Fréttablaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 18
Það er alveg ljóst að í dag er offramboð á ferðaþjónustumarkaði hérlendis og af koma greinarinnar er sorg-lega lág. Við hefðum
viljað sjá f leiri stíga sömu skref og
við gerðum með því að byggja upp
stærri og öflugri fyrirtæki og nýta
þannig fasta kostnaðinn betur. En
það hefur varla átt sér stað sam-
eining í ferðaþjónustunni sem við
höfum ekki verið þátttakendur í
síðustu ár,“ segir Styrmir Þór Braga-
son, forstjóri Arctic Adventures, í
viðtali við Markaðinn.
Arctic Adventures er í dag stærsta
af þreyingar fyrirtæki landsins
og leiðandi á sínu sviði í íslenskri
ferðaþjónustu. Mikill vöxtur Arctic
Adventures á síðustu árum skýrist
meðal annars af því að fyrirtækið
hefur markvisst unnið að því að
byggja upp reksturinn með yfir-
tökum og öflugri vöruþróun.
Hvað veldur því að við höfum ekki
séð f leiri samruna í ferðaþjónustu
en raun ber vitni?
„Það hafa alltof margir verið
fastir í því að hafa keypt fyrirtæki
á ákveðnu verði og vilja nú fá sama
verð þrátt fyrir að af koman hafi
hrunið. Þeir eru ekki að spá í því
að þetta sé staðan í dag og nú verði
að bregðast við til þess að bjarga
þeim verðmætum sem eru undir.
Það þýðir ekki að horfa endalaust
í baksýnisspegilinn, þá gerist ekki
neitt. Persónur og leikendur þurfa
að leggja egóið sitt til hliðar þannig
að hægt sé að halda áfram að byggja
upp reksturinn og vonandi fá meira
út úr honum í framtíðinni,“ segir
Styrmir.
„Þetta er furðuleg staða vegna
þess að frá því að við komum inn
í Arctic Adventures hefur vantað
að fá sambærilegt fyrirtæki inn á
markaðinn til að keppa við okkur.
Markaðurinn er þannig að það er
mikið af einyrkjum sem treysta á
sölu þriðja aðila og eiga því mikið
undir honum komið. Ég held að það
séu því miður alltof mörg fyrirtæki
í þessari stöðu á Íslandi.
Við höfum verið að fjárfesta
mikið í sölu- og markaðshlutanum
til þess að byggja upp eigin sölu-
leiðir sem hefur skilað því að 79
prósent af sölunni fara í gegnum
vefsíðurnar okkar. Þannig eigum
við stóran hluta af virðiskeðjunni
sjálf. Ég myndi segja að það sé okkar
helsta samkeppnisforskot því í raun
erum við eitt af örfáum fyrirtækjum
í ferðaþjónustu sem hafa verið með
þá nálgun að eiga kúnnann alveg
sjálf og sleppa þannig við að borga
þóknanir til þriðja aðila.“
Hvernig hefur reksturinn gengið
á árinu?
„Árið hefur verið sambærilegt
síðasta ári. Þrátt fyrir samdrátt í
fjölda ferðamanna til landsins erum
við að sjá svipaðar tölur í okkar
rekstri enda áttum við nokkuð
inni eftir mikla fjárfestingu í sölu-
og markaðsstarfi. Ávinningurinn af
því að fjárfesta í markaðssetningu
skilar sér ekki einn tveir og þrír
heldur kemur hann með tímanum
og við erum að sjá hann skila sér á
þessu ári,“ segir Styrmir.
Aldrei fengið jafnmörg símtöl
Eruð þið í yfirtökuviðræðum þessa
dagana?
„Það er mikið af þreifingum og
ég held að ég hafi aldrei fengið
jafnmörg símtöl eftir að það birtist
frétt um daginn um að við værum
að horfa til þess að stækka frekar.
Síðan þá hefur maður verið að tala
við nokkur ferðaþjónustufyrir-
tæki á hverjum einasta degi og það
virðist sem menn séu að átta sig á
stöðunni. Ég held að fyrirtæki sjái
Meiri afköst
og sömu gæði
í Litháen
Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures,
segir offramboð í ferðaþjónustu. Eigendur fyrir-
tækja þurfi að leggja egóið til hliðar og skoða
samruna af alvöru. Afköst starfseminnar í Litháen
séu mun meiri en þau voru á Íslandi og gæðin engu
síðri. Hefði viljað sjá núllsamninga í kjaradeilunni.
Styrmir Þór Bragason segir að frá því að þeir Jón Þór komu inn í Arctic Adventures árið 2015 hafi vantað öflugt fyrirtæki til að keppa við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Það hafa alltof
margir verið fastir í
því að hafa keypt fyrirtæki á
ákveðnu verði og vilja nú fá
sama verð þrátt fyrir að
afkoman hafi hrunið.
9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
0
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
8
-9
1
5
4
2
3
F
8
-9
0
1
8
2
3
F
8
-8
E
D
C
2
3
F
8
-8
D
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K