Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Veður Norðaustan 13-18 norðvestan til með morgninum en annars 8-15. Rigning með köflum, og gránar í fjöll norðaustan- og austanlands, en léttir til um landið suðvestan- vert. SJÁ SÍÐU 14 Systur að leik í Eyjum Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is 50% Afsláttur af myndlistarvörum Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir, penslar, spaðar, pappír o.fl o.fl. o.fl. ÚTSALA - ÚTSALA Opið 8 - 16 SAMFÉLAG Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar f luttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heim- kynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rúss- neskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætl- uðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatn- ið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verk- efnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuð- um 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í septem- ber á þessu ári. „Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvöl- unum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Vel- ferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tign- arlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig f ljótt á að Litla Grá sögð frökk en Litla Hvít er feimin Aðlögun mjaldrasystranna í Eyjum gengur hægt en vel. Reiknað er með að þeim verði sleppt í sjókví í Klettsvík í vor. Systurnar eru duglegar að éta og heilla dag hvern starfsmenn og gesti Þekkingarsetursins í Vestmannaeyjum. Litla Grá skoðar ljósmyndara Fréttablaðsins en Litla Hvít fylgist með úr öruggri fjarlægð. Hitastig laugarinnar sem þær dveljast í verður lækkað smátt og smátt á næstu mánuðum til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem bíða systranna í sjókví í Klettsvík í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR systurnar eru gjörólíkar að skap- gerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera mið- punktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmanna- eyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur stað- ur sem ég er heppin að fá að upp- lifa,“ segir Audrey og minnist sér- staklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún. bjornth@frettabladid.is Litla Grá er mun frakkari og forvitn- ari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð. Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verk- efnisins hér á landi HÚSNÆÐISMÁL Alls var 963 íbúðar- leigusamningum þinglýst í sept- ember. Er það 40 prósenta aukning frá ágústmánuði og rúmlega 47 prósenta aukning frá september á síðasta ári samkvæmt tölum Þjóð- skrár. Á höfuðborgarsvæðinu var 647 leigusamningum þinglýst sem er rúmlega 56 prósenta aukning milli ára. Næstflestir voru samningarnir á Norðurlandi, 113 talsins, en mesta aukningin var á Suðurnesjum, 87,5 prósent. Aðeins á Austurlandi fækk- aði þinglýstum samningum milli ára. – sar Mikil fjölgun leigusamninga Alls var 963 leigusamningum þing- lýst í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG Heimatilbúnar hasspípur úr plastflöskum hafa fundist eins og hráviði víða um Norðlingaholts- hverfi. Áhyggjufullur íbúi deildi mynd af slíku verkfæri inn á íbúa- síðu hverfisins á dögunum og kvaðst hafa rekist á tug slíkra á göngu sinni í Björnslundi í vikunni. Aðrir íbúar kváðust einnig hafa rekið augun í slíkt á öðrum stöðum í hverfinu. „Þetta er áhyggjuefni og eitthvað sem við hyggjumst skoða vel. Svona mál koma því miður reglulega upp en ég held þó að ástandið sé ekki verra í Norðlingaholti en öðrum hverfum borgarinnar,“ segir Þorkell Heiðarsson, formaður nýkjörins íbúaráðs Árbæjar sem Norðlinga- holt tilheyrir. Íbúaráð borgarinnar hafa nýlega tekið aftur til starfa eftir að starf- semin hafði legið niðri í eitt ár meðan starfið var endurhugsað af borgaryfirvöldum. Að sögn Þorkels verður fyrsta verk íbúaráðs Árbæjar að skipuleggja öflugt íbúarölt um hverfin sem tilheyra því og á hann von á að það hefjist f ljótlega. „Við viljum frekar kalla þetta íbúarölt en foreldrarölt enda er það verkefni allra íbúa að passa upp á nærum- hverfi sitt,“ segir Þorkell. – bþ Hasspípur liggja eins og hráviði Þorkell Heiðarsson. Mjaldrasysturnar braggast vel og eru duglegar að éta. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 8 -6 4 E 4 2 3 F 8 -6 3 A 8 2 3 F 8 -6 2 6 C 2 3 F 8 -6 1 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.