Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 6

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 6
6 FREYJA Skilmálinn. „Þetta er alveg fráleitt,“ sagði Charles Turner, kastaði sér í hægindastól og kveikti i vindl- ingi. Ted Cunningham horfði á hann rannsóknaraugum. „Eg þekti aldrei Perry gamla frænda,“ hélt Charles áfram. „Hann hefir hlotið að vera skrít- inn, karlfauskurinn. Hvers vegna skyldi hann vera að ausa öllum auðæfunum yfir mitt synduga höfuð?“ „Þú ert bróðursonur hans.“ ,fEg trúi nú ekki á ættrækni hans. Nei, það er annað á bak við þetta. Manstu eftir Doris Wintrop, dóttur málarans, sem við lékum okkur svo oft við, þegar við vorum drengir?" Cunningham kinkaði kolli. „Faðir hennar hefir sjálfsagt einhverntíma gert Perry ganíla greiða, — hvað um það — hann tók að sér, að sjá fyrir henni. Og það hefir hann nú gert þannig, að hann hefir arfleitt mig að öllum peningunum, gegn þvi, að eg giftist henni.“ „Þú ert ekki skyldugur til þess að taka við peningunum.“ „Þú ert gáfaður, Ted,“ svaraði Charles. „Eg er skuldunum vafinn upp yfir bæði eyru. Alt í einu sé eg fjársjóði frænda gamla benda mér til sín, — ætti eg þá að hafna þeim af einhverri misskildri sómatilfinningu? Nei, það er ekki annað gera, en að uppfylla skil málann og giftast Doris.“ „Ætli þú huggir þig þá ekki við blessaða aurana!“ sagði Ted fyrirlitlega. „Vonandi," sagði Charles. „En hvað sem því líður, þá er alt í lagi milli mín og henn- ar.“ Æðarnar tóku að tútna á enni Cunning hams. „Hvenær talaðirðu við hana?“ spurði hann stuttur í spuna. „Rétt áðan. Og henni fanst eins og mér, að þetta hefði verið alveg fráleit hugmynd hjá frænda.“ „Eg býst við, að henni hafi helst fundist það móðgun við sig?“ Charles stökk á fætur. „Heyrðu, góði Ted, eg hefi það einhvern- veginn á tilfinningunni, að eg sé að troða þér um tær í þessu máli.“ Cunningham roðnaði. „Mér finst aðeins, að þetta sé ekki vel heiðarlegt af þér.“ „Það get eg ekki séð. Hún veit alla mála vöxtu, og gerir þetta aðeins til þess að hjálpa mér.“ „Það er meiri hjálpfýsin!“ „Það er satt,“ sagði Charles og kinkaði kolli. „Þa ðer aldrei gaman að bindast manni, sem maður elskar ekki.“ „Jæja, það er víst full ástæða til þess að óska þér til hamingju," sagði Ted kuldalega. „Þetta meintirðu víst ekki, Ted. Jæja, vertu sæll.“ CharleS greip hatt sinn og gekk út af skrifstofu Cunninghams. Seinna um daginn heimsótti Ted Doris Wintrop. „Eg ætti víst að óska þér til hamingju,“ sagði hann, þegar hann hafði heilsað henni. „Charles kom til mín og sagði mér frá trú- lofun ykkar.“ Doris stóð kyr við dyrnar og strauk hendi um gullið hár sitt. „Þú veist það, Ted, að mér þykir enginn fengur í hamingjuóskum, sem koma ekki frá hjartanu.“ „Hversvegna gekstu að þessu?“ sagði hann ákafur. Hún brosti hægt og settist. „Perry gamli var altaf svo góður við mig, — hvers vegna ætti eg ekki að hjálpa bróðursyni hans? Það er hvort sem er, ekki annað en formsatriði. Við komum okkur saman um það.“ Ted tók að ganga um gólf. „Eg reyndi aft- ur og aftur að fá gamla manninn til þess að breyta erfðaskránni þér i vil; en það var ekki nærri því komandi.“ „Hann gerði þetta sjálfsagt í besta til- gangi,“ sagði hún. „Ef það væri ekki fyrir það, að eg er —-,“ sagði hann. „Giftur,“ bætti hún við. „Hvað þá?“ „Þá mundi eg giftast þér.“ „Ekki var eg bundin, þegar þú giftist, Ted.“ „Eg hefi altaf elskað þig, Doris,“ sagði hann. „Og eg get ekki horft á það rólegur, að þú verðir öðrum eins léttúðarsel eins og Gharlie að bráð.“ „Með öðrum orðum, eg ætti að neita að giftast honum?“ „Eg vildi óska þess — mest sjálfrar þín vegna." Hún stóð upp, og einkennilegt bros lék um varir hennar. „Þú gleymir þvi, að eg er Frh. á bls. 14.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.