Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 9
FREYJA
9
Máttur vanans.
Eftir K. R. G. Browne.
Gamli maðurinn með stráhattinn nam
staðar við ljóskerið til þess að líta á úrið.
Harris fagri, sem hallaði sér upp að grind-
verki við höfnina, varð skyndilega glaðlegri
á svipinn. Harris fagri var mjög fríður, ung-
ur maður, vel vaxinn og með hár og hörund
eins og ung stúlka. Hann var likur fullorðn-
um engli, og vann fyrir lífinu með þvi að
taka hlutina þar sem hann fann fá.
Þess vegna var það, að þegar gamli mað-
urinn stakk úrinu í vasann og hélt áfram,
gekk Harris í hámótið á eftir honum. Og
þegar hann gekk fram hjá gamla mannin-
um, hrasaði hann, eins og óvart, og rakst
allóþyrmilega á hann. Hann bað innvirðulega
afsökunar, og gamli maðurinn kinkaði kolli;
hann gekk áfram, en úrið dvaldist hjá Harr-
is, sem handfjatlaði úrið i vasanum og hélt
leiðar sinnar. En hann hafði ekki gengið
nema tvö skref, þegar hann heyrði rödd:
„Hæ, Harris! Ekki svona hratt!“
Harris fagri sneri sér við, og sá skamt frá
sér þann mann, sem hann hafði síst búist
við að hitta hér ■— Hobbs að nafni. Því að
það var til þess að forðast athygli þessa
Hobbs og annara hans líka í Scotland-Yard,
sem hann hafði flúið til þessa baðstaðar,
sem hann var á. Lögreglan hafði sem sé ver-
ið nokkuð nærgöngul i London. Honum brá
þvi ekki all-lítið, við að sjá Hobbs, en hann
var ekki sá maður sem lét un'drunina fá yfir-
höndina. Hann sneri sér á hæl og lagði á
rás. Hobbs var ekki siður hissa, því að hann
var hér staddur í sumarfríinu og var síst að
leita að Harris — en hann beið ekki boð-
anna og þaut af stað í eltingaleikinn.
Harris flaug með ljóssins hraða inn i
dimma hliðargötu. Hann þóttist ekki vera i
vandræðum með að hlaupa Hobbs af sér,
því að hann var frár á fæti. En þegar hann
kom fyrir hornið, staðnæmdist hann skyndi-
lega. Lögregluþjónn kom gangandi hægum
skrefum í hinum enda götunnar. Harris stóð
þar milli tveggja elda, og litaðist um eftir
hæli. Þá sá hann bílinn. Það var stór, lok-
aður bill, sem stóð tómur við gangstéttina
— ekkert fyrirmyndar hæli — en betra en
ekki neitt. Þegar Hobbs kom másandi og
blásandi fyrir hornið, kúrði Harris fagri þvi
inrxi i bilnum. Bíllinn virtist vera eign ein-
hvers farandsala, þvi að gluggatjöldin voru
dregin fyrir og sætin og botninn voru öll
þakin allskonar kvenfatnáði, og stórum
hattaöskjum.
Það var því lítið pláss fyrir Harris, en
honum tókst þó að rýma svo til, að hann
gat sest niður. Hann gægðist varlega út um
gluggann, og sá þá Hobbs standa nokkru
neðar í strætinu i alvarlegum samræðum
við lögregluþjóninn. Meðan hann leit á þá,
skildu þeir; lögregluþjónninn hélt leiðar sinn-
ar en Hobbs hvarf inn í myrkrið við húsin.
Inni í bílnum bölvaði Harris og hugsaði
sig um á víxl. Hann þorði ekki út strax, en
væri hann kyr, átti hann það á hættu, að
cigandinn kæmi honum að óvörum. Hvað
átti hann að gera? Og þá fékk hann hug-
myndina.
Skömmu síðar opnuðust dyrnar á bílnum
hægt, og Harris fagri steig út og skimaði í
allar áttir. En hann var mjög ólíkur þeim
Harris, sem hafði farið inn í vagninn fyrir
nokkrum mínútum. Hann var nú með ný-
tísku rauðan stráhatt og i rósóttum, en ein-
földum og klæðilegum silkikjól. í kvöld-
myrkrinu mátti ekki sjá annað en að þetta
væri ung og fögur stúlka, með drengjavöxt
og drengjakoll eins og tiskan krafði. Af
fjandmönnum hans var hvorugur sýnilegur,
en þegar hann beygði fyrir hornið, rakst
hann á annan þeirra.
„Fyrirgefið, ungfrú.“
„Ó, það var ekkert,“ sagði Harris fagri
með skrækri röddu, og bjóst til þess að
ganga leiðar sinnar. En Hobbs hélt honum
kurteislega kyrrum:
„Fyrirgefið — búið þér í þessari götu,
ungfrú?“
„Ó, nei, það er svo óttalega simpil gata,“
sagði Harris.
„Svo já?“ spurði Hobbs. „Eg er að leita
hér að vini mínum — en eg man ekki hvaða
númer er á húsinu hjá honum. Jæja, eg finn
hann sjálfsagt, áður en nóttin er úti.“ Hann
ræskti sig og sagði: „Leiðindabær, ungfrú?“
„Ó, mér finst bara skemtilegt hér.“
„Já, en eg er hér einn — aleinn i sumar-
fríi,“ sagði Hobbs. Hann varð ísmeygilegur
á svipinn. „Eruð þér mikið uppteknar á
kvöldin, ungfrú — annað kvöld til dæmis?“
„Annað kvöld er saumakvöld hjá prests-
frúnni,“ sagði Harris önugur. „Og nú verð
eg fara heim, þvi að annars verður mamma
óróleg."
„Nei, heyrið þér,“ sagði Hobbs, „það er
svo snemt ennþá. Klukkan er ekki nema —“
Hann fór að leita að úrinu sínu. Hann varð
vandræðalegur á svipinn og gróf árangurs-
laust i öllum vösum.
Harris fagri hrökk ósjálfrátt við, og þá
varð Hobbs litið á hann. Alt i einu æpti hann
við, og svifti hattinum af kolli Harris.
„Nú þykir mér týra!“ sagði Hobbs.
Harris fagri andvarpaði, opnaði lófann og
sýndi stórt og sterklegt silfurúr með festi.
„Þetta gerir bölvaður vaninn manni,“
sagði hann. „Jæja, Hobbs, eg skal koma með
mótþróalaust."