratugn-
um, einkennast af miklum fjöl-
breytileika. „Í götunni standa ólík
hús, enginn einn byggingarstíll og
góð nýting á hverri eign.“ Húsin
eru raunar svo frábrugðin hvert
öðru að einn ástsælasti listmálari
þjóðarinnar lét eitt sinn falla
miður skemmtileg orð um þessa
einstöku götu. „Húsið var byggt
1960 og er það mat Harðar Ágústs-
sonar listmálara að það standi í
ósmekklegustu götu Reykjavíkur.“
Fjölskyldan gefur lítið fyrir þessa
dómhörku. „Okkur þykir Hörður
ekki hafa á réttu að standa og er
gatan einstaklega skemmtileg,“
áréttar hún.
Þá eru nágrannarnir ekki síður
skemmtilegir en sundurleitu og
fallegu húsin í götunni. „Við erum
með prýðisnágranna, erum í raun
enn að kynnast þeim. Það er góður
mórall í götunni, í sumar var
götuhátíð þar sem við borðuðum
saman og börnin léku sér.“
Litlar breytingar en
þýðingarmiklar
Íbúðin þarfnaðist ekki mikilla
Hair Volume
- fyrir líflegra
hár!
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
8
-8
2
8
4
2
3
F
8
-8
1
4
8
2
3
F
8
-8
0
0
C
2
3
F
8
-7
E
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K